Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2025 15:46 Þorgerður Katrín við opnun sendiráðsins með utanríkisráðherra Spánar, José Manuel Albares. Stjórnarráðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra opnaði nýtt sendiráð Íslands á Spáni í Madríd í dag. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að undirbúningur að stofnun sendiráðsins hafi staðið frá því að Alþingi ákvað við afgreiðslu fjárlaga á síðasta ári að opnað yrði sendiráð á Spáni árið 2025. Kristján Andri Stefánsson er sendiherra Íslands á Spáni. Í tilkynningu segir að í tilefni af opnuninni hafi verið haldin ráðstefna í spænska utanríkisráðuneytinu í morgun með José Manuel Albares utanríkisráðherra Spánar. Síðdegis hafi svo farið fram pallborðsumræður um aukin viðskiptatengsl Íslands og Spánar. „Þúsundir Íslendinga dvelja langdvölum á Spáni, með tilheyrandi borgaraþjónustumálum af ýmsum toga, og Spánn er eitt helsta viðskiptaríki Íslands. Í ljósi þess var löngu tímabært að opna hér sendiráð, bæði til að þjónusta ríkisborgara okkar betur og til að rækta tengslin enn frekar við eitt af okkar nánustu samstarfsríkjum,“ segir Þorgerður Katrín í tilkynningu. Hún segist telja að það séu fjölmörg tækifæri fyrir hendi til að efla samband Íslands við Spán enn frekar, ekki síst á sviðum menningar og viðskipta. Í tilkynningu kemur einnig fram að Þorgerður Katrín hafi hafið daginn á tvíhliða fundi með spænska utanríkisráðherranum og að þau hafi rætt tvíhliða samband Íslands og Spánar, samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og sambandið yfir Atlantsála sem og ólöglegt innrásarstríð Rússa í Úkraínu. Málefni Palestínu og norðurslóðamál komu einnig til umræðu, auk Evrópumála. Sérstök viðskiptasendinefnd á vegum Íslandsstofu var í föruneyti ráðherra á Spáni í tilefni af opnuninni. Meðal íslenskra fyrirtækja sem tóku þátt í viðskiptasendinefnd Íslandsstofu má nefna Aparta Iceland, Boreal Travel, Carbon Recycling International, First Water, Icelandic, Iceland Seafood, Icelandic Trademark Holding, Kerecis, JBT Marel, Mint Solution, Reykjavík Geothermal, Stjörnu-Oddi hf., Atlantic Quality Fish og Business BAZAAR. Utanríkisráðherra mun á morgun, þriðjudag, eiga tvíhliða fund með aðstoðarefnahags- og viðskiptaráðherra Spánar, Maria Amparo López Senovilla, en viðskiptasendinefndin íslenska er á sérstakri dagskrá sem Íslandsstofa hefur skipulagt í samstarfi við sendiherra Íslands á Spáni, Kristján Andra Stefánsson. Kristján Andri Stefánsson sendiherra afhendir Felipe VI Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í spænsku konungshöllinni í september. Stjórnarráðið Í tilkynningunni segir að Spánn hafi verið á síðasta ári í sjöunda sæti á yfir viðskiptalönd Íslands. Þangað sé fluttur fiskur og í auknum mæli ál og aðrar sjávarafurðir. Þá sæki tugir Íslendinga Spán árlega og dvelji þar í lengri og styttri tíma. Íslendingar sem dvelja langdvölum á Spáni munu framvegis geta sótt um ný vegabréf í Madríd og sótt aðra þá borgaraþjónustu sem sendiráð jafnan veitir þangað. Þá má nefna að í Alþingiskosningunum 2024 voru um 30 prósent allra greiddra atkvæða í utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis frá Spáni. Sendiráð Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Í tilkynningu segir að í tilefni af opnuninni hafi verið haldin ráðstefna í spænska utanríkisráðuneytinu í morgun með José Manuel Albares utanríkisráðherra Spánar. Síðdegis hafi svo farið fram pallborðsumræður um aukin viðskiptatengsl Íslands og Spánar. „Þúsundir Íslendinga dvelja langdvölum á Spáni, með tilheyrandi borgaraþjónustumálum af ýmsum toga, og Spánn er eitt helsta viðskiptaríki Íslands. Í ljósi þess var löngu tímabært að opna hér sendiráð, bæði til að þjónusta ríkisborgara okkar betur og til að rækta tengslin enn frekar við eitt af okkar nánustu samstarfsríkjum,“ segir Þorgerður Katrín í tilkynningu. Hún segist telja að það séu fjölmörg tækifæri fyrir hendi til að efla samband Íslands við Spán enn frekar, ekki síst á sviðum menningar og viðskipta. Í tilkynningu kemur einnig fram að Þorgerður Katrín hafi hafið daginn á tvíhliða fundi með spænska utanríkisráðherranum og að þau hafi rætt tvíhliða samband Íslands og Spánar, samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og sambandið yfir Atlantsála sem og ólöglegt innrásarstríð Rússa í Úkraínu. Málefni Palestínu og norðurslóðamál komu einnig til umræðu, auk Evrópumála. Sérstök viðskiptasendinefnd á vegum Íslandsstofu var í föruneyti ráðherra á Spáni í tilefni af opnuninni. Meðal íslenskra fyrirtækja sem tóku þátt í viðskiptasendinefnd Íslandsstofu má nefna Aparta Iceland, Boreal Travel, Carbon Recycling International, First Water, Icelandic, Iceland Seafood, Icelandic Trademark Holding, Kerecis, JBT Marel, Mint Solution, Reykjavík Geothermal, Stjörnu-Oddi hf., Atlantic Quality Fish og Business BAZAAR. Utanríkisráðherra mun á morgun, þriðjudag, eiga tvíhliða fund með aðstoðarefnahags- og viðskiptaráðherra Spánar, Maria Amparo López Senovilla, en viðskiptasendinefndin íslenska er á sérstakri dagskrá sem Íslandsstofa hefur skipulagt í samstarfi við sendiherra Íslands á Spáni, Kristján Andra Stefánsson. Kristján Andri Stefánsson sendiherra afhendir Felipe VI Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í spænsku konungshöllinni í september. Stjórnarráðið Í tilkynningunni segir að Spánn hafi verið á síðasta ári í sjöunda sæti á yfir viðskiptalönd Íslands. Þangað sé fluttur fiskur og í auknum mæli ál og aðrar sjávarafurðir. Þá sæki tugir Íslendinga Spán árlega og dvelji þar í lengri og styttri tíma. Íslendingar sem dvelja langdvölum á Spáni munu framvegis geta sótt um ný vegabréf í Madríd og sótt aðra þá borgaraþjónustu sem sendiráð jafnan veitir þangað. Þá má nefna að í Alþingiskosningunum 2024 voru um 30 prósent allra greiddra atkvæða í utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis frá Spáni.
Sendiráð Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira