„Því miður er þetta þrautalending“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2025 13:01 Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir það alltaf neyðarúrræði að bera fólk út. Vísir/Anton Brink Íbúi í húsnæði á vegum Félagsbústaða var í morgun borinn út þar sem hún hefur neitað að greiða leigu vegna nágranna sem hrellir aðra íbúa. Nágranninn fær á meðan að búa þar áfram. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir fólk ekki borið út nema búið sé að reyna allt til að leysa mál þeirra. Í gær greindi fréttastofa frá því að bera ætti konu út úr húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Konan hafði neitað að greiða leigu um nokkurt skeið, og bar fyrir sig að önnur kona sem býr í húsinu haldi öllum íbúum í heljargreipum og því hafi hún ekki viljað borga. Konan var borin út í morgun á meðan konan sem hrellir nágrannana býr þar enn. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir það alltaf lokaúrræði að bera fólk út. „Það þurfa allir að borga leigu. Ef það gerist ítrekað, það safnast upp og það er enginn vilji eða geta til að borga, þá því miður er þetta þrautalending. Þetta gerist ekki oft sem betur fer,“ segir Sigrún. Hún geti ekki tjáð sig um mál einstaka íbúa, en þegar kvartað er undan íbúum sé það rannsakað. „Hvort sem það er þarna eða annars staðar, ef það er ekki allt með felldu í stigagöngum eða fólki líður á einhvern hátt illa, þá tökum við á slíkum málum. Við könnum þau og reynum að gera það sem við getum til þess að leysa úr og skapa aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt og getur liðið vel. Fólki er alltaf fyrst gefið tækifæri á að bæta ráð sig. Það rætt við það og málin könnuð. En málin geta endað leiðinlega. Og óheppilega fyrir þann sem í hlut á,“ segir Sigrún. Faðir konunnar sem var borin út kallaði eftir því í gær að Félagsbústaðir fái leiguna beint frá Tryggingastofnun í stað þess að örorkubætur séu afhentar fíkli sem á það til að nota peninginn í annað. „Auðvitað myndi það stuðla að auknu húsnæðisöryggi fyrir suma. En alls ekki alla. Þetta er alls ekki nauðsynlegt í langflestum tilvikum. En stundum væri það til þess að auka húsnæðisöryggi viðkomandi en það er ekki heimilt samkvæmt lögum eða reglum að hafa það fyrirkomulag,“ segir Sigrún. Reykjavík Félagsmál Fíkn Húsnæðismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Í gær greindi fréttastofa frá því að bera ætti konu út úr húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Konan hafði neitað að greiða leigu um nokkurt skeið, og bar fyrir sig að önnur kona sem býr í húsinu haldi öllum íbúum í heljargreipum og því hafi hún ekki viljað borga. Konan var borin út í morgun á meðan konan sem hrellir nágrannana býr þar enn. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir það alltaf lokaúrræði að bera fólk út. „Það þurfa allir að borga leigu. Ef það gerist ítrekað, það safnast upp og það er enginn vilji eða geta til að borga, þá því miður er þetta þrautalending. Þetta gerist ekki oft sem betur fer,“ segir Sigrún. Hún geti ekki tjáð sig um mál einstaka íbúa, en þegar kvartað er undan íbúum sé það rannsakað. „Hvort sem það er þarna eða annars staðar, ef það er ekki allt með felldu í stigagöngum eða fólki líður á einhvern hátt illa, þá tökum við á slíkum málum. Við könnum þau og reynum að gera það sem við getum til þess að leysa úr og skapa aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt og getur liðið vel. Fólki er alltaf fyrst gefið tækifæri á að bæta ráð sig. Það rætt við það og málin könnuð. En málin geta endað leiðinlega. Og óheppilega fyrir þann sem í hlut á,“ segir Sigrún. Faðir konunnar sem var borin út kallaði eftir því í gær að Félagsbústaðir fái leiguna beint frá Tryggingastofnun í stað þess að örorkubætur séu afhentar fíkli sem á það til að nota peninginn í annað. „Auðvitað myndi það stuðla að auknu húsnæðisöryggi fyrir suma. En alls ekki alla. Þetta er alls ekki nauðsynlegt í langflestum tilvikum. En stundum væri það til þess að auka húsnæðisöryggi viðkomandi en það er ekki heimilt samkvæmt lögum eða reglum að hafa það fyrirkomulag,“ segir Sigrún.
Reykjavík Félagsmál Fíkn Húsnæðismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira