Bjarni staðfestir að hann sækist eftir endurkjöri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2022 13:51 Bjarni Benediktsson tók við embætti formanns Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi hans í nóvember. Þetta kemur fram í frétt RÚV þar sem haft er eftir Bjarna að hann vilji nýta tímann vel á meðan hann er í stjórnmálum. „Ég lít þannig á að við séum bara að hefja kjörtímabilið og mér finnst ekkert annað eðlilegt en að ég haldi mínu striki og þess vegna í nóvember mun ég gefa kost á mér til að starfa áfram í þessari ríkisstjórn og leiða Sjálfstæðisflokkinn.“ Bjarni sagði í samtali við Vísi í júní að honum þætti eðlilegt að hann vilji halda áfram að leiða flokkinn. „Ég hef svo sem lítið annað að segja en að kjörtímabilið er nýbyrjað,“ sagði Bjarni þá. Hann hefur nú endanlega staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri. Fundurinn er haldinn að jafnaði annað hvert ár en hefur ekki verið haldinn síðan árið 2018 vegna heimsfaraldurs. Fyrst átti hann að fara fram dagana 13.-15. nóvember árið 2020 en einungis 200 manns máttu koma saman þá vegna fjöldatakmarkana. Þá var aftur reynt að halda landsfund í ágúst árið 2021 en þá var veiran aftur komin á fulla ferð og því ekki unnt að halda fund. Bjarni var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Tók hann þá við formannskeflinu af Geir H. Haarde. Enginn annar hefur boðað mótframboð gegn Bjarna. Landsfund flokksins verður haldinn í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þykir „eðlilegt“ að hann bjóði sig aftur fram Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu það vera eðlilegt að hann bjóði sig aftur fram sem formaður flokksins á landsfundi sem fram fer í nóvember á þessu ári. 20. júní 2022 12:01 Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt RÚV þar sem haft er eftir Bjarna að hann vilji nýta tímann vel á meðan hann er í stjórnmálum. „Ég lít þannig á að við séum bara að hefja kjörtímabilið og mér finnst ekkert annað eðlilegt en að ég haldi mínu striki og þess vegna í nóvember mun ég gefa kost á mér til að starfa áfram í þessari ríkisstjórn og leiða Sjálfstæðisflokkinn.“ Bjarni sagði í samtali við Vísi í júní að honum þætti eðlilegt að hann vilji halda áfram að leiða flokkinn. „Ég hef svo sem lítið annað að segja en að kjörtímabilið er nýbyrjað,“ sagði Bjarni þá. Hann hefur nú endanlega staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri. Fundurinn er haldinn að jafnaði annað hvert ár en hefur ekki verið haldinn síðan árið 2018 vegna heimsfaraldurs. Fyrst átti hann að fara fram dagana 13.-15. nóvember árið 2020 en einungis 200 manns máttu koma saman þá vegna fjöldatakmarkana. Þá var aftur reynt að halda landsfund í ágúst árið 2021 en þá var veiran aftur komin á fulla ferð og því ekki unnt að halda fund. Bjarni var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Tók hann þá við formannskeflinu af Geir H. Haarde. Enginn annar hefur boðað mótframboð gegn Bjarna. Landsfund flokksins verður haldinn í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þykir „eðlilegt“ að hann bjóði sig aftur fram Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu það vera eðlilegt að hann bjóði sig aftur fram sem formaður flokksins á landsfundi sem fram fer í nóvember á þessu ári. 20. júní 2022 12:01 Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þykir „eðlilegt“ að hann bjóði sig aftur fram Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu það vera eðlilegt að hann bjóði sig aftur fram sem formaður flokksins á landsfundi sem fram fer í nóvember á þessu ári. 20. júní 2022 12:01
Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10