Kallarðu þetta jafnrétti? Hópur kvenna í framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls skrifar 12. október 2023 07:01 Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti. Konur gengu fyrst út 1975, svo 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Þessi magnaða kvennasamstaða skilaði mörgum risastórum áföngum í átt að auknu jafnrétti og ruddi brautina að auknum tækifærum og möguleikum kvenna. En þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. Við sem samfélag virðumst orðin samdauna stöðunni og teljum að jafnrétti komi með tímanum — jafnvel þó vitað sé að það muni a.m.k. taka heila ævi. En við ætlum ekki að bíða lengur og krefjumst aðgerða strax! Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa blásið til heilsdags kvennaverkfalls þann 24. október næstkomandi. Það þýðir að konur og kvár sem geta, leggja niður störf; mæta ekki til vinnu, annast ekki börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim til að standa vaktina. Sleppa öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu. Svo eru þau hvött til að mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki. Yfirskrift verkfallsins 24. október er „Kallarðu þetta jafnrétti?” og vísar til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum eða framsæknum aðgerðum. Nokkrar ástæður til að taka þátt í Kvennaverkfallinu 24. október Um 40% kvenna hafa orðið fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla. Sjöttu hverri stúlku í tíunda bekk grunnskóla hefur verið nauðgað af jafnaldra. Kvár upplifa sig ekki örugg á vinnumarkaði og treysta sér ekki til að vera þau sjálf í vinnunni af ótta við útskúfun. Fatlaðar konur eru líklegri en aðrar konur að vera beittar ofbeldi og það getur verið erfiðara fyrir þær að fá aðstoð. Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en meðal kvenna á Íslandi og laun þeirra eru lægri. Lág laun gera konum oft erfitt eða ómögulegt að slíta ofbeldissamböndum. Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Meira en helmingur ungra kvenna á Íslandi býr við slæma andlega heilsu. Konur sem starfa við ræstingar, heilbrigðisþjónustu og umönnun eru á einna lægstu launum í íslensku samfélagi. 58% unglingsstúlkna hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Skortur á leikskólaplássum bitnar frekar tekjum og tækifærum á kvenna en karla. Við erum gamlar, ungar, miðaldra, með ólíkan húðlit, fatlaðar og ófatlaðar. Við erum hinsegin; með ólíkar kynhneigðir, sís og trans. Við trúum á alls konar og höfum ólíkar skoðanir. Við fæddumst á Íslandi og víðsvegar um heiminn, erum af ólíkum uppruna og líkamar okkar eru alls konar. Við erum í launaðri vinnu eða ekki og fjárhagslegt svigrúm okkar er ólíkt. Við höfum orðið fyrir ofbeldi, áreitni eða misrétti eða þekkjum konur eða kvár sem hafa orðið fyrir því. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti strax. Okkar grundvallarkröfur eru að kyndbundu ofbeldi verði útrýmt og störf kvenna verði metin að verðleikum. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi! Höfundar greinarinnar eru framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023: Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78 Drífa Snædal // Stígamót Ellen Calmon // Kvenréttindafélag Íslands Elva Hrönn Hjartardóttir // UN Women Finnborg Salome ÞóreyjarSteinþórsdóttir // Femínísk fjármál Elísa Jóhannsdóttir // BHM Guðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍ Kristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMIN Linda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um Kvennaathvarf Rakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn Íslands Sara Stef. Hildardóttir // Rótin Sonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRB Steinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármál Tatjana Latinovic // Kvenréttindafélag Íslands Þuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kvennaverkfall Tengdar fréttir Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. 3. október 2023 12:15 Bein útsending: Kynna heils dags verkfall kvenna og kvára Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls hefur boðað til blaðamannafundar þar sem kynnt verða áform um heils dags verkfall kvenna og kvára þriðjudaginn 24. október. 3. október 2023 10:40 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti. Konur gengu fyrst út 1975, svo 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Þessi magnaða kvennasamstaða skilaði mörgum risastórum áföngum í átt að auknu jafnrétti og ruddi brautina að auknum tækifærum og möguleikum kvenna. En þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. Við sem samfélag virðumst orðin samdauna stöðunni og teljum að jafnrétti komi með tímanum — jafnvel þó vitað sé að það muni a.m.k. taka heila ævi. En við ætlum ekki að bíða lengur og krefjumst aðgerða strax! Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa blásið til heilsdags kvennaverkfalls þann 24. október næstkomandi. Það þýðir að konur og kvár sem geta, leggja niður störf; mæta ekki til vinnu, annast ekki börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim til að standa vaktina. Sleppa öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu. Svo eru þau hvött til að mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki. Yfirskrift verkfallsins 24. október er „Kallarðu þetta jafnrétti?” og vísar til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum eða framsæknum aðgerðum. Nokkrar ástæður til að taka þátt í Kvennaverkfallinu 24. október Um 40% kvenna hafa orðið fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla. Sjöttu hverri stúlku í tíunda bekk grunnskóla hefur verið nauðgað af jafnaldra. Kvár upplifa sig ekki örugg á vinnumarkaði og treysta sér ekki til að vera þau sjálf í vinnunni af ótta við útskúfun. Fatlaðar konur eru líklegri en aðrar konur að vera beittar ofbeldi og það getur verið erfiðara fyrir þær að fá aðstoð. Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en meðal kvenna á Íslandi og laun þeirra eru lægri. Lág laun gera konum oft erfitt eða ómögulegt að slíta ofbeldissamböndum. Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Meira en helmingur ungra kvenna á Íslandi býr við slæma andlega heilsu. Konur sem starfa við ræstingar, heilbrigðisþjónustu og umönnun eru á einna lægstu launum í íslensku samfélagi. 58% unglingsstúlkna hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Skortur á leikskólaplássum bitnar frekar tekjum og tækifærum á kvenna en karla. Við erum gamlar, ungar, miðaldra, með ólíkan húðlit, fatlaðar og ófatlaðar. Við erum hinsegin; með ólíkar kynhneigðir, sís og trans. Við trúum á alls konar og höfum ólíkar skoðanir. Við fæddumst á Íslandi og víðsvegar um heiminn, erum af ólíkum uppruna og líkamar okkar eru alls konar. Við erum í launaðri vinnu eða ekki og fjárhagslegt svigrúm okkar er ólíkt. Við höfum orðið fyrir ofbeldi, áreitni eða misrétti eða þekkjum konur eða kvár sem hafa orðið fyrir því. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti strax. Okkar grundvallarkröfur eru að kyndbundu ofbeldi verði útrýmt og störf kvenna verði metin að verðleikum. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi! Höfundar greinarinnar eru framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023: Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78 Drífa Snædal // Stígamót Ellen Calmon // Kvenréttindafélag Íslands Elva Hrönn Hjartardóttir // UN Women Finnborg Salome ÞóreyjarSteinþórsdóttir // Femínísk fjármál Elísa Jóhannsdóttir // BHM Guðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍ Kristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMIN Linda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um Kvennaathvarf Rakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn Íslands Sara Stef. Hildardóttir // Rótin Sonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRB Steinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármál Tatjana Latinovic // Kvenréttindafélag Íslands Þuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ
Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. 3. október 2023 12:15
Bein útsending: Kynna heils dags verkfall kvenna og kvára Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls hefur boðað til blaðamannafundar þar sem kynnt verða áform um heils dags verkfall kvenna og kvára þriðjudaginn 24. október. 3. október 2023 10:40
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar