Vilja biðlistabætur í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. ágúst 2022 13:30 Sjálfstæðismenn lögðu tillöguna fram á síðasta borgarráðsfundi. Hildur Björnsdóttir er leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. vísir/vilhelm Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. „Við lögðum það til á síðasta fundi borgarráðs að þeim börnum 12 mánaða og eldri sem ekki fengu leikskólaplássið sem þeim var lofað fengju svokallaðar biðlistabætur, 200 þúsund krónur á hvert barn. Og það væri þá ákveðin viðurkenning á því að borgin er ekki að veita börnum þá þjónustu sem þau eiga rétt á og hefur verið lofað,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. „Þetta er auðvitað ekki lausn á vandanum en þetta yrði allavega ákveðin málamiðlun til foreldra á meðan við erum að leysa þennan vanda.“ Spurð hvort þetta sé raunhæf leið eða hvort kostnaðurinn við hana yrði ekki of mikill segir Hildur: „Meirihlutinn var búinn að lofa því og gerir ráð fyrir að öll börn á þessum aldri verði búin að fá leikskólapláss fyrir lok þessa árs. Ég sé ekki að það gangi eftir og þá hlýtur að vera svigrúm fyrir þetta í fjármálaáætlunum borgarinnar því það er dýr þjónusta að veita barni leikskólaþjónustu. Og þessar bætur yrðu meira að segja ódýrari heldur en sú þjónusta.“ Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólamál, segir að sér lítist ekki endilega illa á þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna. „Við erum bara opin fyrir öllum hugmyndum til að reyna að bæta stöðuna. Okkar forgangsverkefni er hins vegar að fjölga plássunum. Það er það sem á endanum skiptir langmestu máli fyrir foreldra og sú vinna er í fullum gangi,“ segir Skúli. Skúli Helgason segir óviðráðanlegar aðstæður hafa valdið töfum á Ævintýraborgunum.Vísir/Einar Margir leikskólar að opna í ár Hann bendir á að í næstu viku opni nýr leikskóli við Kleppsveg fyrir 120 börn, undir lok septembermánaðar opni síðan fjórði nýi leikskólinn á árinu, stækkun á Múlaborg í Ármúlanum með 60 ný pláss. „Síðan eru önnur verkefni sem munu bætast þar við síðar á árinu. Þannig að við erum í þessum fasa að fjölga plássunum um tvö þúsund í heildina,“ segir Skúli. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að opnun þriggja leikskóla undir heitinu Ævintýraborgir hefði seinkað enn meira og myndu ekki opna fyrir byrjun næsta skólaárs. Ævintýraborg við Vörðuskóla opnar í desember miðað við áætlanir en Ævintýraborgir í Vogabyggð og við Nauthólsveg opna ekki fyrr en í október. Skúli segir að foreldrum hundrað barna hafi þegar verið lofað pláss við Nauthólsveg. 25 þeirra hafi verið komið inn í Ævintýraborg á Eggertsgötu, sem er eina Ævintýraborgin sem búið er að opna, en eftir standi 75 börn sem verið er að leita leiða fyrir. „Þetta er vinna sem við erum í þessa dagana, að skoða möguleika á því að flýta ferlinu. Ég á von á því að það skýrist síðar í vikunni,“ segir Skúli. Ástæða seinkunarinnar sé sú að leikskólarnir séu svokölluð einingahús sem eru flutt inn að utan. Aðstæður á heimsmarkaði og skortur á stáli hafi valdið því að afhendingarferlinu hafi seinkað. Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Leikskólar Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Við lögðum það til á síðasta fundi borgarráðs að þeim börnum 12 mánaða og eldri sem ekki fengu leikskólaplássið sem þeim var lofað fengju svokallaðar biðlistabætur, 200 þúsund krónur á hvert barn. Og það væri þá ákveðin viðurkenning á því að borgin er ekki að veita börnum þá þjónustu sem þau eiga rétt á og hefur verið lofað,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. „Þetta er auðvitað ekki lausn á vandanum en þetta yrði allavega ákveðin málamiðlun til foreldra á meðan við erum að leysa þennan vanda.“ Spurð hvort þetta sé raunhæf leið eða hvort kostnaðurinn við hana yrði ekki of mikill segir Hildur: „Meirihlutinn var búinn að lofa því og gerir ráð fyrir að öll börn á þessum aldri verði búin að fá leikskólapláss fyrir lok þessa árs. Ég sé ekki að það gangi eftir og þá hlýtur að vera svigrúm fyrir þetta í fjármálaáætlunum borgarinnar því það er dýr þjónusta að veita barni leikskólaþjónustu. Og þessar bætur yrðu meira að segja ódýrari heldur en sú þjónusta.“ Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólamál, segir að sér lítist ekki endilega illa á þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna. „Við erum bara opin fyrir öllum hugmyndum til að reyna að bæta stöðuna. Okkar forgangsverkefni er hins vegar að fjölga plássunum. Það er það sem á endanum skiptir langmestu máli fyrir foreldra og sú vinna er í fullum gangi,“ segir Skúli. Skúli Helgason segir óviðráðanlegar aðstæður hafa valdið töfum á Ævintýraborgunum.Vísir/Einar Margir leikskólar að opna í ár Hann bendir á að í næstu viku opni nýr leikskóli við Kleppsveg fyrir 120 börn, undir lok septembermánaðar opni síðan fjórði nýi leikskólinn á árinu, stækkun á Múlaborg í Ármúlanum með 60 ný pláss. „Síðan eru önnur verkefni sem munu bætast þar við síðar á árinu. Þannig að við erum í þessum fasa að fjölga plássunum um tvö þúsund í heildina,“ segir Skúli. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að opnun þriggja leikskóla undir heitinu Ævintýraborgir hefði seinkað enn meira og myndu ekki opna fyrir byrjun næsta skólaárs. Ævintýraborg við Vörðuskóla opnar í desember miðað við áætlanir en Ævintýraborgir í Vogabyggð og við Nauthólsveg opna ekki fyrr en í október. Skúli segir að foreldrum hundrað barna hafi þegar verið lofað pláss við Nauthólsveg. 25 þeirra hafi verið komið inn í Ævintýraborg á Eggertsgötu, sem er eina Ævintýraborgin sem búið er að opna, en eftir standi 75 börn sem verið er að leita leiða fyrir. „Þetta er vinna sem við erum í þessa dagana, að skoða möguleika á því að flýta ferlinu. Ég á von á því að það skýrist síðar í vikunni,“ segir Skúli. Ástæða seinkunarinnar sé sú að leikskólarnir séu svokölluð einingahús sem eru flutt inn að utan. Aðstæður á heimsmarkaði og skortur á stáli hafi valdið því að afhendingarferlinu hafi seinkað.
Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Leikskólar Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira