Umræðuefni á úrslitakeppninni var „Ritskoðun“. MS mælti með, en Verzló á móti. Stigahæsti ræðumaður úrslitanna var Andrés Kristinn Haraldsson, stuðningsmaður Verzló, og hlaut hann því nafnbótina „Ræðumaður Íslands“. Þetta var 17. sigur Verzló í keppninni, sem hefur unnið oftast allra framhaldsskóla.
Aðrir liðsmenn Verzlunarskólans voru liðsstjórinn Guðmundur Kristinn Davíðsson, frummælandinn Isabel Dís Sheehan og meðmælandinn Anna María Allawawi Sonde.
Lið MS var skipað liðsstjóranum Öglu Rut Egilsdóttur, frummælandanum Ásgeiri Mána Andrasyni, meðmælandanum Maríu Sól Jósepsdóttur og stuðningsmanninum Vigdísi Elísabetu Bjarnadóttur.