„Æ, þetta er bara svo kjánalegt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 15:12 Lögreglan stöðvaði málningamótmæli SUS til stuðnings Úkraínu og á myndbandi heyrist í lögregluþjóni kalla mótmælin sorgleg. Twitter/Garðar Árni Garðarsson Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang mótmæla Sambands ungra Sjálfstæðismanna fyrir utan rússneska sendiráðið í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang en á myndbandi heyrist í lögreglumanni kalla mótmælin asnaleg og kjánaleg. Í dag er þjóðhátíðardagur Úkraínu en þrjátíu og eitt ár eru síðan Úkraína lýstu yfir sjálfstæði frá Sovíetríkjunum þennan dag árið 1991. Úkraínu til stuðnings héldu nokkrir ungir og vaskir sjálfstæðismenn með bláar og gular málningarfötur að rússneska sendiráðinu þar sem þeir höfðu í hyggju að mála úkraínska fánann á stétt þar fyrir utan. Mótmælin lifðu skammt enda var sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt öðrum óbreyttum lögregluþjónum, mætt til að stöðva mótmælin. Sorglegt? Á myndbandi heyrist í einum lögregluþjóni segja mótmælin sorgleg. „Er þetta sorglegt?,“ spyr Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður SUS og aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. „Æ þetta er bara svo kjánalegt,“ svarar lögregluþjónninn um hæl. „Það er stríð í Evrópu, þjóðhátíðardagur Úkraínu á morgun,“ segir Steinar en lögreglumaður grípur fram í og virðist biðja hann um að láta ekki eins og hann sé ekki á móti stríðinu. Umrætt myndband birti Garðar Árni Garðarson, ritari SUS á Twitter, en myndbandinu hefur nú verið eytt. Sérsveit með skoðanir „Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt?,“ spyr Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata á Twitter. Var virkilega þörf á sérsveitinni til að stöðva friðsamleg mótmæli? Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt? pic.twitter.com/I3Ps09tOt5— Lenya Rún (@Lenyarun) August 24, 2022 Pétur Marteinn Urbancic, forseti Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík tekur í sama streng: Þetta finnst mér alveg helsjúkt. Að senda sérsveitina til að stöðva táknræn og friðsamleg mótmæli ungliðahreyfingar. Hvorki í takt við meðalhóf né það sem maður tengir við heilbrigð lýðræðisríki. @ungirxd fá kudos frá mér.https://t.co/lzCOWhd2qX— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) August 24, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ásgeir Þór Ásgeirsson ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang. „Sérsveit mannar bíl á höfuðborgarsvæðinu og sinna þeim verkefnum sem miðstöðin úthlutar þeim. Ef þeir eru næsti bíll þá eru þeir næsti bíll. Þeir eru kannski ekki kallaðir út vegna hnupls í Kringlunni en þeir voru bara kallaðir út þarna.“ Varðandi ummæli lögregluþjónsins sem kallar mótmælin kjánaleg segir Ásgeir erfitt að svara fyrir það. „Við erum persónur en einnig embættismenn. Við erum með skuldbindingar sem ríkið tekur að sér vegna öryggis erlendra sendiráða. Við lögreglumenn getum auðvitað ekki valið lög og reglur til að framfylgja hverju sinni, sama hvað okkur finnst um það sem persónur og sama hvað okkur finnst um stríðið í Úkraínu.“ Er þá ekki einmitt einkennilegt að kalla mótmælin sorgleg og kjánaleg? „Ég veit auðvitað ekki hvað þessi tiltekni lögreglumaður sagði og við hvaða aðstæður. Kannski hefur hann bara átt við um stríðið en ég get ekki svarað fyrir þessi ummæli.“ Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Lögreglumál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Í dag er þjóðhátíðardagur Úkraínu en þrjátíu og eitt ár eru síðan Úkraína lýstu yfir sjálfstæði frá Sovíetríkjunum þennan dag árið 1991. Úkraínu til stuðnings héldu nokkrir ungir og vaskir sjálfstæðismenn með bláar og gular málningarfötur að rússneska sendiráðinu þar sem þeir höfðu í hyggju að mála úkraínska fánann á stétt þar fyrir utan. Mótmælin lifðu skammt enda var sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt öðrum óbreyttum lögregluþjónum, mætt til að stöðva mótmælin. Sorglegt? Á myndbandi heyrist í einum lögregluþjóni segja mótmælin sorgleg. „Er þetta sorglegt?,“ spyr Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður SUS og aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. „Æ þetta er bara svo kjánalegt,“ svarar lögregluþjónninn um hæl. „Það er stríð í Evrópu, þjóðhátíðardagur Úkraínu á morgun,“ segir Steinar en lögreglumaður grípur fram í og virðist biðja hann um að láta ekki eins og hann sé ekki á móti stríðinu. Umrætt myndband birti Garðar Árni Garðarson, ritari SUS á Twitter, en myndbandinu hefur nú verið eytt. Sérsveit með skoðanir „Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt?,“ spyr Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata á Twitter. Var virkilega þörf á sérsveitinni til að stöðva friðsamleg mótmæli? Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt? pic.twitter.com/I3Ps09tOt5— Lenya Rún (@Lenyarun) August 24, 2022 Pétur Marteinn Urbancic, forseti Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík tekur í sama streng: Þetta finnst mér alveg helsjúkt. Að senda sérsveitina til að stöðva táknræn og friðsamleg mótmæli ungliðahreyfingar. Hvorki í takt við meðalhóf né það sem maður tengir við heilbrigð lýðræðisríki. @ungirxd fá kudos frá mér.https://t.co/lzCOWhd2qX— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) August 24, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ásgeir Þór Ásgeirsson ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang. „Sérsveit mannar bíl á höfuðborgarsvæðinu og sinna þeim verkefnum sem miðstöðin úthlutar þeim. Ef þeir eru næsti bíll þá eru þeir næsti bíll. Þeir eru kannski ekki kallaðir út vegna hnupls í Kringlunni en þeir voru bara kallaðir út þarna.“ Varðandi ummæli lögregluþjónsins sem kallar mótmælin kjánaleg segir Ásgeir erfitt að svara fyrir það. „Við erum persónur en einnig embættismenn. Við erum með skuldbindingar sem ríkið tekur að sér vegna öryggis erlendra sendiráða. Við lögreglumenn getum auðvitað ekki valið lög og reglur til að framfylgja hverju sinni, sama hvað okkur finnst um það sem persónur og sama hvað okkur finnst um stríðið í Úkraínu.“ Er þá ekki einmitt einkennilegt að kalla mótmælin sorgleg og kjánaleg? „Ég veit auðvitað ekki hvað þessi tiltekni lögreglumaður sagði og við hvaða aðstæður. Kannski hefur hann bara átt við um stríðið en ég get ekki svarað fyrir þessi ummæli.“
Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Lögreglumál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira