Vilja biðlistabætur í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. ágúst 2022 13:30 Sjálfstæðismenn lögðu tillöguna fram á síðasta borgarráðsfundi. Hildur Björnsdóttir er leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. vísir/vilhelm Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. „Við lögðum það til á síðasta fundi borgarráðs að þeim börnum 12 mánaða og eldri sem ekki fengu leikskólaplássið sem þeim var lofað fengju svokallaðar biðlistabætur, 200 þúsund krónur á hvert barn. Og það væri þá ákveðin viðurkenning á því að borgin er ekki að veita börnum þá þjónustu sem þau eiga rétt á og hefur verið lofað,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. „Þetta er auðvitað ekki lausn á vandanum en þetta yrði allavega ákveðin málamiðlun til foreldra á meðan við erum að leysa þennan vanda.“ Spurð hvort þetta sé raunhæf leið eða hvort kostnaðurinn við hana yrði ekki of mikill segir Hildur: „Meirihlutinn var búinn að lofa því og gerir ráð fyrir að öll börn á þessum aldri verði búin að fá leikskólapláss fyrir lok þessa árs. Ég sé ekki að það gangi eftir og þá hlýtur að vera svigrúm fyrir þetta í fjármálaáætlunum borgarinnar því það er dýr þjónusta að veita barni leikskólaþjónustu. Og þessar bætur yrðu meira að segja ódýrari heldur en sú þjónusta.“ Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólamál, segir að sér lítist ekki endilega illa á þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna. „Við erum bara opin fyrir öllum hugmyndum til að reyna að bæta stöðuna. Okkar forgangsverkefni er hins vegar að fjölga plássunum. Það er það sem á endanum skiptir langmestu máli fyrir foreldra og sú vinna er í fullum gangi,“ segir Skúli. Skúli Helgason segir óviðráðanlegar aðstæður hafa valdið töfum á Ævintýraborgunum.Vísir/Einar Margir leikskólar að opna í ár Hann bendir á að í næstu viku opni nýr leikskóli við Kleppsveg fyrir 120 börn, undir lok septembermánaðar opni síðan fjórði nýi leikskólinn á árinu, stækkun á Múlaborg í Ármúlanum með 60 ný pláss. „Síðan eru önnur verkefni sem munu bætast þar við síðar á árinu. Þannig að við erum í þessum fasa að fjölga plássunum um tvö þúsund í heildina,“ segir Skúli. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að opnun þriggja leikskóla undir heitinu Ævintýraborgir hefði seinkað enn meira og myndu ekki opna fyrir byrjun næsta skólaárs. Ævintýraborg við Vörðuskóla opnar í desember miðað við áætlanir en Ævintýraborgir í Vogabyggð og við Nauthólsveg opna ekki fyrr en í október. Skúli segir að foreldrum hundrað barna hafi þegar verið lofað pláss við Nauthólsveg. 25 þeirra hafi verið komið inn í Ævintýraborg á Eggertsgötu, sem er eina Ævintýraborgin sem búið er að opna, en eftir standi 75 börn sem verið er að leita leiða fyrir. „Þetta er vinna sem við erum í þessa dagana, að skoða möguleika á því að flýta ferlinu. Ég á von á því að það skýrist síðar í vikunni,“ segir Skúli. Ástæða seinkunarinnar sé sú að leikskólarnir séu svokölluð einingahús sem eru flutt inn að utan. Aðstæður á heimsmarkaði og skortur á stáli hafi valdið því að afhendingarferlinu hafi seinkað. Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Leikskólar Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
„Við lögðum það til á síðasta fundi borgarráðs að þeim börnum 12 mánaða og eldri sem ekki fengu leikskólaplássið sem þeim var lofað fengju svokallaðar biðlistabætur, 200 þúsund krónur á hvert barn. Og það væri þá ákveðin viðurkenning á því að borgin er ekki að veita börnum þá þjónustu sem þau eiga rétt á og hefur verið lofað,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. „Þetta er auðvitað ekki lausn á vandanum en þetta yrði allavega ákveðin málamiðlun til foreldra á meðan við erum að leysa þennan vanda.“ Spurð hvort þetta sé raunhæf leið eða hvort kostnaðurinn við hana yrði ekki of mikill segir Hildur: „Meirihlutinn var búinn að lofa því og gerir ráð fyrir að öll börn á þessum aldri verði búin að fá leikskólapláss fyrir lok þessa árs. Ég sé ekki að það gangi eftir og þá hlýtur að vera svigrúm fyrir þetta í fjármálaáætlunum borgarinnar því það er dýr þjónusta að veita barni leikskólaþjónustu. Og þessar bætur yrðu meira að segja ódýrari heldur en sú þjónusta.“ Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólamál, segir að sér lítist ekki endilega illa á þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna. „Við erum bara opin fyrir öllum hugmyndum til að reyna að bæta stöðuna. Okkar forgangsverkefni er hins vegar að fjölga plássunum. Það er það sem á endanum skiptir langmestu máli fyrir foreldra og sú vinna er í fullum gangi,“ segir Skúli. Skúli Helgason segir óviðráðanlegar aðstæður hafa valdið töfum á Ævintýraborgunum.Vísir/Einar Margir leikskólar að opna í ár Hann bendir á að í næstu viku opni nýr leikskóli við Kleppsveg fyrir 120 börn, undir lok septembermánaðar opni síðan fjórði nýi leikskólinn á árinu, stækkun á Múlaborg í Ármúlanum með 60 ný pláss. „Síðan eru önnur verkefni sem munu bætast þar við síðar á árinu. Þannig að við erum í þessum fasa að fjölga plássunum um tvö þúsund í heildina,“ segir Skúli. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að opnun þriggja leikskóla undir heitinu Ævintýraborgir hefði seinkað enn meira og myndu ekki opna fyrir byrjun næsta skólaárs. Ævintýraborg við Vörðuskóla opnar í desember miðað við áætlanir en Ævintýraborgir í Vogabyggð og við Nauthólsveg opna ekki fyrr en í október. Skúli segir að foreldrum hundrað barna hafi þegar verið lofað pláss við Nauthólsveg. 25 þeirra hafi verið komið inn í Ævintýraborg á Eggertsgötu, sem er eina Ævintýraborgin sem búið er að opna, en eftir standi 75 börn sem verið er að leita leiða fyrir. „Þetta er vinna sem við erum í þessa dagana, að skoða möguleika á því að flýta ferlinu. Ég á von á því að það skýrist síðar í vikunni,“ segir Skúli. Ástæða seinkunarinnar sé sú að leikskólarnir séu svokölluð einingahús sem eru flutt inn að utan. Aðstæður á heimsmarkaði og skortur á stáli hafi valdið því að afhendingarferlinu hafi seinkað.
Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Leikskólar Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira