Ójöfnuður í boði jafnaðarmanna Andrea Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2022 10:31 Samfylkingin hefur lofað lausn leikskólavandans í minnst 16 ár, án árangurs, þrátt fyrir að hafa allan þennan tíma verið í lófa lagið að taka á vandanum, en flokkurinn hefur verið í brúnni í borginni meira og minna öll þessi ár. Tæplega 800 börn eru á biðlistum og stendur þessu fjöldi í stað, þrátt fyrir gefin loforð. Framsókn, sem fyrir kosningar lofaði breytingum en endurreisti þess í stað margfallinn meirihluta, leiðir í dag skólamálin í borginni, en virðist ekki hafa gert handtak í sumar til að bregðast við hinum mjög svo fyrirséða vanda. Viðskiptablaðið sagði frá því í maí að miðað við mannfjöldaspá Byggðastofnunar muni vanta 1.775 leikskólapláss í árslok 2026, jafnvel þótt markmið borgarinnar um fjölgun leiksólarýma á næstu árum náist. Fulltrúar meirihlutans í borginni létu greiningu blaðsins og varnaðarorð ýmissa annarra sem vind um eyru þjóta og fullyrtu í aðdraganda kosninga að öllum börnum í borginni yrði boðið pláss frá 12 mánaða aldri þegar á þessu ári. Þau slepptu því að vísu að minnast á það að meira að segja þeirra eigin áætlun gerði ráð fyrir að biðlistar væru byrjaðir að safnast aftur upp af fullum krafti strax á næsta ári. Meirihlutinn var því í besta falli að villa um fyrir fólki og í versta falli að fara fram með óforskammaðar lygar til þess eins að sækja atkvæði. Því miður fellur það enn í meiri mæli á herðar kvenna að hlaupa í skarðið með börnum þegar daggæsla bregst. Hlutfallslega meiri fjarvera kvenna en karla hefur neikvæð hliðrunaráhrif á atvinnuframgang kvenna og tekjuöflun í samanburði við karla til langrar framtíðar, ekki bara rétt á meðan börnin eru lítil. Aðgengi að daggæslu er af þessum sökum afar brýnt jafnréttismál og verður ekki sagt að jafnaðarmenn Samfylkingarinnar standi undir nafni í þessum efnum, heldur þvert á móti. Fé ætti að fylgja barni Talandi um ójöfnuð í boði jafnaðarmanna: jafnaðarmenn hafa sett sig upp á móti tillögum Sjálfstæðisflokks í borginni um að láta fé fylgja barni í skólakerfinu. Með því fyrirkomulagi gætu allar fjölskyldur valið leikskóla og skóla sem mætir þeirra þörfum best, óháð rekstrarformi, þar sem fé fylgir barni svo lengi sem skólagjöld fylgja fyrir fram ákveðinni gjaldskrá. Sambærilegt fyrirkomulag hefur reynst afar vel við heilsugæsluþjónustu, þar sem fólk hefur almennt ekki hugmynd um hvort heilsugæslustöð þess sé rekin af hinu opinbera eða einkaaðila. Með slíku fyrirkomulagi í skólakerfinu hefðu öll börn kost á því að sækja skóla óháð rekstrarformi hans og fjárhagsstöðu heimilisins. Fjölskyldur fengju aukið val og um leið myndast hvati fyrir skólana til að veita sem besta þjónustu. Fyrirkomulagið myndi auka framboðið af slíkum skólum sem svo sannarlega kæmi að góðum notum til að vinna niður biðlista á leikskóla. Allir græða! Jafnaðarmönnum er aftur á móti svo í nöp við einkaframtakið að þeir kjósa heldur allratap og ójöfnuð en að nýta krafta þess til að bæta þjónustu. Á meðan fé fylgir ekki barni eru það aðeins tekjuhærri fjölskyldur sem eiga raunverulegt val og geta betur brúað bilið þegar hið opinbera bregst skyldu sinni. Á sama tíma lifa biðlistarnir áfram góðu lífi, sem og kerfisdrifinn ójöfnuður meðal tekjuhópa og kynja - allt í boði „jafnaðar“manna. Megi þeir skammast sín. Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur lofað lausn leikskólavandans í minnst 16 ár, án árangurs, þrátt fyrir að hafa allan þennan tíma verið í lófa lagið að taka á vandanum, en flokkurinn hefur verið í brúnni í borginni meira og minna öll þessi ár. Tæplega 800 börn eru á biðlistum og stendur þessu fjöldi í stað, þrátt fyrir gefin loforð. Framsókn, sem fyrir kosningar lofaði breytingum en endurreisti þess í stað margfallinn meirihluta, leiðir í dag skólamálin í borginni, en virðist ekki hafa gert handtak í sumar til að bregðast við hinum mjög svo fyrirséða vanda. Viðskiptablaðið sagði frá því í maí að miðað við mannfjöldaspá Byggðastofnunar muni vanta 1.775 leikskólapláss í árslok 2026, jafnvel þótt markmið borgarinnar um fjölgun leiksólarýma á næstu árum náist. Fulltrúar meirihlutans í borginni létu greiningu blaðsins og varnaðarorð ýmissa annarra sem vind um eyru þjóta og fullyrtu í aðdraganda kosninga að öllum börnum í borginni yrði boðið pláss frá 12 mánaða aldri þegar á þessu ári. Þau slepptu því að vísu að minnast á það að meira að segja þeirra eigin áætlun gerði ráð fyrir að biðlistar væru byrjaðir að safnast aftur upp af fullum krafti strax á næsta ári. Meirihlutinn var því í besta falli að villa um fyrir fólki og í versta falli að fara fram með óforskammaðar lygar til þess eins að sækja atkvæði. Því miður fellur það enn í meiri mæli á herðar kvenna að hlaupa í skarðið með börnum þegar daggæsla bregst. Hlutfallslega meiri fjarvera kvenna en karla hefur neikvæð hliðrunaráhrif á atvinnuframgang kvenna og tekjuöflun í samanburði við karla til langrar framtíðar, ekki bara rétt á meðan börnin eru lítil. Aðgengi að daggæslu er af þessum sökum afar brýnt jafnréttismál og verður ekki sagt að jafnaðarmenn Samfylkingarinnar standi undir nafni í þessum efnum, heldur þvert á móti. Fé ætti að fylgja barni Talandi um ójöfnuð í boði jafnaðarmanna: jafnaðarmenn hafa sett sig upp á móti tillögum Sjálfstæðisflokks í borginni um að láta fé fylgja barni í skólakerfinu. Með því fyrirkomulagi gætu allar fjölskyldur valið leikskóla og skóla sem mætir þeirra þörfum best, óháð rekstrarformi, þar sem fé fylgir barni svo lengi sem skólagjöld fylgja fyrir fram ákveðinni gjaldskrá. Sambærilegt fyrirkomulag hefur reynst afar vel við heilsugæsluþjónustu, þar sem fólk hefur almennt ekki hugmynd um hvort heilsugæslustöð þess sé rekin af hinu opinbera eða einkaaðila. Með slíku fyrirkomulagi í skólakerfinu hefðu öll börn kost á því að sækja skóla óháð rekstrarformi hans og fjárhagsstöðu heimilisins. Fjölskyldur fengju aukið val og um leið myndast hvati fyrir skólana til að veita sem besta þjónustu. Fyrirkomulagið myndi auka framboðið af slíkum skólum sem svo sannarlega kæmi að góðum notum til að vinna niður biðlista á leikskóla. Allir græða! Jafnaðarmönnum er aftur á móti svo í nöp við einkaframtakið að þeir kjósa heldur allratap og ójöfnuð en að nýta krafta þess til að bæta þjónustu. Á meðan fé fylgir ekki barni eru það aðeins tekjuhærri fjölskyldur sem eiga raunverulegt val og geta betur brúað bilið þegar hið opinbera bregst skyldu sinni. Á sama tíma lifa biðlistarnir áfram góðu lífi, sem og kerfisdrifinn ójöfnuður meðal tekjuhópa og kynja - allt í boði „jafnaðar“manna. Megi þeir skammast sín. Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun