Stórtíðindi í heilsugæslu á Suðurnesjum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 18. júlí 2022 07:30 Þau gleðilegu tíðindi bárust okkur í byrjun þessa mánaðar að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ en um verður að ræða heilsugæslustöð í rúmlega eitt þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Þetta verður fyrsta sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðin utan höfuðborgarsvæðisins. Sem fyrsti þingmaður kjördæmisins fagna ég þessu ákaflega enda fullnægir þessi framkvæmd markmiðum þingsályktunartillögu sem ég lagði fram í lok apríl þar sem Alþingi ályktaði að fela heilbrigðisráðherra að fá Sjúkratryggingar Íslands til að bjóða út rekstur heilsugæslu á Suðurnesjum. Það er löngu vitað að heilsugæslan eins og hún er er löngu sprungin og annar engan veginn þeim íbúafjölda sem er á Reykjanesi. Um of langt skeið hafa íbúar á Suðurnesjum barist fyrir bættri heilsugæslu á svæðinu og löngu vitað að við núverandi ástand yrði ekki unað. Nú eru tæplega 30.000 íbúar á þjónustusvæði HSS og til viðbótar allir þeir ferðamenn sem um svæðið fara. Almennt er miðað við að hver heilsugæslustöð annist um 12.000 íbúa eða svo, þannig ættu í raun að vera þrjár heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum. Ekki er unnt að auka við stöðugildi við heilsugæsluna þar sem ekki er pláss fyrir fleira starfsfólk né aukna þjónustu, öll rými eru í notkun á hverjum degi og hluti starfseminnar fer fram í öðru húsnæði. Þess utan er takmarkaður fjöldi bílastæða í kringum stofnunina og skapast oft mikið öngþveiti og vandræði því tengdu. Reynslan af einkareknum heilsugæslustöðvum hefur verið góð og njóta þær almennt meira trausts en aðrar heilsugæslustöðvar, sbr. þjónustukönnun Maskínu fyrir allar 19 heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2019. Þar kom fram að allar fjórar einkareknu heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu voru ofarlega á lista yfir þær heilsugæslustöðvar sem nutu mests trausts, en þær voru allar meðal þeirra sjö heilsugæslustöðva sem efstar voru í könnuninni. Í sömu könnun var spurt um ánægju viðskiptavina með þá þjónustu sem heilsugæslustöðvarnar buðu upp á og var niðurstaðan aftur afgerandi, en einkareknu heilsugæslustöðvarnar fjórar röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Kostir einkarekinna heilsugæslustöðva eru sem sagt ótvíræðir og því full ástæða til þess að bjóða ekki einungis upp á þann kost á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig tryggja landsbyggðinni möguleika á að nýta sér þjónustu þeirra. Það er því okkur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins mikið ánægjuefni að nú hefur ráðuneytið boðið út rekstur heilsugæslu í Reykjanesbæ. Við bindum vonir við að hún muni stórbæta ástandið og það er von mín að nú verði unnið hratt og ötullega að því að koma upp einkarekinni heilsugæslu sem verður kærkomin viðbót og liðsauki við öfluga heilsugæslu HSS. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Heilsugæsla Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Þau gleðilegu tíðindi bárust okkur í byrjun þessa mánaðar að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ en um verður að ræða heilsugæslustöð í rúmlega eitt þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Þetta verður fyrsta sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðin utan höfuðborgarsvæðisins. Sem fyrsti þingmaður kjördæmisins fagna ég þessu ákaflega enda fullnægir þessi framkvæmd markmiðum þingsályktunartillögu sem ég lagði fram í lok apríl þar sem Alþingi ályktaði að fela heilbrigðisráðherra að fá Sjúkratryggingar Íslands til að bjóða út rekstur heilsugæslu á Suðurnesjum. Það er löngu vitað að heilsugæslan eins og hún er er löngu sprungin og annar engan veginn þeim íbúafjölda sem er á Reykjanesi. Um of langt skeið hafa íbúar á Suðurnesjum barist fyrir bættri heilsugæslu á svæðinu og löngu vitað að við núverandi ástand yrði ekki unað. Nú eru tæplega 30.000 íbúar á þjónustusvæði HSS og til viðbótar allir þeir ferðamenn sem um svæðið fara. Almennt er miðað við að hver heilsugæslustöð annist um 12.000 íbúa eða svo, þannig ættu í raun að vera þrjár heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum. Ekki er unnt að auka við stöðugildi við heilsugæsluna þar sem ekki er pláss fyrir fleira starfsfólk né aukna þjónustu, öll rými eru í notkun á hverjum degi og hluti starfseminnar fer fram í öðru húsnæði. Þess utan er takmarkaður fjöldi bílastæða í kringum stofnunina og skapast oft mikið öngþveiti og vandræði því tengdu. Reynslan af einkareknum heilsugæslustöðvum hefur verið góð og njóta þær almennt meira trausts en aðrar heilsugæslustöðvar, sbr. þjónustukönnun Maskínu fyrir allar 19 heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2019. Þar kom fram að allar fjórar einkareknu heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu voru ofarlega á lista yfir þær heilsugæslustöðvar sem nutu mests trausts, en þær voru allar meðal þeirra sjö heilsugæslustöðva sem efstar voru í könnuninni. Í sömu könnun var spurt um ánægju viðskiptavina með þá þjónustu sem heilsugæslustöðvarnar buðu upp á og var niðurstaðan aftur afgerandi, en einkareknu heilsugæslustöðvarnar fjórar röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Kostir einkarekinna heilsugæslustöðva eru sem sagt ótvíræðir og því full ástæða til þess að bjóða ekki einungis upp á þann kost á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig tryggja landsbyggðinni möguleika á að nýta sér þjónustu þeirra. Það er því okkur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins mikið ánægjuefni að nú hefur ráðuneytið boðið út rekstur heilsugæslu í Reykjanesbæ. Við bindum vonir við að hún muni stórbæta ástandið og það er von mín að nú verði unnið hratt og ötullega að því að koma upp einkarekinni heilsugæslu sem verður kærkomin viðbót og liðsauki við öfluga heilsugæslu HSS. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar