Jafnréttismál

Fréttamynd

Rauðar fjaðrir verða leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta

Leiðsöguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og verulega sjónskert fólk og veita þeir notendum mikið frelsi og aukið öryggi auk þess sem þeir eru ekki síður góðir félagar og mörg dæmi um að þeir hafi rofið félagslega einangrun fólks og þannig stuðlað að virkari þátttöku blinds og sjónskerts fólks í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Nánast öll afganska þjóðin býr við sult

UN Women heldur áfram að starfa í Afganistan, þrátt fyrir valdatöku talíbana. Mikilvægur þáttur alls starfs UN Women í Afganistan er að styðja við starf kvenrekinna grasrótarsamtaka, veita kvenmiðaða neyðaraðstoð þar sem það er hægt og tryggja að raddir afganskra kvenna hljóti hljómgrunn.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Myndir: Sýnileikadagur FKA

Sýnileikadagur FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, fór fram í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni síðastliðinn fimmtudag. Gjaldkeri félagsins segir daginn hafa verið vel heppnaðan.

Lífið
Fréttamynd

Ræddu jafn­rétti á Íslandi og forsetinn hringdi í móður Elizu

Eliza Reid hitti forsetahjónin Jill og Joe Biden þar sem jafnréttismál voru í brennidepli en forsetinn bauð henni til að mynda upp á svið til að ræða jafnréttismál á viðburði í Hvíta húsinu. Hún segir hjónin hafa verið mjög vingjarnleg en Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi til að mynda í móður Elizu. 

Innlent
Fréttamynd

For­seta­frúin fundaði með Joe og Jill Biden

Eliza Reid forsetafrú fundaði með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna um jafnréttismál í Hvíta húsinu í Washington í dag. Eiginmaður Jill, sjálfur Bandaríkjaforseti, kom einnig til fundarins og ræddi við Elizu.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­miðlar kynjanna

Stjórnmálaflokkurinn minn, Samfylkingin, er femíniskur flokkur sem lætur til sín taka. Við stofnun flokksins fengum við femíniska arfleifð í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Í þingkosningum í haust voru fjórir af sex oddvitum flokksins konur.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­bær, femínísk endur­reisn

Nú þegar við höldum upp á Alþjóðlegan dag kvenna, 8.mars, blasir við að afturkippur hefur orðið í réttindabaráttu kvenna.Við súpum öll seyðið af því. Þær hamfarir sem riðið hafa yfir undanfarin ár hafa fært okkur heim sanninn um hve þýðingarmikil forysta kvenna er.

Skoðun
Fréttamynd

Nóg að gera hjá for­sætis­ráð­herra í Brussel

Forsætisráðherra varði síðastliðnum sólarhring í Brussel þar sem hún fundaði meðal annars með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins um stríðið í Úkraínu og flutti ávarp í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á kvenmiðaðri neyðaraðstoð í Úkraínu

Því miður sjáum við það alltof oft að þarfir kvenna og stúlkna gleymast í átökum. Ekki nóg með það, heldur eykst kynbundið ofbeldi samhliða því að þjónusta við þolendur skerðist. Það er því gríðarlega mikilvægt að UN Women geti áfram veitt konum og stúlkum þjónustu og kvenmiðaða neyðaraðstoð og tryggja að raddir þeirra heyrist við samningaborðið í öllum friðarviðræðum,“ segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Falla frá málinu og greiða Hafdísi Helgu miskabætur

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að falla frá áframhaldandi málarekstri gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að sáttin hljóði upp á 2,3 milljóna króna miskabótagreiðslu auk málskostnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Ísland skal tryggja grundvallamannréttindi fyrir öll

Það er sárara en orð fá lýst að geta ekki haldið því kinnroðalaust fram að Ísland og íslensk stjórnvöld standi vörð um réttindi kvenna hér landi. Fyrr í þessum mánuði voru birt drög að nýjum útlendingalögum þar sem brotið er á mannréttindum fólks sem leitar skjóls á Íslandi, og nú á allra seinustu dögum fréttist að dómsmálaráðherra hyggist ekki endurnýja samning við Rauða Kross Íslands um hagsmunagæslu til hælisleitenda, án þess að hafa tryggt hana á viðeigandi hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Konur til áhrifa í sjávarútvegi

Í sjávarútvegi, þessari rótgrónu atvinnugrein sem hér hefur verið stunduð um aldir, blasa við mörg tækifæri. Og þótt fiskveiðistjórnunarkerfið hafi valdið áratuga deilum er ekki hægt að líta fram hjá því hversu margt hefur gengið upp. Mörg störf hafa skapast, fjölbreytt störf, við veiðar, vinnslu, markaðssetningu, tækni, alþjóðaviðskipti og stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Það er þó ekki svo langt síðan að nær einungis karlar sinntu þessum störfum. Þetta var karllægur heimur og er það að mörgu leyti enn. En hvað getum við fullyrt um slíkt?

Skoðun
Fréttamynd

Er eitt stig af karlrembu í lagi?

„Já það má segja það, við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, við erum að mæta karlrembu á hæsta stigi.“ Á þessum orðum Kristrúnar Heimisdóttur hefst greinin „Konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu“ sem birtist í 2. tölublaði Skinfaxa árið 1991.

Skoðun
Fréttamynd

Var sagt upp af Isavia vegna aldurs og fær ekki aðra vinnu

Raf­einda­virki sem Isavia sagði upp vegna aldurs fagnar því að kæru­nefnd jafn­réttis­mála hafi stað­fest brot fé­lagsins gegn sér. Hann myndi gjarnan vilja fá að vinna lengur en segir engan til í að ráða 68 ára gamlan mann í vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Isavia ANS braut lög þegar 67 ára manni var sagt upp vegna aldurs

Isavia ANS ehf. braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar félagið sagði upp starfsmanni við 67 ára aldur. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði einvörðungu horft til aldurs þegar ákvörðun var tekin um starfslok hans og sú ákvörðun feli því í sér mismunun á grundvelli aldurs.

Viðskipti innlent