Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Brynjar ákvað fyrir löngu að hætta að mæta

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mætt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í rúman mánuð. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og telur starf hennar vera sjónarspil og pólitískan leik.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er bara ósammála Ásmundi“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum

Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum.

Innlent
Fréttamynd

„Ráðherra hefur ekki heimildir til að taka ákvarðanir um einstök mál“

Dómsmálaráðherra segist ekki hafa heimildir til að skipta sér af málefnum senegölsku fjölskyldunnar sem verður að óbreyttu vísað úr landi eftir sjö ára dvöl. Málið sé í höndum kærunefndar útlendingamála sem þurfi við ákvörðun sína að hafa hliðsjón af Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og laga um réttindi barna. Þingmaður Pirata segir óumdeilt að barn sem fæðist hér og elst upp um árabil, sé Íslendingur. 

Innlent
Fréttamynd

„Við megum ekki fagna of snemma“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri.

Innlent