Reykjavík

Fréttamynd

Missti aldrei stjórn á að­stæðum í bað­stofunni

Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ekki rétt að hann hafi ekki ráðið við aðstæður sem upp komu í baðstofu Lauga Spa á laugardaginn. Greint var frá því á Vísi á mánudag að lögreglan hefði haft afskipti af góðkunningjum lögreglunnar í baðstofunni. Sérsveitarmenn hefðu mætt á svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Ekki til­búin að sleppa taki af Kola­portinu

Unnið er að því að finna nýja staðsetningu fyrir starfsemi Kolaportsins. Listaháskólinn flytur brátt í núverandi húsnæði þess en borgin er ekki tilbúin að sleppa taki af eina markaðstorgi miðbæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Draumur marx­ista um fría lóð endan­lega úti

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni DíaMat – félags um díalektíska efnishyggju um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Reykjavíkurborg. Félagið höfðaði málið eftir að borgin neitaði að úthluta félaginu ókeypis lóð fyrir starfsemi þess.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðlendan Örfirisey

Nýlega hafa komið fram kröfulýsingar íslenska ríkisins um þjóðlendur í eyjar og sker við Ísland. Mikilvægt er að hafa í huga að kröfurnar eru settar fram af fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins.

Skoðun
Fréttamynd

Herjaði á Krónuna og fékk fimm mánuði

Karlmaður hefur verið dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda þjófnaðarbrota. Hann virðist hafa haft dálæti á Krónunni þar sem hann stal vörum fyrir ríflega 300 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Við þurfum á Reykja­víkur­flug­velli að halda

Hvort sem okkur líkar betur eða verr er staðreyndin sú að eldgosatímabil er hafið á Reykjanesskaga, tímabil sem talið er að geti staðið í upp undir 400 ár. Þessi breytta sviðsmynd neyðir okkur til þess að breyta fyrri plönum og taka nýjar ákvarðanir.

Skoðun
Fréttamynd

Góð­kunningjum lög­reglu vísað úr bað­stofunni

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á laugardagsmorgun vegna sex einstaklinga karlmanna í baðstofunni í World Class í Laugum sem ónáðuðu aðra gesti. Félagarnir Björn Leifsson og Jóhannes Felixson, Jói Fel, brguðust við vandanum.

Innlent
Fréttamynd

Nammigrísir í á­falli yfir verðinu

Verð á hinu vinsæla sælgæti Nóa kroppi er tæplega þrjú þúsund krónur fyrir kílóið í verslunum Nettó. Allt ætlaði um koll að keyra í umræðuhópi þegar einn neytandinn taldi ranglega að verðið væri komið yfir fimm þúsund krónur kílóið.

Neytendur
Fréttamynd

Ók á gang­stéttum og stígum á flótta undan lög­reglu

Lögregla hóf eftirför þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum í nótt og náði bifreiðin mest 150 kílómetra hraða á klukkustund. Bifreiðinni var ekið á gangstéttum og stígum á fimmta tímanum í nótt í tilraun til að komast undan lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Hætt komin hönnunarperla

„Þá hefi ég lent í höfuðborginni. Margt hefur breyst síðan ég kom hingað fyrir fjórum árum. Straumlínulaga og nýtískuleg funkis-hús setja nú svip sinn á bæjarlífið. Mér finnst eitthvað stórborgar menningarlegt við að sjá hve stundvísi bæjarbúa hefir aukist“ skrifaði vestfirðingur í dagbók sína árið 1936 undir teikningu af framtíðarspá hans fyrir Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Reyndi að bíta fólk og flýja undan lög­reglu

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Höfð voru afskipti af fjölda ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna og á fimmta tímanum í morgun var tilkynnt um mann sem er sagður hafa reynt að bíta fólk í miðborginni. Reyndi hann að hlaupa undan lögreglu en var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Innlent
Fréttamynd

Fara lík­lega ekki inn fyrr en eftir helgi

Enn er talið of hættulegt að fara inn á smurstöð N1 í Fellsmúla, sem brann í gær, og því ómögulegt að segja til um upptök eldsins. Lögregla stefnir á að fara inn í húsið og skoða aðstæður eftir helgi. Fyrirtækjaeigendur í húsinu segja mikið áfall að fylgjast með eldinum gleypa hluta hússins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skýringar eigin­konunnar dugðu ekki í Lands­rétti

Landsréttur hefur staðfest skilorðsbundna dóma yfir feðgum fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Ári eftir að feðgarnir voru handteknir komu þeir á fót sjávarafurðafyrirtæki sem flytur út fisktegundir frá Íslandi um allan heim og veltir milljörðum króna. Eiginkona föðurins sem sýknuð var í héraðsdómi af peningaþvætti var sakfelld í Landsrétti. 

Innlent
Fréttamynd

Báðir særðir eftir hnífstunguárás

Karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa framið hnífstunguárás í Fossvogi í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt þeim sem hann réðst á en áverkar þeirra voru óverulegir.

Innlent
Fréttamynd

Dofin eftir svefn­lausa nótt

Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna.

Innlent
Fréttamynd

Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi

Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að segja til um elds­upp­tökin

Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Þora ekki enn að senda menn inn og verða fram á nótt

Slökkviliðsstjóri segir búið að ná tökum á eldi sem kviknaði í dekkjaverkstæði N1 við Fellsmúla. Slökkviliðið verði þó að störfum fram á nótt við að fullslökkva eldinn. Þakið á tveimur rýmum sé fallið og vegna hrunhættu þori þeir ekki að senda menn inn í húsið.

Innlent