Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar 6. desember 2025 09:30 „Ef við fáum ekki sérgreinina okkar viðurkennda þá er til einskis að flytja heim,“ sagði íslenskur læknir búsettur í Svíþjóð mér á dögunum. „Þessi staða virðist tilkomin vegna reglugerðabreytinga á Íslandi þar sem ýmsir læknar lentu milli skips og bryggju þrátt fyrir að uppfylla hefðbundnar kröfur,” bætti annar læknir síðar við. Auðvitað þarf að tryggja gæði læknanáms hugsaði ég. En hversu skynsamlegt er að láta hámenntaða íslenska lækna berjast í krefjandi kæruferlum á meðan sjúklingarnir sem þurfa á þeim að halda bíða? Á sama tíma vinna heilu nefndirnar að því að fjölga læknum. Væri ekki hægt að leysa þessi mál með skjótari og skynsamlegri yfirferð? Vandamál sem fæstir vita af Þegar ég kynnti mér þetta málefni betur komst ég að öðru sem fæstir vita: Grundvallarbreyting hefur orðið á möguleikum íslenskra lækna til að sækja sérnám í Svíþjóð. Fyrir nokkrum árum þrengdi Svíþjóð skilyrði fyrir sérnám lækna verulega, meðal annars til að bregðast við auknum fjölda umsækjanda sem tekið höfðu grunnám sitt í öðru landi. Ísland lenti þar undir og missti einstakt aðgengi sitt, sérstaklega í barnalækningum, svæfingalækningum og skurðlækningum. Noregur, sem er annar mikilvægur námsstaður íslenskra lækna, gerði einnig breytingar. Bæði ríkin hafa aukið áherslu á að mennta eigin lækna vegna óvissu í varnarmálum, á sama tíma og fjármagn er takmarkað. Þeir sem höfðu þegar hafið sérnám féllu undir gömlu reglurnar en nýir umsækjendur standa frammi fyrir mun erfiðari aðstæðum. Hvers vegna skiptir þetta máli? Samkvæmt Læknablaðinu fer yfir helmingur íslenskra lækna sem heldur utan til sérnáms til Svíþjóðar. Þar öðlast þeir sérhæfingu sem ekki er hægt að öðlast hér á landi, bæði vegna kostnaðar við að halda úti ólíku sérnámi en líka vegna þess að þekking fæst með þjálfun á stærri spítölum þar sem tilfelli sjúklinga eru fjölbreyttari en hér heima. Margir læknar fara annað, til dæmis til Bandaríkjanna, og það er vel. En ávinningur umfangsmikillar samvinnu við fremstu háskólasjúkrahús heims, eins og þau í Svíþjóð, nær langt út fyrir námið sjálft. Dýrmætt net sérfræðinga - ávinningur í stærra samhengi Í gegnum árin hefur byggst upp dýrmætt net sérfræðinga sem styður við íslenskt heilbrigðiskerfi þegar sérþekkingu eða búnað skortir. Stundum er sjúklingum flogið til Svíþjóðar, en stundum er teymi lækna flogið hingað og aðgerðir framkvæmdar á Íslandi. Oft eru þetta krefjandi tilfelli þar sem allt er undir, fyrir sjúklinginn, fjölskylduna og samfélagið. Sem dæmi má nefna flókna hjartasjúkdóma barna, lifrarbilanir, heilaskurðlækningar og sértæk tilfelli annarra sjúkdóma. Þetta aðgengi að sænskum læknum og stofnunum er ekki sjálfgefið. Þetta eru verðmæti sem hafa byggst upp með náinni samvinnu lækna í gegnum sérnám og viðhaldist að því loknu. Slík samvinna byggir á trausti og persónulegum tengslum sem hafa þróast yfir langan tíma. Þessi verðmæti mega ekki glatast. Aðgengi að bestu læknum og búnaði er bæði utanríkis- og innanríkismál sem verður að leysa. Tvö verkefni sem þarf að leysa Í grunninn eru það tvö verkefni sem þarf að leysa: 1. Viðurkenning á námi sem þegar hefur farið fram Ráðuneyti heilbrigðismála á enn eftir að leysa úr málum margra lækna sem bíða þess að námið þeirra verði metið. Þessir læknar lentu eins og áður segir milli skips og bryggju vegna reglugerðabreytinga hér á landi. Í kjölfar nýlegs úrskurðar heilbrigðisráðuneytisins virðist einhver hreyfing vera komin á málið, en allir ættu að sjá tilgang í því að hraða vinnu svo sem flestir læknar geti hafið störf sem fyrst í takt við sérhæfingu sína. 2. Áframhaldandi aðgengi að sérnámi Hvernig tryggjum við að íslenskir læknar haldi áfram að komast í sérnám í Svíþjóð og víðar? Í samtölum við leiðtoga læknafélaga hérlendis og fagfólk í Svíþjóð hefur komið skýrt fram að aðgangur að sérnámi er forsenda öflugs heilbrigðiskerfis. Áhrif breytinganna hefur áhrif á tugi lækna árlega sem þurfa að velja sér sérnám erlendis. Flestir íslenskir læknar hafa lokið kandídatsári eða svokölluðum sérnámsgrunni sem er sambærilegur við það sem nú er krafist í Svíþjóð. Að auki hafa flestir nokkurra ára starfsreynslu þegar sérnám hefst. Norræna tengingin er sterk og færni íslenskra lækna í sænsku batnar hratt. Allt þetta hefur gert þá að eftirsóttum starfskröftum sem ætti að hjálpa til við að fá undanþágu. Vilji virðist vera til að finna lausn fyrir Ísland samkvæmt samtölum sérfrærðinga og ráðamanna. En framkvæmdin, hvort sem er að koma á almennri undanþágu eða tryggja ákveðinn fjölda plássa, hefur ekki tekist. Hvað kostar töfin? Á meðan við ræðum vandamálið heldur kostnaðurinn áfram að safnast upp. Hver læknir sem bíður í kæruferli hér á landi er læknir sem sinnir ekki sjúklingum eins og hann gæti. Hver læknir sem seinkar sérnámi skapar minni verðmæti fyrir samfélagið okkar. Hver tengiliður við sænska sérfræðinga sem tapast vegna kynslóðaskipta er tengiliður sem tekur áratugi að byggja upp á ný. Við höfum ekki reiknað þennan kostnað. Kannski vegna þess að hann er ekki liður í fjárlögum en hann er raunverulegur; lengri biðlistar, færri sérfræðingar og veikari tengsl við fremstu sjúkrahús heims. Þetta er ekki vandamál sem leysist af sjálfu sér ef við bíðum nógu lengi. Það versnar. Hvernig gengur að leysa málin? Góðu fréttirnar eru að málið hefur ratað á borð ráðuneyta og ráðherra sem hafa sýnt því skilning. Læknafélög hafa sömuleiðis fundað um stöðuna og ábendingum hefur verið komið til Svíþjóðar oftar en einu sinni. En hvernig hefur gengið að ná árangri? Nú reynir á, því stundin sem læknar sem hafa lokið öllu námi sem hægt er að taka hér heima og þurfa að fara út fyrir ýmsar sérgreinar, er runnin upp. Umfangsmiklar heimsóknir Á þessu ári hafa heimsóknir íslenskra leiðtoga til Svíþjóðar þar sem fundað hefur verið með ráðamönnum Svía, verið óvenju margar. Vonandi hafa allir fylgt málinu ötullega eftir. Hér er listi sem mögulega er ekki tæmandi: Utanríkisráðherra, sem fer með hagsmunabaráttu Íslands í víðu samhengi. Ráðherra háskólamála, sem fer með norræna samvinnu og nám á háskólastigi. Forsætisráðherra, sem leiðir ríkisstjórn og er samhæfingaraðili ráðuneyta. Forseti Íslands, sem fór í ríkisheimsókn til Svíþjóðar með áherslu á heilbrigðismál. Heilbrigðisráðherra, sem leiðir málaflokk heilbrigðismála og tók þátt í ríkisheimsókn. Spurningar sem kalla á svör Í ljósi þessara umfangsmiklu samskipta er eðlilegt að spyrja: Hvernig miðar að ná fram undanþágu fyrir íslenska lækna? Undanþágu sem í raun felst í því að leyfa farsælli hefð á sviði læknanáms að halda áfram. Hefur málið verið tekið upp með afgerandi hætti á öllum þessum fundum? Hvernig hefur samhæfing milli ráðuneyta verið háttað? Hvernig hefur eftirfylgni verið háttað? Hver eru næstu skref? Svo má velta fyrir sér: Hefði Ísland ekki leyst sambærilegt mál fyrir Svía ef nær helmingur leiðtoga Svíþjóðar hefði lagt leið sína hingað og óskað eftir jafn einfaldri en mikilvægri útfærslu? Og ef svarið er já – hvers vegna hefur árangur ekki náðst? Skortir skipulag í hagsmunagæslu eða eru aðrar fyrirstöður sem leysa þarf saman. Hér þurfa allir að leggja hönd á plóg. Hin hljóðláta en mikilvæga hagsmunabarátta Hagsmunabarátta lækna fyrir aðgangi að námi og viðurkenningu þess er hljóðlát í samanburði við önnur utanríkismál, svo sem varnarmál og tollaundanþágur frá Evrópusambandinu. Í þeim málum birtast brýnir hagsmunir fyrir hagkerfi dagsins í dag sem sterk hagsmunasamtök tala eðlilega um í fjölmiðlum. En mikið er undir þegar kemur að sérhæfðri menntun lækna í nútíð og framtíð og aðgengi að sérnámi erlendis ber að taka alvarlega. Í samhengi við áherslu stjórnvalda á öryggismál ætti menntun lækna og heilbrigðisstarfsfólks einnig að vera í brennidepli fyrir herlausa þjóð. Ég hvet ríkisstjórn til finna lausn hið fyrsta. Því læknar eru lífsbjörg sem varðar okkur öll. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
„Ef við fáum ekki sérgreinina okkar viðurkennda þá er til einskis að flytja heim,“ sagði íslenskur læknir búsettur í Svíþjóð mér á dögunum. „Þessi staða virðist tilkomin vegna reglugerðabreytinga á Íslandi þar sem ýmsir læknar lentu milli skips og bryggju þrátt fyrir að uppfylla hefðbundnar kröfur,” bætti annar læknir síðar við. Auðvitað þarf að tryggja gæði læknanáms hugsaði ég. En hversu skynsamlegt er að láta hámenntaða íslenska lækna berjast í krefjandi kæruferlum á meðan sjúklingarnir sem þurfa á þeim að halda bíða? Á sama tíma vinna heilu nefndirnar að því að fjölga læknum. Væri ekki hægt að leysa þessi mál með skjótari og skynsamlegri yfirferð? Vandamál sem fæstir vita af Þegar ég kynnti mér þetta málefni betur komst ég að öðru sem fæstir vita: Grundvallarbreyting hefur orðið á möguleikum íslenskra lækna til að sækja sérnám í Svíþjóð. Fyrir nokkrum árum þrengdi Svíþjóð skilyrði fyrir sérnám lækna verulega, meðal annars til að bregðast við auknum fjölda umsækjanda sem tekið höfðu grunnám sitt í öðru landi. Ísland lenti þar undir og missti einstakt aðgengi sitt, sérstaklega í barnalækningum, svæfingalækningum og skurðlækningum. Noregur, sem er annar mikilvægur námsstaður íslenskra lækna, gerði einnig breytingar. Bæði ríkin hafa aukið áherslu á að mennta eigin lækna vegna óvissu í varnarmálum, á sama tíma og fjármagn er takmarkað. Þeir sem höfðu þegar hafið sérnám féllu undir gömlu reglurnar en nýir umsækjendur standa frammi fyrir mun erfiðari aðstæðum. Hvers vegna skiptir þetta máli? Samkvæmt Læknablaðinu fer yfir helmingur íslenskra lækna sem heldur utan til sérnáms til Svíþjóðar. Þar öðlast þeir sérhæfingu sem ekki er hægt að öðlast hér á landi, bæði vegna kostnaðar við að halda úti ólíku sérnámi en líka vegna þess að þekking fæst með þjálfun á stærri spítölum þar sem tilfelli sjúklinga eru fjölbreyttari en hér heima. Margir læknar fara annað, til dæmis til Bandaríkjanna, og það er vel. En ávinningur umfangsmikillar samvinnu við fremstu háskólasjúkrahús heims, eins og þau í Svíþjóð, nær langt út fyrir námið sjálft. Dýrmætt net sérfræðinga - ávinningur í stærra samhengi Í gegnum árin hefur byggst upp dýrmætt net sérfræðinga sem styður við íslenskt heilbrigðiskerfi þegar sérþekkingu eða búnað skortir. Stundum er sjúklingum flogið til Svíþjóðar, en stundum er teymi lækna flogið hingað og aðgerðir framkvæmdar á Íslandi. Oft eru þetta krefjandi tilfelli þar sem allt er undir, fyrir sjúklinginn, fjölskylduna og samfélagið. Sem dæmi má nefna flókna hjartasjúkdóma barna, lifrarbilanir, heilaskurðlækningar og sértæk tilfelli annarra sjúkdóma. Þetta aðgengi að sænskum læknum og stofnunum er ekki sjálfgefið. Þetta eru verðmæti sem hafa byggst upp með náinni samvinnu lækna í gegnum sérnám og viðhaldist að því loknu. Slík samvinna byggir á trausti og persónulegum tengslum sem hafa þróast yfir langan tíma. Þessi verðmæti mega ekki glatast. Aðgengi að bestu læknum og búnaði er bæði utanríkis- og innanríkismál sem verður að leysa. Tvö verkefni sem þarf að leysa Í grunninn eru það tvö verkefni sem þarf að leysa: 1. Viðurkenning á námi sem þegar hefur farið fram Ráðuneyti heilbrigðismála á enn eftir að leysa úr málum margra lækna sem bíða þess að námið þeirra verði metið. Þessir læknar lentu eins og áður segir milli skips og bryggju vegna reglugerðabreytinga hér á landi. Í kjölfar nýlegs úrskurðar heilbrigðisráðuneytisins virðist einhver hreyfing vera komin á málið, en allir ættu að sjá tilgang í því að hraða vinnu svo sem flestir læknar geti hafið störf sem fyrst í takt við sérhæfingu sína. 2. Áframhaldandi aðgengi að sérnámi Hvernig tryggjum við að íslenskir læknar haldi áfram að komast í sérnám í Svíþjóð og víðar? Í samtölum við leiðtoga læknafélaga hérlendis og fagfólk í Svíþjóð hefur komið skýrt fram að aðgangur að sérnámi er forsenda öflugs heilbrigðiskerfis. Áhrif breytinganna hefur áhrif á tugi lækna árlega sem þurfa að velja sér sérnám erlendis. Flestir íslenskir læknar hafa lokið kandídatsári eða svokölluðum sérnámsgrunni sem er sambærilegur við það sem nú er krafist í Svíþjóð. Að auki hafa flestir nokkurra ára starfsreynslu þegar sérnám hefst. Norræna tengingin er sterk og færni íslenskra lækna í sænsku batnar hratt. Allt þetta hefur gert þá að eftirsóttum starfskröftum sem ætti að hjálpa til við að fá undanþágu. Vilji virðist vera til að finna lausn fyrir Ísland samkvæmt samtölum sérfrærðinga og ráðamanna. En framkvæmdin, hvort sem er að koma á almennri undanþágu eða tryggja ákveðinn fjölda plássa, hefur ekki tekist. Hvað kostar töfin? Á meðan við ræðum vandamálið heldur kostnaðurinn áfram að safnast upp. Hver læknir sem bíður í kæruferli hér á landi er læknir sem sinnir ekki sjúklingum eins og hann gæti. Hver læknir sem seinkar sérnámi skapar minni verðmæti fyrir samfélagið okkar. Hver tengiliður við sænska sérfræðinga sem tapast vegna kynslóðaskipta er tengiliður sem tekur áratugi að byggja upp á ný. Við höfum ekki reiknað þennan kostnað. Kannski vegna þess að hann er ekki liður í fjárlögum en hann er raunverulegur; lengri biðlistar, færri sérfræðingar og veikari tengsl við fremstu sjúkrahús heims. Þetta er ekki vandamál sem leysist af sjálfu sér ef við bíðum nógu lengi. Það versnar. Hvernig gengur að leysa málin? Góðu fréttirnar eru að málið hefur ratað á borð ráðuneyta og ráðherra sem hafa sýnt því skilning. Læknafélög hafa sömuleiðis fundað um stöðuna og ábendingum hefur verið komið til Svíþjóðar oftar en einu sinni. En hvernig hefur gengið að ná árangri? Nú reynir á, því stundin sem læknar sem hafa lokið öllu námi sem hægt er að taka hér heima og þurfa að fara út fyrir ýmsar sérgreinar, er runnin upp. Umfangsmiklar heimsóknir Á þessu ári hafa heimsóknir íslenskra leiðtoga til Svíþjóðar þar sem fundað hefur verið með ráðamönnum Svía, verið óvenju margar. Vonandi hafa allir fylgt málinu ötullega eftir. Hér er listi sem mögulega er ekki tæmandi: Utanríkisráðherra, sem fer með hagsmunabaráttu Íslands í víðu samhengi. Ráðherra háskólamála, sem fer með norræna samvinnu og nám á háskólastigi. Forsætisráðherra, sem leiðir ríkisstjórn og er samhæfingaraðili ráðuneyta. Forseti Íslands, sem fór í ríkisheimsókn til Svíþjóðar með áherslu á heilbrigðismál. Heilbrigðisráðherra, sem leiðir málaflokk heilbrigðismála og tók þátt í ríkisheimsókn. Spurningar sem kalla á svör Í ljósi þessara umfangsmiklu samskipta er eðlilegt að spyrja: Hvernig miðar að ná fram undanþágu fyrir íslenska lækna? Undanþágu sem í raun felst í því að leyfa farsælli hefð á sviði læknanáms að halda áfram. Hefur málið verið tekið upp með afgerandi hætti á öllum þessum fundum? Hvernig hefur samhæfing milli ráðuneyta verið háttað? Hvernig hefur eftirfylgni verið háttað? Hver eru næstu skref? Svo má velta fyrir sér: Hefði Ísland ekki leyst sambærilegt mál fyrir Svía ef nær helmingur leiðtoga Svíþjóðar hefði lagt leið sína hingað og óskað eftir jafn einfaldri en mikilvægri útfærslu? Og ef svarið er já – hvers vegna hefur árangur ekki náðst? Skortir skipulag í hagsmunagæslu eða eru aðrar fyrirstöður sem leysa þarf saman. Hér þurfa allir að leggja hönd á plóg. Hin hljóðláta en mikilvæga hagsmunabarátta Hagsmunabarátta lækna fyrir aðgangi að námi og viðurkenningu þess er hljóðlát í samanburði við önnur utanríkismál, svo sem varnarmál og tollaundanþágur frá Evrópusambandinu. Í þeim málum birtast brýnir hagsmunir fyrir hagkerfi dagsins í dag sem sterk hagsmunasamtök tala eðlilega um í fjölmiðlum. En mikið er undir þegar kemur að sérhæfðri menntun lækna í nútíð og framtíð og aðgengi að sérnámi erlendis ber að taka alvarlega. Í samhengi við áherslu stjórnvalda á öryggismál ætti menntun lækna og heilbrigðisstarfsfólks einnig að vera í brennidepli fyrir herlausa þjóð. Ég hvet ríkisstjórn til finna lausn hið fyrsta. Því læknar eru lífsbjörg sem varðar okkur öll. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun