Stórtíðindi í heilsugæslu á Suðurnesjum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 18. júlí 2022 07:30 Þau gleðilegu tíðindi bárust okkur í byrjun þessa mánaðar að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ en um verður að ræða heilsugæslustöð í rúmlega eitt þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Þetta verður fyrsta sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðin utan höfuðborgarsvæðisins. Sem fyrsti þingmaður kjördæmisins fagna ég þessu ákaflega enda fullnægir þessi framkvæmd markmiðum þingsályktunartillögu sem ég lagði fram í lok apríl þar sem Alþingi ályktaði að fela heilbrigðisráðherra að fá Sjúkratryggingar Íslands til að bjóða út rekstur heilsugæslu á Suðurnesjum. Það er löngu vitað að heilsugæslan eins og hún er er löngu sprungin og annar engan veginn þeim íbúafjölda sem er á Reykjanesi. Um of langt skeið hafa íbúar á Suðurnesjum barist fyrir bættri heilsugæslu á svæðinu og löngu vitað að við núverandi ástand yrði ekki unað. Nú eru tæplega 30.000 íbúar á þjónustusvæði HSS og til viðbótar allir þeir ferðamenn sem um svæðið fara. Almennt er miðað við að hver heilsugæslustöð annist um 12.000 íbúa eða svo, þannig ættu í raun að vera þrjár heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum. Ekki er unnt að auka við stöðugildi við heilsugæsluna þar sem ekki er pláss fyrir fleira starfsfólk né aukna þjónustu, öll rými eru í notkun á hverjum degi og hluti starfseminnar fer fram í öðru húsnæði. Þess utan er takmarkaður fjöldi bílastæða í kringum stofnunina og skapast oft mikið öngþveiti og vandræði því tengdu. Reynslan af einkareknum heilsugæslustöðvum hefur verið góð og njóta þær almennt meira trausts en aðrar heilsugæslustöðvar, sbr. þjónustukönnun Maskínu fyrir allar 19 heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2019. Þar kom fram að allar fjórar einkareknu heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu voru ofarlega á lista yfir þær heilsugæslustöðvar sem nutu mests trausts, en þær voru allar meðal þeirra sjö heilsugæslustöðva sem efstar voru í könnuninni. Í sömu könnun var spurt um ánægju viðskiptavina með þá þjónustu sem heilsugæslustöðvarnar buðu upp á og var niðurstaðan aftur afgerandi, en einkareknu heilsugæslustöðvarnar fjórar röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Kostir einkarekinna heilsugæslustöðva eru sem sagt ótvíræðir og því full ástæða til þess að bjóða ekki einungis upp á þann kost á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig tryggja landsbyggðinni möguleika á að nýta sér þjónustu þeirra. Það er því okkur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins mikið ánægjuefni að nú hefur ráðuneytið boðið út rekstur heilsugæslu í Reykjanesbæ. Við bindum vonir við að hún muni stórbæta ástandið og það er von mín að nú verði unnið hratt og ötullega að því að koma upp einkarekinni heilsugæslu sem verður kærkomin viðbót og liðsauki við öfluga heilsugæslu HSS. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Heilsugæsla Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Þau gleðilegu tíðindi bárust okkur í byrjun þessa mánaðar að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ en um verður að ræða heilsugæslustöð í rúmlega eitt þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Þetta verður fyrsta sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðin utan höfuðborgarsvæðisins. Sem fyrsti þingmaður kjördæmisins fagna ég þessu ákaflega enda fullnægir þessi framkvæmd markmiðum þingsályktunartillögu sem ég lagði fram í lok apríl þar sem Alþingi ályktaði að fela heilbrigðisráðherra að fá Sjúkratryggingar Íslands til að bjóða út rekstur heilsugæslu á Suðurnesjum. Það er löngu vitað að heilsugæslan eins og hún er er löngu sprungin og annar engan veginn þeim íbúafjölda sem er á Reykjanesi. Um of langt skeið hafa íbúar á Suðurnesjum barist fyrir bættri heilsugæslu á svæðinu og löngu vitað að við núverandi ástand yrði ekki unað. Nú eru tæplega 30.000 íbúar á þjónustusvæði HSS og til viðbótar allir þeir ferðamenn sem um svæðið fara. Almennt er miðað við að hver heilsugæslustöð annist um 12.000 íbúa eða svo, þannig ættu í raun að vera þrjár heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum. Ekki er unnt að auka við stöðugildi við heilsugæsluna þar sem ekki er pláss fyrir fleira starfsfólk né aukna þjónustu, öll rými eru í notkun á hverjum degi og hluti starfseminnar fer fram í öðru húsnæði. Þess utan er takmarkaður fjöldi bílastæða í kringum stofnunina og skapast oft mikið öngþveiti og vandræði því tengdu. Reynslan af einkareknum heilsugæslustöðvum hefur verið góð og njóta þær almennt meira trausts en aðrar heilsugæslustöðvar, sbr. þjónustukönnun Maskínu fyrir allar 19 heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2019. Þar kom fram að allar fjórar einkareknu heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu voru ofarlega á lista yfir þær heilsugæslustöðvar sem nutu mests trausts, en þær voru allar meðal þeirra sjö heilsugæslustöðva sem efstar voru í könnuninni. Í sömu könnun var spurt um ánægju viðskiptavina með þá þjónustu sem heilsugæslustöðvarnar buðu upp á og var niðurstaðan aftur afgerandi, en einkareknu heilsugæslustöðvarnar fjórar röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Kostir einkarekinna heilsugæslustöðva eru sem sagt ótvíræðir og því full ástæða til þess að bjóða ekki einungis upp á þann kost á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig tryggja landsbyggðinni möguleika á að nýta sér þjónustu þeirra. Það er því okkur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins mikið ánægjuefni að nú hefur ráðuneytið boðið út rekstur heilsugæslu í Reykjanesbæ. Við bindum vonir við að hún muni stórbæta ástandið og það er von mín að nú verði unnið hratt og ötullega að því að koma upp einkarekinni heilsugæslu sem verður kærkomin viðbót og liðsauki við öfluga heilsugæslu HSS. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun