Stungu tekjum kvenna í eigin vasa og töluðu um að hneppa þær í þrældóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2023 12:22 Andrew Tate, fyrir utan dómshúsið í Búkarest. AP/Andreea Alexandru BBC hefur undir höndum afrit af samskiptum bræðranna Andrew og Tristan Tate, þar sem þeir kalla konur hórur, hafa í hótunum við þær og tala um að „hneppa tíkur í þrældóm“. Um er að ræða gögn í máli ákæruvaldsins í Rúmeníu gegn bræðrunum, sem hafa verið ákærðir fyrir mansal og önnur brot. Andrew Tate hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun. Meðal gagna málsins er meðal annars vitnisburður kvenna sem saksóknarar segja hafa búið saman í húsi nærri heimili Tate-bræðra í Búkarest. Konurnar segja bræðurna hafa haldið utan um aðganga á Only Fans og Tik Tok, þar sem þær voru neyddar til að koma fram en ágóðinn er sagður hafa runnið í vasa bræðranna. Georgiana Naghel, sem einnig er ákærð í málinu, er sögð hafa séð um fjármál í tengslum við rekstur síðanna og hafa greitt konunum ákveðna uppæð án þess að upplýsa þær um heildartekjur rekstursins. Konurnar segja bræðurna hafa eignað sér helming teknanna. Naghel er sögð hafa haft í hótunum við konurnar, hótað þeim ofbeldi og jafnvel lífláti. Bæði hún og bræðurnir neita sök. Konurnar eru sagðar hafa verið neyddar til að greiða sektir fyrir ýmis „brot“, til að mynda að gráta í beinni eða þurrka sér um nefnið. Þannig hafi þær jafnvel endað í skuld við bræðurna. „Ég vil ekki að þær séu með aðgangsorðin. Ég vil ekki að þær séu með neitt,“ segir Tristan í einum skilaboðum. „Ég vil ekki segja þeim að þær séu með OnlyFans, ég vil að ég og þú fáum þennan pening...,“ í öðrum. „Aðallega ætla ég að hneppa þessar tíkur í þrældóm. [...] Ég ætla að láta þær vinna fleiri og fleiri tíma. [...] ÞRÆLA vinnu. Lágmark 10 eða 12 tíma á dag.“ Sjálfur segir Andrew í skilaboðum að Tristan og Georgiana sjái um reksturinn en hann sé sá sem stjórnar. Þá er í gögnunum að finna samtal milli hans og konu sem neitar því í fyrstu að verða við kröfum um hópkynlíf. Síðar segir hún: Elskan, ég verð að drekka. Ég get ekki gert þetta án þess að drekka.“ „Ekki vera leiðinleg,“ svarar Andrew. „Ég vil sjá þig undirgefna mér. [...] Haltu kjafti hóran þín og gerðu eins og ég segi.“ Þess ber að geta að svörin hafa mögulega verið þýdd úr ensku yfir á rúmensku og svo aftur yfir á ensku. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Mál Andrew Tate Jafnréttismál Rúmenía Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Um er að ræða gögn í máli ákæruvaldsins í Rúmeníu gegn bræðrunum, sem hafa verið ákærðir fyrir mansal og önnur brot. Andrew Tate hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun. Meðal gagna málsins er meðal annars vitnisburður kvenna sem saksóknarar segja hafa búið saman í húsi nærri heimili Tate-bræðra í Búkarest. Konurnar segja bræðurna hafa haldið utan um aðganga á Only Fans og Tik Tok, þar sem þær voru neyddar til að koma fram en ágóðinn er sagður hafa runnið í vasa bræðranna. Georgiana Naghel, sem einnig er ákærð í málinu, er sögð hafa séð um fjármál í tengslum við rekstur síðanna og hafa greitt konunum ákveðna uppæð án þess að upplýsa þær um heildartekjur rekstursins. Konurnar segja bræðurna hafa eignað sér helming teknanna. Naghel er sögð hafa haft í hótunum við konurnar, hótað þeim ofbeldi og jafnvel lífláti. Bæði hún og bræðurnir neita sök. Konurnar eru sagðar hafa verið neyddar til að greiða sektir fyrir ýmis „brot“, til að mynda að gráta í beinni eða þurrka sér um nefnið. Þannig hafi þær jafnvel endað í skuld við bræðurna. „Ég vil ekki að þær séu með aðgangsorðin. Ég vil ekki að þær séu með neitt,“ segir Tristan í einum skilaboðum. „Ég vil ekki segja þeim að þær séu með OnlyFans, ég vil að ég og þú fáum þennan pening...,“ í öðrum. „Aðallega ætla ég að hneppa þessar tíkur í þrældóm. [...] Ég ætla að láta þær vinna fleiri og fleiri tíma. [...] ÞRÆLA vinnu. Lágmark 10 eða 12 tíma á dag.“ Sjálfur segir Andrew í skilaboðum að Tristan og Georgiana sjái um reksturinn en hann sé sá sem stjórnar. Þá er í gögnunum að finna samtal milli hans og konu sem neitar því í fyrstu að verða við kröfum um hópkynlíf. Síðar segir hún: Elskan, ég verð að drekka. Ég get ekki gert þetta án þess að drekka.“ „Ekki vera leiðinleg,“ svarar Andrew. „Ég vil sjá þig undirgefna mér. [...] Haltu kjafti hóran þín og gerðu eins og ég segi.“ Þess ber að geta að svörin hafa mögulega verið þýdd úr ensku yfir á rúmensku og svo aftur yfir á ensku. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Mál Andrew Tate Jafnréttismál Rúmenía Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent