Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2025 10:04 Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konuna út. Þetta er að gerast núna. Íbúinn myndar aðgerðirnar og segir hann að vegna þessa hafi fulltrúarnir nú kallað til lögreglu. vísir/anton brink Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. „Þetta er hin ljúfasta kona og gerir engum mein,“ segir einn íbúanna. Hann vill ekki koma fram undir nafni, svo mjög óttast hann aðra konu sem hefur að sögn terroríserað nágranna sína og í raun allt hverfið. Ljóst er að verið er að vísa konunni nauðugri úr íbúðinni.vísir/anton brink Konan sem verið er að bera út hefur ekki greitt leigu, að sögn vegna þess að hún telur sig ekki eiga að þurfa þess vegna ofsókna annarrar konu sem hefur meðal annars farið um stigaganginn með exi og ógnað fólki. Þá telja nágrannar að hún hafi brotist inn í íbúðirnar og stolið þar öllu steini léttara. Vísir greindi í gær frá þessari stöðu en Jón Daníelsson ellilífeyrisþegi hafði ófagra sögu að segja af ástandinu við Bríetartún 20. „Ég hef mætt þessari konu, terroristann, hér á ganginum með exi,“ segir nágranninn. „Hún ætlaði bara í mig. Ég sagði: Bíddu, bíddu, ég ætla að gefa þér svolítið. Og fór og náði í silfurlitaða „speisúlpu“ og gaf henni. Og þá var eins og það bráði af henni.“ Téður íbúi segist ekki þora fyrir sitt litla líf að geyma nokkuð fémætt í geymslu sinni. Þaðan er öllu stolið. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Jón Daníelsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Konan býr sem verið er að bera út býr á efstu hæð og er ljósmyndari Vísis á staðnum og fylgist með því sem fram fer. Íbúinn segir telur að um mikið óréttlæti sé að ræða og hann segir ekki nokkra leið að ná tali af neinum fulltrúa Félagsbústaða vegna málsins. Fyrr en nú, að aðgerðirnar eru hafnar. Íbúinn ónefndi segir að klukkan sjö í morgun hafi verið mættir tveir til að þrífa stigaganginn en þar hafi sameignin, en allur stigagangurinn er í eigu Félagsbústaða, ekki verið þrifin síðan hann man ekki hvenær. Lögreglan er mætt en konan er inni í íbúðinni.vísir/anton brink Greint var frá því í frétt Vísis í gær að dóttir Jóns hafði glímt við fíknivanda í mörg ár og sé í virkri neyslu. Í hverjum mánuði fái hún tæpar fjögur hundruð þúsund krónur greiddar frá Tryggingastofnun sem hún á að nota meðal annars í að greiða leigu. Peningurinn hefur áður horfið skömmu eftir mánaðamót til að fjármagna neyslu hennar og vill Jón að Félagsbústaðir geti fengið leiguna beint frá Tryggingastofnun. Fréttin er í vinnslu. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
„Þetta er hin ljúfasta kona og gerir engum mein,“ segir einn íbúanna. Hann vill ekki koma fram undir nafni, svo mjög óttast hann aðra konu sem hefur að sögn terroríserað nágranna sína og í raun allt hverfið. Ljóst er að verið er að vísa konunni nauðugri úr íbúðinni.vísir/anton brink Konan sem verið er að bera út hefur ekki greitt leigu, að sögn vegna þess að hún telur sig ekki eiga að þurfa þess vegna ofsókna annarrar konu sem hefur meðal annars farið um stigaganginn með exi og ógnað fólki. Þá telja nágrannar að hún hafi brotist inn í íbúðirnar og stolið þar öllu steini léttara. Vísir greindi í gær frá þessari stöðu en Jón Daníelsson ellilífeyrisþegi hafði ófagra sögu að segja af ástandinu við Bríetartún 20. „Ég hef mætt þessari konu, terroristann, hér á ganginum með exi,“ segir nágranninn. „Hún ætlaði bara í mig. Ég sagði: Bíddu, bíddu, ég ætla að gefa þér svolítið. Og fór og náði í silfurlitaða „speisúlpu“ og gaf henni. Og þá var eins og það bráði af henni.“ Téður íbúi segist ekki þora fyrir sitt litla líf að geyma nokkuð fémætt í geymslu sinni. Þaðan er öllu stolið. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Jón Daníelsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Konan býr sem verið er að bera út býr á efstu hæð og er ljósmyndari Vísis á staðnum og fylgist með því sem fram fer. Íbúinn segir telur að um mikið óréttlæti sé að ræða og hann segir ekki nokkra leið að ná tali af neinum fulltrúa Félagsbústaða vegna málsins. Fyrr en nú, að aðgerðirnar eru hafnar. Íbúinn ónefndi segir að klukkan sjö í morgun hafi verið mættir tveir til að þrífa stigaganginn en þar hafi sameignin, en allur stigagangurinn er í eigu Félagsbústaða, ekki verið þrifin síðan hann man ekki hvenær. Lögreglan er mætt en konan er inni í íbúðinni.vísir/anton brink Greint var frá því í frétt Vísis í gær að dóttir Jóns hafði glímt við fíknivanda í mörg ár og sé í virkri neyslu. Í hverjum mánuði fái hún tæpar fjögur hundruð þúsund krónur greiddar frá Tryggingastofnun sem hún á að nota meðal annars í að greiða leigu. Peningurinn hefur áður horfið skömmu eftir mánaðamót til að fjármagna neyslu hennar og vill Jón að Félagsbústaðir geti fengið leiguna beint frá Tryggingastofnun. Fréttin er í vinnslu.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira