Hafnarfjörður

Fréttamynd

Eldurinn kviknaði sennilega út frá rafhlöðu

Forstjóri Endurvinnslustöðvarinnar Terra segir búnað og tæki hafa sloppið vel úr eldsvoða sem kviknaði í skemmu stöðvarinnar í nótt. Hann segir líklegast að eldurinn hafi kviknað af sjálfu sér út frá rafhlöðu í ruslinu.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í mót­töku­­stöð Terra í nótt

Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga.

Innlent
Fréttamynd

„Ég stakk hann þrisvar!“

Upptaka úr síma stúlku sýnir slagsmál ungs manns og tveggja pilta við pólskan karlmann, sem lést af sárum sínum í kjölfarið. Í myndskeiðinu sést ungi maðurinn stinga manninn ítrekað.

Innlent
Fréttamynd

Stofnaði í­trekað til slags­mála í mið­borginni

Maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt eftir að hafa ítrekað stofnað til slagsmála í miðborg Reykjavíkur. Annar var handtekinn og vistaður í fangaklefa fyrir að ráðast á dyravörð skemmtistaðar á svipuðum slóðum.

Innlent
Fréttamynd

Grimmdar­legar lýsingar á mann­drápinu í Hafnar­firði

Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar.

Innlent
Fréttamynd

Verð hús­næðis lækkaði á höfuð­borgar­svæðinu

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikill kyn­lífs­há­vaði raskaði svefn­friði íbúa

Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð hefðbundin ef marka má dagbók hennar. Tvær tilkynningar bárust um líkamsárás, nokkrar tilkynningar um innbrot og kvartanir undan hávaða. Ein slík barst vegna kynlífshávaða sem raskaði svefnfriði.

Innlent
Fréttamynd

Drengirnir á­kærðir fyrir mann­dráp og stúlkan brot á hjálpar­skyldu

Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Stal bíl og ók undir á­hrifum með lögguna á hælunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitarinnar í umfangsmiklum aðgerðum í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði þar sem ökumanni Land Cruiser jeppa var veitt eftirför. Um stolinn bíl var að ræða en engan sakaði þrátt fyrir að lögreglubíll hafi hafnað utan vegar við eftirförina.

Innlent
Fréttamynd

„Jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó“

Þegar jarðskjálftar sem eiga upptök sín nálægt Kleifarvatni ganga yfir í Seltúni í Krýsuvík, þá gengur jörðin hreinlega í bylgjum. Afleiðingarnar eru grjóthrun og tómar hillur. En það sem er ívið verra að sögn landvarðar, eru klósettmálin.

Innlent
Fréttamynd

Bylgja mann­dráps­mála gengur yfir

Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Kindum beitt á ör­foka land í Krýsu­vík

Kindum er beitt á örfoka land í Krýsuvík og ekki er hægt að aðhafast neitt vegna þess að reglugerð situr föst í matvælaráðuneytinu. Landgræðslan segir mikið hafa verið gert á Reykjanesi en sums staðar sé ástandið slæmt.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Gæslu­v­arðhald yfir þrem­ur sak­born­ing­um í mann­dráps­máli sem átti sér stað á bílastæði fyrir utan Fjarðar­kaup í Hafnar­f­irði hef­ur verið fram­lengt um fjórar vikur. Manndrápið átti sér stað 20. apríl og verður tólf vikna gæsluvarðhald því fullnýtt.

Innlent