Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2025 20:31 Sanna Magdalena er oddviti Sósíalistaflokksins og formaður velferðarráðs. Stöð 2 Sanna Magdalenda Mörtudóttir, formaður velferðarráðs og borgarfulltrúi, segir mál Sigurbjargar Jónsdóttur, sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða í Bríetartúni í gær, á borði velferðarsviðs. Hún segir nauðsynlegt að skoða hvort búsetuúrræði séu nægilega fjölbreytt og hvort innheimtuferlið geti verið öðruvísi. Til dæmis að leiga sé tekin beint af tekjum. Sigurbjörg segist sjálf vera á götunni. Í samtali við fréttastofu í dag sagðist hún bæði sorgmædd og óttaslegin vegna stöðunnar. Hún hafi nýtt daginn í að koma köttum sínum fyrir á öðrum heimilum og segir óvissuna um framhaldið skelfilega. "Staða mín er bara þannig að ég er í stöðugu taugaáfalli. Ég veit ekkert hvert ég fer," segir Sigurbjörg. Mál Sigurbjargar sem sætti útburði vegna vangreiddrar leigu hefur vakið mikla athygli en fram hefur komið að hún hafi ekki greitt leiguna vegna ósættis við nágranna á stigaganginum sem hafi haldið hafi öðrum íbúum í heljargreipum. „Það er auðvitað hræðilegt að sjá myndbirtingar af manneskju á götunni eftir að hafa verið vísað út úr sinni íbúð,“ segir Sanna Magdalena en rætt var við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verði að eyða hindrunum Hún segir konuna fá stuðning hjá velferðarsviði og þau séu að leita lausna en hún geti ekki tjáð sig frekar um persónulega hagi konunnar. „En auðvitað er það okkar hlutverk að eyða hindrunum og tryggja að við séum að gera allt sem hægt er til að veita manneskju í þörf stuðning.“ Hún segir málið hafa verið rætt á fundi velferðarráðs og þá í því samhengi hvort það séu nægilega fjölbreytt búsetuúrræði í boði í Reykjavík sem henti ólíkum þörfum og hvort það sé eitthvað í innheimtuferlinu sem megi skoða til að tryggja að kerfið sé manneskjuvænt. Innheimti leigu beint af tekjum Sanna segir í þessu samhengi líka mikilvægt að skoða hvort borgin eigi að koma fyrr inn í svona málum og einnig hvort að leiga eigi að borgast beint af tekjum. „Það verður alltaf að vera út frá samþykki og vilja einstaklingsins sem við á. En þetta hefur komið fram í umræðunni. Hvort það sé einhvern veginn hægt að fyrirbyggja að svona miklar leiguskuldir verði.“ Auk þess þurfi að skoða hvort að húsnæðið henti þörfum fólks eða hvort það eigi heima í annars konar búsetu. Sanna segir velferðarsvið hafa boðið konunni aðstoð og að hún vonist til þess að hægt verði að leysa mál konunnar á næstu dögum. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Leigumarkaður Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Sigurbjörg segist sjálf vera á götunni. Í samtali við fréttastofu í dag sagðist hún bæði sorgmædd og óttaslegin vegna stöðunnar. Hún hafi nýtt daginn í að koma köttum sínum fyrir á öðrum heimilum og segir óvissuna um framhaldið skelfilega. "Staða mín er bara þannig að ég er í stöðugu taugaáfalli. Ég veit ekkert hvert ég fer," segir Sigurbjörg. Mál Sigurbjargar sem sætti útburði vegna vangreiddrar leigu hefur vakið mikla athygli en fram hefur komið að hún hafi ekki greitt leiguna vegna ósættis við nágranna á stigaganginum sem hafi haldið hafi öðrum íbúum í heljargreipum. „Það er auðvitað hræðilegt að sjá myndbirtingar af manneskju á götunni eftir að hafa verið vísað út úr sinni íbúð,“ segir Sanna Magdalena en rætt var við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verði að eyða hindrunum Hún segir konuna fá stuðning hjá velferðarsviði og þau séu að leita lausna en hún geti ekki tjáð sig frekar um persónulega hagi konunnar. „En auðvitað er það okkar hlutverk að eyða hindrunum og tryggja að við séum að gera allt sem hægt er til að veita manneskju í þörf stuðning.“ Hún segir málið hafa verið rætt á fundi velferðarráðs og þá í því samhengi hvort það séu nægilega fjölbreytt búsetuúrræði í boði í Reykjavík sem henti ólíkum þörfum og hvort það sé eitthvað í innheimtuferlinu sem megi skoða til að tryggja að kerfið sé manneskjuvænt. Innheimti leigu beint af tekjum Sanna segir í þessu samhengi líka mikilvægt að skoða hvort borgin eigi að koma fyrr inn í svona málum og einnig hvort að leiga eigi að borgast beint af tekjum. „Það verður alltaf að vera út frá samþykki og vilja einstaklingsins sem við á. En þetta hefur komið fram í umræðunni. Hvort það sé einhvern veginn hægt að fyrirbyggja að svona miklar leiguskuldir verði.“ Auk þess þurfi að skoða hvort að húsnæðið henti þörfum fólks eða hvort það eigi heima í annars konar búsetu. Sanna segir velferðarsvið hafa boðið konunni aðstoð og að hún vonist til þess að hægt verði að leysa mál konunnar á næstu dögum.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Leigumarkaður Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40
Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04
Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21