Reykjavík

Fréttamynd

TBR opnar dyrnar með ströngum reglum

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur í Gnoðarvogi hefur opnað dyr sínar fyrir einliðaleik í fullorðinsflokki að ströngum skilyrðum. Til dæmis má aðeins nota tvo bolta í leik og eru iðkendur hvattir til að merkja bolta sína með lit.

Innlent
Fréttamynd

Miklar tafir á umferð vegna malbikunar

Töluverðar tafir hafa verið á umferð þar sem Sæbraut tengist við Reykjanesbraut í höfuðborginni í dag. Verið er að fræsa og malbika akrein á Reykjanesbrautinni í suðurátt á vegarkaflanum frá Miklubraut upp að Stekkjarbakka.

Innlent
Fréttamynd

Börn og starfsmenn á leikskólanum Fífuborg í sóttkví

Fimmtán börn og að minnsta kosti fjórir starfsmenn á Ljósheimadeild í leikskólanum Fífuborg í Grafarvogi verða í sóttkví út vikuna eftir að starfsmaður þar greindist smitaður í gær. Þetta er í annað skipti sem kórónuveirusmit kemur upp á leikskólanum í þessum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Tómar fangageymslur í nótt

Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tómar snemma í morgun sem þykir sæta tíðindum. Samkomubann og takmarkanir á starfsemi veitinga- og öldurhúsa hefur nú verið í gildi um nokkurra vikna skeið.

Innlent
Fréttamynd

Hópsmit á Landakoti

Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nógu mikil árvekni orsakaði strand Ópals

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að orsök strands farþegaskipsins Ópals við Lundey í febrúar á þessu ári hafi verið sú að mikilvæg árvekni við stjórn skipsins hafi ekki verið viðhöfð í aðdraganda strandsins.

Innlent
Fréttamynd

Samþykktu einróma að stuðla að opnun neyslurýma

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag að stuðla að opnun neyslurýma í Reykjavík. Í bókun meirihluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu

Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43.

Innlent
Fréttamynd

Hljóp úr pontu Alþingis við skjálftann

Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn grunaður um brot á sótt­kví

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af tveimur ölvuðum mönnum í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Annar maðurinn er grunaður um brot á sóttkví þar sem hann var nýlega kominn til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Talsvert magn olíu í hreinsistöð í Klettagörðum

Olía hefur borist í töluverðu magni inn í hreinsistöð Veitna í Klettagörðum í Reykjavík. Erfitt er sagt að rekja uppruna olíumengunarinnar en hreinsistöðin tekur við fráveituvatni frá stórum hluta höfuðborgarsvæðisins.

Innlent