Hrifinn af tillögum Sjálfstæðismanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 11:34 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Á bak við hann stendur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna. Vísir/vilhelm Oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík líst vel á bráðatillögur Sjálfstæðismanna í leikskólamálum. Ekkert sé því til dæmis til fyrirstöðu að koma á fót bakvarðarsveit til að tryggja mönnun leikskólanna. Meirihlutinn kynnir eigin tillögur á morgun - sem að sumu leyti muni svipa til tillagna Sjálfstæðismanna. Tillögurnar fimm sem Sjálfstæðismenn leggja fram í skóla- og frístundaráði eru til dæmis að komið verði á fót bakvarðasveit til að tryggja mönnun leikskólanna, þeir starfsmenn sem starfi á frístundaheimilum eftir hádegi verði boðin vinna á leikskólunum fyrir hádegi og að veita undanþágu fyrir rekstrarleyfi nýrra leikskóla þar sem húsnæðið er fullbúið þó lóðin sé ekki fullfrágengin. Þessar tillögur leggjast vel í Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknar í borginni. „Það er bara mjög gott að Sjálfstæðismenn leggi fram tillögur til þess að flýta fyrir því að hægt sé að opna leikskólapláss og tryggja mönnun. Og við tökum þessum hugmyndum fagnandi og skoðum þær í samhengi við þær tillögur sem við höfum verið að vinna hörðum höndum að undanfarna daga,“ segir Einar. Og væri þá nokkuð því til fyrirstöðu að koma til dæmis á bakvarðarsveit, eins og Sjálfstæðismenn leggja til? „Nei, ég er bara hlynntur þeirri hugmynd að efla þá vinnu sem snýr að mönnun leikskólanna. Ég veit að það er unnið mjög hörðum höndum að því hjá skóla- og frístundasviði að tryggja mönnun og einhverjar útfærðar hugmyndir um það hvernig er hægt að efla það átak.“ Leikskólamálin verða í brennidepli í ráðhúsinu á morgun; foreldrar barna á leikskólaaldri boða þar áframhaldandi mótmæli, hyggjast mæta með börnin og koma upp svokölluðum „hústökuleikskóla“. Um hádegisbil reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum borgarráðsfundi. Einar segir tillögurnar sumar munu svipa til tillagna Sjálfstæðismanna en annað verði öðruvísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meirihlutinn til að mynda með svipaðar hugmyndir um undanþágu fyrir nýja leikskóla þó að lóðir séu ekki fullfrágengnar. Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tillögurnar fimm sem Sjálfstæðismenn leggja fram í skóla- og frístundaráði eru til dæmis að komið verði á fót bakvarðasveit til að tryggja mönnun leikskólanna, þeir starfsmenn sem starfi á frístundaheimilum eftir hádegi verði boðin vinna á leikskólunum fyrir hádegi og að veita undanþágu fyrir rekstrarleyfi nýrra leikskóla þar sem húsnæðið er fullbúið þó lóðin sé ekki fullfrágengin. Þessar tillögur leggjast vel í Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknar í borginni. „Það er bara mjög gott að Sjálfstæðismenn leggi fram tillögur til þess að flýta fyrir því að hægt sé að opna leikskólapláss og tryggja mönnun. Og við tökum þessum hugmyndum fagnandi og skoðum þær í samhengi við þær tillögur sem við höfum verið að vinna hörðum höndum að undanfarna daga,“ segir Einar. Og væri þá nokkuð því til fyrirstöðu að koma til dæmis á bakvarðarsveit, eins og Sjálfstæðismenn leggja til? „Nei, ég er bara hlynntur þeirri hugmynd að efla þá vinnu sem snýr að mönnun leikskólanna. Ég veit að það er unnið mjög hörðum höndum að því hjá skóla- og frístundasviði að tryggja mönnun og einhverjar útfærðar hugmyndir um það hvernig er hægt að efla það átak.“ Leikskólamálin verða í brennidepli í ráðhúsinu á morgun; foreldrar barna á leikskólaaldri boða þar áframhaldandi mótmæli, hyggjast mæta með börnin og koma upp svokölluðum „hústökuleikskóla“. Um hádegisbil reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum borgarráðsfundi. Einar segir tillögurnar sumar munu svipa til tillagna Sjálfstæðismanna en annað verði öðruvísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meirihlutinn til að mynda með svipaðar hugmyndir um undanþágu fyrir nýja leikskóla þó að lóðir séu ekki fullfrágengnar.
Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira