Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar 5. desember 2025 17:30 Á undanförnum árum hefur áhættuhegðun barna og unglinga aukist verulega. Börn allt niður í 12 ára hafa leitað til Foreldrahúss vegna áfengis- og vímuefnaneyslu og fjöldi barna og unglinga sem leita þangað fer hækkandi með hverju ári. Úrræði fyrir börn og unglinga sem glíma við fíknivanda eru annað hvort vistun á meðferðarheimili eða MST fjölkerfameðferð. Þessi úrræði geta vel virkað en mér finnst vanta úrræði sem stuðlar að aukinni þekkingu og færni unglinga í að nýta frítímann sinn á jákvæðan og uppbyggilegan máta. Þeir sem þekkja lítið til tómstundafræðinnar velta því eflaust fyrir sér hvernig nýtist tómstundamenntun þessum hópi? Svarið er einfalt, áhættuhegðun barna og unglinga á sér stað í frítíma þeirra og því getur tómstundamenntun gagnast þessum hópi. Megin markmið tómstundamenntunar er að kenna einstaklingum að nýta frítíma sinn með þeim hætti að hann stuðli að aukinni velferð og auki lífsgæði. Þar sem tómstundafærni er ekki meðfæddur hæfileiki er tómstundamenntun árangursrík leið til að stuðla að aukinni vitund um mikilvægi tómstunda og þá sérstaklega fyrir áhættuhópa. Þótt að meðferðarheimili barna og unglinga hafi vissulega jákvæðar afleiðingar í för með sér á meðan dvöl stendur, en hvað gerist þegar þau fá að koma aftur heim? Ef að þau fá enga fræðslu varðandi nýtingu frítímans og hvaða afleiðingar slæm nýting frítímans hefur í för með sér, bæði á þau sem einstaklinga og fólkið í þeirra nánasta umhverfi eru allar líkur á því að þegar meðferðarúrræði lýkur þá leiðast þau aftur í sama far. Að mínu mati er þetta nauðsynleg viðbót í öll meðferðarúrræði hér á landi vegna þess að markmiðið er að auka tómstundavitund og stuðla að því að einstaklingurinn færi sig úr neikvæðum tómstundum yfir í jákvæðar tómstundir. Höfundur er nemandi í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur áhættuhegðun barna og unglinga aukist verulega. Börn allt niður í 12 ára hafa leitað til Foreldrahúss vegna áfengis- og vímuefnaneyslu og fjöldi barna og unglinga sem leita þangað fer hækkandi með hverju ári. Úrræði fyrir börn og unglinga sem glíma við fíknivanda eru annað hvort vistun á meðferðarheimili eða MST fjölkerfameðferð. Þessi úrræði geta vel virkað en mér finnst vanta úrræði sem stuðlar að aukinni þekkingu og færni unglinga í að nýta frítímann sinn á jákvæðan og uppbyggilegan máta. Þeir sem þekkja lítið til tómstundafræðinnar velta því eflaust fyrir sér hvernig nýtist tómstundamenntun þessum hópi? Svarið er einfalt, áhættuhegðun barna og unglinga á sér stað í frítíma þeirra og því getur tómstundamenntun gagnast þessum hópi. Megin markmið tómstundamenntunar er að kenna einstaklingum að nýta frítíma sinn með þeim hætti að hann stuðli að aukinni velferð og auki lífsgæði. Þar sem tómstundafærni er ekki meðfæddur hæfileiki er tómstundamenntun árangursrík leið til að stuðla að aukinni vitund um mikilvægi tómstunda og þá sérstaklega fyrir áhættuhópa. Þótt að meðferðarheimili barna og unglinga hafi vissulega jákvæðar afleiðingar í för með sér á meðan dvöl stendur, en hvað gerist þegar þau fá að koma aftur heim? Ef að þau fá enga fræðslu varðandi nýtingu frítímans og hvaða afleiðingar slæm nýting frítímans hefur í för með sér, bæði á þau sem einstaklinga og fólkið í þeirra nánasta umhverfi eru allar líkur á því að þegar meðferðarúrræði lýkur þá leiðast þau aftur í sama far. Að mínu mati er þetta nauðsynleg viðbót í öll meðferðarúrræði hér á landi vegna þess að markmiðið er að auka tómstundavitund og stuðla að því að einstaklingurinn færi sig úr neikvæðum tómstundum yfir í jákvæðar tómstundir. Höfundur er nemandi í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar