Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Bjarki Sigurðsson skrifar 5. maí 2025 21:21 Jón Daníelsson furðar sig á því að dóttir sín sé borin út á meðan kona sem hrellir alla íbúa hússins fái að búa þar áfram. Vísir/Bjarni Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. Nágranninn, sem er síbrotakona á fertugsaldri, hefur gengið berserksgang um húsið og reynt að brjótast inn í flestar íbúðirnar þar. Hún er meðal annars sögð hafa brotist inn hjá 76 ára konu sem lá þá á spítala og stolið hálfri búslóðinni. DV hefur fjallað ítarlega um mál konunnar síðustu ár. „Það þarf að taka í taumana, það þarf að grípa inn í þetta. Það skiptir í sjálfu sér ekki höfuð máli hvort dóttir mín er borin út eða ekki, því ástandið á stigaganginum er algjörlega óviðunandi. Og að það sé ekkert gert árum saman,“ segir Jón Daníelsson, faðir konunnar sem á að bera út. Hann kallar eftir sterkari viðbrögðum frá lögreglunni og Félagsbústöðum. „Eftir þeim fréttum sem ég hef séð, þá ættu að finnast næg vitni um framgöngu þessarar ríflegra þrítugu konu sem býr hérna. Og terroríserar alla íbúana,“ segir Jón. Dóttir Jóns hefur glímt við fíknivanda í mörg ár og er í virkri neyslu. Í hverjum mánuði fær hún tæpar fjögur hundruð þúsund krónur greiddar frá Tryggingastofnun og á að nota hann meðal annars í að greiða leigu. Peningurinn hefur áður horfið skömmu eftir mánaðamót til að fjármagna neyslu hennar. Hann vill að Félagsbústaðir geti fengið leiguna beint frá Tryggingastofnun. „Hún fær bara peningana í hendurnar. Svo á hún að borga. Henni er ekki séð fyrir öruggu húsnæði, henni er ekki séð fyrir mat. Henni er ekki séð fyrir eðlilegum lyfjum heldur fær hún bara peninga í hendurnar og á að sjá um sig eins og allir aðrir,“ segir Jón. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Lögreglumál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Nágranninn, sem er síbrotakona á fertugsaldri, hefur gengið berserksgang um húsið og reynt að brjótast inn í flestar íbúðirnar þar. Hún er meðal annars sögð hafa brotist inn hjá 76 ára konu sem lá þá á spítala og stolið hálfri búslóðinni. DV hefur fjallað ítarlega um mál konunnar síðustu ár. „Það þarf að taka í taumana, það þarf að grípa inn í þetta. Það skiptir í sjálfu sér ekki höfuð máli hvort dóttir mín er borin út eða ekki, því ástandið á stigaganginum er algjörlega óviðunandi. Og að það sé ekkert gert árum saman,“ segir Jón Daníelsson, faðir konunnar sem á að bera út. Hann kallar eftir sterkari viðbrögðum frá lögreglunni og Félagsbústöðum. „Eftir þeim fréttum sem ég hef séð, þá ættu að finnast næg vitni um framgöngu þessarar ríflegra þrítugu konu sem býr hérna. Og terroríserar alla íbúana,“ segir Jón. Dóttir Jóns hefur glímt við fíknivanda í mörg ár og er í virkri neyslu. Í hverjum mánuði fær hún tæpar fjögur hundruð þúsund krónur greiddar frá Tryggingastofnun og á að nota hann meðal annars í að greiða leigu. Peningurinn hefur áður horfið skömmu eftir mánaðamót til að fjármagna neyslu hennar. Hann vill að Félagsbústaðir geti fengið leiguna beint frá Tryggingastofnun. „Hún fær bara peningana í hendurnar. Svo á hún að borga. Henni er ekki séð fyrir öruggu húsnæði, henni er ekki séð fyrir mat. Henni er ekki séð fyrir eðlilegum lyfjum heldur fær hún bara peninga í hendurnar og á að sjá um sig eins og allir aðrir,“ segir Jón.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Lögreglumál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira