Náttúra Reykjavíkur í göngufæri Björn Hauksson skrifar 28. apríl 2022 16:01 Græn svæði á borð við Laugarnestanga, Elliðaárdal, Vatnsendahvarf, Skerjafjörð og Öskjuhlíð eru einstök tækifæri fyrir borgarbúa til að vera í náttúrulegu umhverfi. Það er margsannað að náttúra bætir andlega og líkamlega heilsu fólks og lyftir upp nærliggjandi íbúabyggð. Svæðin eru mikið notuð sameign íbúa. Þegar þau eru seld undir blokkir, skrifstofur eða verslanir þá er um einkavæðingu að ræða sem skilar umtalsverðum tekjum í borgarsjóð. Græn svæði í Reykjavík hafa rýrnað jafnt og þétt. Breyta þarf verklagi þannig að borgin hafi góða framtíðarstefnu, bæti fyrir skerðingu grænna svæða, og virkja ætti lýðræðisferla svo að íbúar geti komið að ákvörðunum um græn svæði hindrunarlaust. Nýlegt dæmi er Laugarnestangi þar sem búin var til þriggja hektara landfylling við verndað svæði án þess að deiliskipulag liggi fyrir, og íbúar fengu enga kynningu á framkvæmdinni. Þar á að byggja skrifstofur Faxaflóahafna og skólpstöð sem þarf fimm hektara lóð. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælir gegn sjósundi á svæðum sem eru innan við einn kílómeter frá skólpstöð. Búið er að skipta framkvæmdinni upp í tvo hluta, þannig að hvor hlutinn er undir viðmiðum Skipulagsstofnunnar um umhverfismat. Umhverfisskýrslan sem birt var inniheldur enga efnislega greiningu og engin manneskja er skráð fyrir skýrslunni. Borgin þarf ekkert að borga fyrir landið, og ekki á að fara í mótvægisaðgerðir í Laugardal til að græn svæði í hverfinu skerðist ekki. Laugarnestangi myndar landslagsheild með Skarfakletti og Viðey. Slík upplifun skerðist verulega þegar búið er að byggja og malbika allt í kring sem lokar á útsýnið og kyrrð. Samkvæmt lögum um umhverfismat á að vernda slíkar landslagsheildir. Samkvæmt Heimsmarkmiðum SÞ á að vernda strandlengju eins og kostur er, og varðveita á líffræðilega fjölbreytni. Slík svæði í borg eru gríðarlega verðmæt og verðgildi þeirra eykst hratt, vegna þess hve sjaldgæf þau eru. Í samning borgarstjóra við Minjastofnun Íslands frá árinu 2016 segir: „Náttúrufarið á Laugarnesi gerir svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Mikilvægt er að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem er hvergi að finna annars staðar í Reykjavík.“ Um landfyllinguna segir deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg: „Tillagan hefur áhrif á landslag/ásýnd og verndarsvæði/útivist og að mati undirritaðs vanmat að áhrif tillögunnar séu óveruleg.“ Þá er óvíst hvort dýralíf geti truflast en vel er þekkt að skarfar, selir og fleiri dýr nýta sér skerin og svæðið allt. Úr því sem komið er ætti borgarstjórn að stöðva frekari áform um landfyllingar á Laugarnestanga og merkja alla fjöruna að Skarfakletti sem grænt svæði í skipulagi. Þar megi ekki byggja varanleg mannvirki eða landfyllingar. Einnig væri rétt að halda íbúakosningu þar sem spurt er um verndun svæðisins. Í lýðræðisstefnu Reykjavíkur segir meðal annars: „Þróa borgarkönnun til að auka aðkomu íbúa að stefnumótun í veigamiklum málum sem varða almannahag. Aðferðin yrði notuð til að kalla eftir afstöðu borgarbúa annaðhvort í heild eða innan hverfa borgarinnar til hinna ýmsu mála.“ Í reynd er sömu sögu að segja um hafa flest grænu svæðin í Reykjavík. Uppvið Elliðaár voru m.a. settir flóðlýstir fótboltavellir og næsta skref er að byggja stórt verslunarhúsnæði og hugsanlega blokkir neðar við Elliðaárnar. Græna svæðið í Elliðaárdal hefur minnkað úr 400 hekturum samkvæmt skýrslu starfshóps árið 2016 um framtíðarsýn Elliðaárdals, í 200 hektara samkvæmt núgildandi deiliskipulagi. Hollvinasamtök Elliðaárdals söfnuðu nærri 12 þúsund undirskriftum með beiðni um íbúakosningu gegn atvinnuhúsnæði við árnar, en borgarstjórn hafnaði þeirri beiðni. Í Öskjuhlíð eru háskólabyggingar komnar í og við skóginn, og nýbúið er að malbika breiða stíga í hlíðina frá nýju hverfi á Hlíðarenda. Framkvæmdin byggði á gömlu skipulagi sem hefur enga umræðu eða kynningu fengið á undanförnum árum. Áætlanir eru um að gera landfyllingu í náttúrulegri fjöru Skerjafjarðar. Og byggja á fjölfarin veg í gegnum mitt Vatnsendahvarf sem teygir sig líka inn í Elliðaárdal. Grænu svæðin eru yfirleitt ekki vernduð og þau eru varla til á korti, því ekkert heildstætt yfirlit er til hjá Reykjavíkurborg um þau öll. Hvorki hver staðan er í dag né fyrr á árum. Slíkt yfirlit ætti að ná yfir öll svæði, stærð þeirra, verndarstöðu, líffræði og dýralíf, fjölbreytileika, kolefnisbindingu, hve mikið þau eru notuð, fjárhagslegt verðmæti ásamt reglum um hvaða ferli þarf að fara fram til að breyta þeim eða næsta nágrenni þeirra. Í London hefur t.d. farið fram ítarleg greining á grænum svæðum og mætti nota sem fyrirmynd. Fjölbreytni þýðir að svæðin eiga ekki öll að vera malbikuð með húsum á alla kanta líkt og hefur gerst í hjarta Laugardalsins og mörg svæðin stefna í, s.s. Öskjuhlíð, Elliðaárdalur og Laugarnestangi. Deiliskipulag yngra en tveggja ára ætti ávalt að liggja fyrir svo að íbúar komi að ferlinu og framkvæmdin standist nútímakröfur. Íbúakosning ætti að fara fram ef nokkur þúsund íbúar óska þess eða um er að ræða stóra framkvæmd við grænt útivistarsvæði. Allir íbúar ættu að eiga rétt á náttúru í göngufæri. Höfundur er meðlimur í Laugarnesvinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Sjá meira
Græn svæði á borð við Laugarnestanga, Elliðaárdal, Vatnsendahvarf, Skerjafjörð og Öskjuhlíð eru einstök tækifæri fyrir borgarbúa til að vera í náttúrulegu umhverfi. Það er margsannað að náttúra bætir andlega og líkamlega heilsu fólks og lyftir upp nærliggjandi íbúabyggð. Svæðin eru mikið notuð sameign íbúa. Þegar þau eru seld undir blokkir, skrifstofur eða verslanir þá er um einkavæðingu að ræða sem skilar umtalsverðum tekjum í borgarsjóð. Græn svæði í Reykjavík hafa rýrnað jafnt og þétt. Breyta þarf verklagi þannig að borgin hafi góða framtíðarstefnu, bæti fyrir skerðingu grænna svæða, og virkja ætti lýðræðisferla svo að íbúar geti komið að ákvörðunum um græn svæði hindrunarlaust. Nýlegt dæmi er Laugarnestangi þar sem búin var til þriggja hektara landfylling við verndað svæði án þess að deiliskipulag liggi fyrir, og íbúar fengu enga kynningu á framkvæmdinni. Þar á að byggja skrifstofur Faxaflóahafna og skólpstöð sem þarf fimm hektara lóð. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælir gegn sjósundi á svæðum sem eru innan við einn kílómeter frá skólpstöð. Búið er að skipta framkvæmdinni upp í tvo hluta, þannig að hvor hlutinn er undir viðmiðum Skipulagsstofnunnar um umhverfismat. Umhverfisskýrslan sem birt var inniheldur enga efnislega greiningu og engin manneskja er skráð fyrir skýrslunni. Borgin þarf ekkert að borga fyrir landið, og ekki á að fara í mótvægisaðgerðir í Laugardal til að græn svæði í hverfinu skerðist ekki. Laugarnestangi myndar landslagsheild með Skarfakletti og Viðey. Slík upplifun skerðist verulega þegar búið er að byggja og malbika allt í kring sem lokar á útsýnið og kyrrð. Samkvæmt lögum um umhverfismat á að vernda slíkar landslagsheildir. Samkvæmt Heimsmarkmiðum SÞ á að vernda strandlengju eins og kostur er, og varðveita á líffræðilega fjölbreytni. Slík svæði í borg eru gríðarlega verðmæt og verðgildi þeirra eykst hratt, vegna þess hve sjaldgæf þau eru. Í samning borgarstjóra við Minjastofnun Íslands frá árinu 2016 segir: „Náttúrufarið á Laugarnesi gerir svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Mikilvægt er að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem er hvergi að finna annars staðar í Reykjavík.“ Um landfyllinguna segir deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg: „Tillagan hefur áhrif á landslag/ásýnd og verndarsvæði/útivist og að mati undirritaðs vanmat að áhrif tillögunnar séu óveruleg.“ Þá er óvíst hvort dýralíf geti truflast en vel er þekkt að skarfar, selir og fleiri dýr nýta sér skerin og svæðið allt. Úr því sem komið er ætti borgarstjórn að stöðva frekari áform um landfyllingar á Laugarnestanga og merkja alla fjöruna að Skarfakletti sem grænt svæði í skipulagi. Þar megi ekki byggja varanleg mannvirki eða landfyllingar. Einnig væri rétt að halda íbúakosningu þar sem spurt er um verndun svæðisins. Í lýðræðisstefnu Reykjavíkur segir meðal annars: „Þróa borgarkönnun til að auka aðkomu íbúa að stefnumótun í veigamiklum málum sem varða almannahag. Aðferðin yrði notuð til að kalla eftir afstöðu borgarbúa annaðhvort í heild eða innan hverfa borgarinnar til hinna ýmsu mála.“ Í reynd er sömu sögu að segja um hafa flest grænu svæðin í Reykjavík. Uppvið Elliðaár voru m.a. settir flóðlýstir fótboltavellir og næsta skref er að byggja stórt verslunarhúsnæði og hugsanlega blokkir neðar við Elliðaárnar. Græna svæðið í Elliðaárdal hefur minnkað úr 400 hekturum samkvæmt skýrslu starfshóps árið 2016 um framtíðarsýn Elliðaárdals, í 200 hektara samkvæmt núgildandi deiliskipulagi. Hollvinasamtök Elliðaárdals söfnuðu nærri 12 þúsund undirskriftum með beiðni um íbúakosningu gegn atvinnuhúsnæði við árnar, en borgarstjórn hafnaði þeirri beiðni. Í Öskjuhlíð eru háskólabyggingar komnar í og við skóginn, og nýbúið er að malbika breiða stíga í hlíðina frá nýju hverfi á Hlíðarenda. Framkvæmdin byggði á gömlu skipulagi sem hefur enga umræðu eða kynningu fengið á undanförnum árum. Áætlanir eru um að gera landfyllingu í náttúrulegri fjöru Skerjafjarðar. Og byggja á fjölfarin veg í gegnum mitt Vatnsendahvarf sem teygir sig líka inn í Elliðaárdal. Grænu svæðin eru yfirleitt ekki vernduð og þau eru varla til á korti, því ekkert heildstætt yfirlit er til hjá Reykjavíkurborg um þau öll. Hvorki hver staðan er í dag né fyrr á árum. Slíkt yfirlit ætti að ná yfir öll svæði, stærð þeirra, verndarstöðu, líffræði og dýralíf, fjölbreytileika, kolefnisbindingu, hve mikið þau eru notuð, fjárhagslegt verðmæti ásamt reglum um hvaða ferli þarf að fara fram til að breyta þeim eða næsta nágrenni þeirra. Í London hefur t.d. farið fram ítarleg greining á grænum svæðum og mætti nota sem fyrirmynd. Fjölbreytni þýðir að svæðin eiga ekki öll að vera malbikuð með húsum á alla kanta líkt og hefur gerst í hjarta Laugardalsins og mörg svæðin stefna í, s.s. Öskjuhlíð, Elliðaárdalur og Laugarnestangi. Deiliskipulag yngra en tveggja ára ætti ávalt að liggja fyrir svo að íbúar komi að ferlinu og framkvæmdin standist nútímakröfur. Íbúakosning ætti að fara fram ef nokkur þúsund íbúar óska þess eða um er að ræða stóra framkvæmd við grænt útivistarsvæði. Allir íbúar ættu að eiga rétt á náttúru í göngufæri. Höfundur er meðlimur í Laugarnesvinum.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun