Fjárlaganefnd leggur til opnun sendiráðs á Spáni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2024 19:36 Áætlaður kostnaður vegna opnunar sendiráðs í Madríd nemur 177 milljónum króna á næsta ári en 132 milljónum árin 2026 til 2029. EPA Fjárlaganefnd hefur lagt til opnun sendiráðs Íslands á Spáni í nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um fjármálálaáætlun næstu fimm ár. Hingað til hefur Spánn verið umdæmisland sendiráðsins í París. Í álitinu, sem meiri hluti nefndarinnar birti á föstudag, leggur hann til breytingartillögu af fjórum tilfellum, þar á meðal opnun sendiráðs á Spáni. Aðrar breytingartillögur snúa að lögreglu, dómstólum og samruna Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Álag á kjörræðismönnum Fram kemur að Spánn hafi rekið sendiskrifstofu á Íslandi frá árinu 2019 en Ísland sé eina ríkið innan NATÓ sem hefur ekki sendiráð í Madríd. Ísland hefur eingöngu verið með kjörræðismenn á Spáni, en sendiherra gagnvart ríkinu setið í París. „Spánn er fjórða fjölmennasta ríki Evrópusambandsins og um 3.500 Íslendingar eiga fasta búsetu á Spáni, en að auki eru mörg þúsund Íslendingar sem dvelja þar tímabundið sem ferðamenn og dvalargestir árið um kring. Mikið álag er á kjörræðismönnum Íslands á Spáni vegna verkefna sem tengjast þessum hópi,“ segir í álitinu. Morgunblaðið fjallaði nýlega um tillögu utanríkisráðuneytisins um opnun sendiráðs á Spáni. Þar segir að tillagan hafi áður verið til umfjöllunar en ekki hlotið brautargengi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur látið málið sig varða og ræddi málið í Bítinu fyrir skömmu. Þar sagði hann þingmenn Pírata hafa fundið fyrir skýrum vilja til að bæta þá þjónustu við Íslendinga erlendis sem sendiráð veita, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. Þar sem ekki sé sendiráð sé erfitt að fá þjónustu sem fæst í löndum þar sem sendiráð eru til staðar. Kostar mikið að vera ekki með sendiráð Hann sagði að það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ sagði Gísli og vísaði til þess að áttatíu prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veiti sé vegna fólks á Spáni. Samkvæmt áliti fjárlaganefndar er kostnaðaráætlun vegna opnunar sendiráðs um 132 milljónir króna á ári, fyrir utan fyrsta árið þegar stofnkostnaður bætist við og miðað sé við 177 milljón króna gjöld árið 2025. Meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem skýrðar eru í álitinu. Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu. Sendiráð Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Spánn Tengdar fréttir Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48 Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Í álitinu, sem meiri hluti nefndarinnar birti á föstudag, leggur hann til breytingartillögu af fjórum tilfellum, þar á meðal opnun sendiráðs á Spáni. Aðrar breytingartillögur snúa að lögreglu, dómstólum og samruna Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Álag á kjörræðismönnum Fram kemur að Spánn hafi rekið sendiskrifstofu á Íslandi frá árinu 2019 en Ísland sé eina ríkið innan NATÓ sem hefur ekki sendiráð í Madríd. Ísland hefur eingöngu verið með kjörræðismenn á Spáni, en sendiherra gagnvart ríkinu setið í París. „Spánn er fjórða fjölmennasta ríki Evrópusambandsins og um 3.500 Íslendingar eiga fasta búsetu á Spáni, en að auki eru mörg þúsund Íslendingar sem dvelja þar tímabundið sem ferðamenn og dvalargestir árið um kring. Mikið álag er á kjörræðismönnum Íslands á Spáni vegna verkefna sem tengjast þessum hópi,“ segir í álitinu. Morgunblaðið fjallaði nýlega um tillögu utanríkisráðuneytisins um opnun sendiráðs á Spáni. Þar segir að tillagan hafi áður verið til umfjöllunar en ekki hlotið brautargengi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur látið málið sig varða og ræddi málið í Bítinu fyrir skömmu. Þar sagði hann þingmenn Pírata hafa fundið fyrir skýrum vilja til að bæta þá þjónustu við Íslendinga erlendis sem sendiráð veita, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. Þar sem ekki sé sendiráð sé erfitt að fá þjónustu sem fæst í löndum þar sem sendiráð eru til staðar. Kostar mikið að vera ekki með sendiráð Hann sagði að það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ sagði Gísli og vísaði til þess að áttatíu prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veiti sé vegna fólks á Spáni. Samkvæmt áliti fjárlaganefndar er kostnaðaráætlun vegna opnunar sendiráðs um 132 milljónir króna á ári, fyrir utan fyrsta árið þegar stofnkostnaður bætist við og miðað sé við 177 milljón króna gjöld árið 2025. Meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem skýrðar eru í álitinu. Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu.
Sendiráð Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Spánn Tengdar fréttir Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48 Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48
Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50