Kynjahalli í Íslensku orðaneti Helga Hilmisdóttir, Steinþór Steingrímsson og Trausti Dagsson skrifa 15. september 2023 11:31 Á visir.is þann 14. september birtist viðtal við formann Félags ungra athafnakvenna (UAK) þar sem hún gagnrýnir framsetningu orðanna athafnakona og athafnamaður í Íslensku orðaneti. Í viðtalinu bendir hún á að karlkynsorðið tengist fjölmörgum orðum en að netið sýni aðeins örfá tengd orð þegar flett er upp á kvenkynsorðinu. Í viðtalinu skorar formaðurinn á Árnastofnun að „bæta um betur þannig að hægt sé að kynjajafna íslenskuna þar sem það er mögulegt.“ Mikilvægt er að notendur Orðanetsins geri sér grein fyrir eðli og tilgangi gagnasafnsins. Ritstjóri og hugmyndasmiður þess er Jón Hilmar Jónsson. Orðanetið hefur verið á vefnum í um áratug og samkvæmt mælingum fær það að meðaltali um 1000 heimsóknir á dag. Gagnasafnið nýtist aðallega þeim sem vinna með íslenskt mál eins og t.d. textasmiðum, rithöfundum, blaðamönnum og kennurum. Tilgangur Orðanetsins er fyrst og fremst að varpa ljósi á tengsl orða. Orðalistarnir og myndræn framsetning sem þar birtast byggjast á gögnum úr fórum Árnastofnunar og af dæmum sem finna má á Tímarit.is, þ.e. efni úr íslensku ritmáli sem teygir sig u.þ.b. hálfa öld aftur í tímann. Orðanetið endurspeglar því ekki viðhorf ritstjóra eða starfsmanna Árnastofnunar. Orðanetið er lýsandi fremur en vísandi og niðurstöðum ber að taka með fyrirvara. Það er á ábyrgð málnotenda að velja og hafna einstökum orðum og orðasamböndum og að túlka tengingar á milli ákveðinna orða. En af hverju stafar þessi munur á orðunum athafnakona og athafnamaður? Á Tímarit.is sést að mikill munur er á fjölda tilvika. Á árunum 1970 til 1979 má finna 461 tilvik um orðið athafnamaður en athafnakona kemur aðeins fyrir tvisvar sinnum. Á árunum 2010 til 2019 er munurinn enn mikill eða 896 dæmi um athafnamann á móti 304 dæmum um athafnakonu. Þarna er því umtalsverður munur sem endurspeglast í myndrænni framsetningu Orðanetsins. Fleiri dæmi þýða fleiri tengingar og því má segja að Orðanetið staðfesti tilfinningu stjórnar UAK um ákveðinn kynjahalla í íslensku. Til að laga þetta þarf þó að breyta opinberri umræðu og málnotkun í íslenskum fjölmiðlum. Íslenskt orðanet endurspeglar aðeins raunverulega málnotkun eins og hún birtist í rituðum heimildum. Til upplýsingar má benda á að orðin athafnamaður og athafnakona koma bæði fyrir í Íslenskri nútímamálsorðabók. Þar eru skilgreiningarnar keimlíkar, annars vegar ‘kona sem er umsvifamikil í atvinnulífi og viðskiptum’ og hins vegar ‘umsvifamikill maður í atvinnulífi og viðskiptum´. Höfundar sitja í ritnefnd Íslensks orðanets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Jafnréttismál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á visir.is þann 14. september birtist viðtal við formann Félags ungra athafnakvenna (UAK) þar sem hún gagnrýnir framsetningu orðanna athafnakona og athafnamaður í Íslensku orðaneti. Í viðtalinu bendir hún á að karlkynsorðið tengist fjölmörgum orðum en að netið sýni aðeins örfá tengd orð þegar flett er upp á kvenkynsorðinu. Í viðtalinu skorar formaðurinn á Árnastofnun að „bæta um betur þannig að hægt sé að kynjajafna íslenskuna þar sem það er mögulegt.“ Mikilvægt er að notendur Orðanetsins geri sér grein fyrir eðli og tilgangi gagnasafnsins. Ritstjóri og hugmyndasmiður þess er Jón Hilmar Jónsson. Orðanetið hefur verið á vefnum í um áratug og samkvæmt mælingum fær það að meðaltali um 1000 heimsóknir á dag. Gagnasafnið nýtist aðallega þeim sem vinna með íslenskt mál eins og t.d. textasmiðum, rithöfundum, blaðamönnum og kennurum. Tilgangur Orðanetsins er fyrst og fremst að varpa ljósi á tengsl orða. Orðalistarnir og myndræn framsetning sem þar birtast byggjast á gögnum úr fórum Árnastofnunar og af dæmum sem finna má á Tímarit.is, þ.e. efni úr íslensku ritmáli sem teygir sig u.þ.b. hálfa öld aftur í tímann. Orðanetið endurspeglar því ekki viðhorf ritstjóra eða starfsmanna Árnastofnunar. Orðanetið er lýsandi fremur en vísandi og niðurstöðum ber að taka með fyrirvara. Það er á ábyrgð málnotenda að velja og hafna einstökum orðum og orðasamböndum og að túlka tengingar á milli ákveðinna orða. En af hverju stafar þessi munur á orðunum athafnakona og athafnamaður? Á Tímarit.is sést að mikill munur er á fjölda tilvika. Á árunum 1970 til 1979 má finna 461 tilvik um orðið athafnamaður en athafnakona kemur aðeins fyrir tvisvar sinnum. Á árunum 2010 til 2019 er munurinn enn mikill eða 896 dæmi um athafnamann á móti 304 dæmum um athafnakonu. Þarna er því umtalsverður munur sem endurspeglast í myndrænni framsetningu Orðanetsins. Fleiri dæmi þýða fleiri tengingar og því má segja að Orðanetið staðfesti tilfinningu stjórnar UAK um ákveðinn kynjahalla í íslensku. Til að laga þetta þarf þó að breyta opinberri umræðu og málnotkun í íslenskum fjölmiðlum. Íslenskt orðanet endurspeglar aðeins raunverulega málnotkun eins og hún birtist í rituðum heimildum. Til upplýsingar má benda á að orðin athafnamaður og athafnakona koma bæði fyrir í Íslenskri nútímamálsorðabók. Þar eru skilgreiningarnar keimlíkar, annars vegar ‘kona sem er umsvifamikil í atvinnulífi og viðskiptum’ og hins vegar ‘umsvifamikill maður í atvinnulífi og viðskiptum´. Höfundar sitja í ritnefnd Íslensks orðanets.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun