Fóstruðu þrastarunga í 15 daga í Hafnarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júlí 2024 20:05 Patrekur Emil Jónsson „ungapabbi” í Hafnarfirði og Þorbjörg Una Þorkelsdóttir „ungamamma” með ungana tvo, sem þau fóðruðu og sáu um í 15 daga en vonandi ná þeir að bjarga sér út í náttúrunni eftir að þeim var sleppt í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir háma í sig tugi ánamaðka á dag þrastarungarnir, sem hafa verið í fóstri á heimili í Hafnarfirði síðustu daga eftir að mamma þeirra yfirgaf þá. Hér erum við að tala um tvo þrastarunga, sem hafa búið í blokk í Hafnarfirði síðustu fimmtán dag en var sleppt í gærkvöldi út í náttúruna í þeirri von að þeir nái að bjarga sér. Ungarnir voru í hreiðri upp í tré, sem starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns voru að fella en en mamman kom ekki aftur eftir fellinguna. „Svo var komin rigning og vont veður og ég vildi ekki að ungarnir yrðu úti svo ég setti þá í vinnuhúfuna mína og þeir voru með mér í vinnubílnum allan daginn og nú er ég orðinn „mamma” þeirra,” segir Patrekur Emil Jónsson, starfsmaður fyrirtækisins og bjargvættur unganna. „Það hefur tekið á að vera með ungana alla þessa dag, það er mikil vinna að fóðra þá, halda þeim uppi en þetta er búið að vera mjög gefandi,” bætir Patrekur við. Ungarnir eru mjög krúttlegir og fallegir eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Patrekur segir ótrúlegt hvað svona litlir ungar geta étið mikið af ánamöðkum, þeir sporðrenni þeim niður eins og ekkert sé. En voru mikil læti í þeim eða voru þeir alveg rólegir? „Það voru voða læti í þeim þegar þeir eru svangir en þegar þeir voru búnir að fá að borða voru þeir mjög þægilegir og stilltir og það fór voðalega lítið fyrir þeim,” bætir Patrekur við. Ungarnir voru ánægðir með ánamaðkana, sem þeir fengu að éta. Þeir fengu líka stundum bláber og jarðarber, sem þeir voru líka ánægðir með.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ungana? „Örugglega bara að fylgjast með þeim og að fá tækifæri til að skoða þá svona nálægt sér, þú kemst ekkert nálægt Skógarþresti svona út í náttúrunni, það var gaman að fá að fylgjast með þeim,” segir Þorbjörg Una Þorkelsdóttir „ungamamma” í Hafnarfirði. Starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns björguðu ungunum eftir að mamma þeirra yfirgaf þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Garðaþjónustu Sigurjóns Hafnarfjörður Fuglar Skordýr Dýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Hér erum við að tala um tvo þrastarunga, sem hafa búið í blokk í Hafnarfirði síðustu fimmtán dag en var sleppt í gærkvöldi út í náttúruna í þeirri von að þeir nái að bjarga sér. Ungarnir voru í hreiðri upp í tré, sem starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns voru að fella en en mamman kom ekki aftur eftir fellinguna. „Svo var komin rigning og vont veður og ég vildi ekki að ungarnir yrðu úti svo ég setti þá í vinnuhúfuna mína og þeir voru með mér í vinnubílnum allan daginn og nú er ég orðinn „mamma” þeirra,” segir Patrekur Emil Jónsson, starfsmaður fyrirtækisins og bjargvættur unganna. „Það hefur tekið á að vera með ungana alla þessa dag, það er mikil vinna að fóðra þá, halda þeim uppi en þetta er búið að vera mjög gefandi,” bætir Patrekur við. Ungarnir eru mjög krúttlegir og fallegir eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Patrekur segir ótrúlegt hvað svona litlir ungar geta étið mikið af ánamöðkum, þeir sporðrenni þeim niður eins og ekkert sé. En voru mikil læti í þeim eða voru þeir alveg rólegir? „Það voru voða læti í þeim þegar þeir eru svangir en þegar þeir voru búnir að fá að borða voru þeir mjög þægilegir og stilltir og það fór voðalega lítið fyrir þeim,” bætir Patrekur við. Ungarnir voru ánægðir með ánamaðkana, sem þeir fengu að éta. Þeir fengu líka stundum bláber og jarðarber, sem þeir voru líka ánægðir með.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ungana? „Örugglega bara að fylgjast með þeim og að fá tækifæri til að skoða þá svona nálægt sér, þú kemst ekkert nálægt Skógarþresti svona út í náttúrunni, það var gaman að fá að fylgjast með þeim,” segir Þorbjörg Una Þorkelsdóttir „ungamamma” í Hafnarfirði. Starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns björguðu ungunum eftir að mamma þeirra yfirgaf þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Garðaþjónustu Sigurjóns
Hafnarfjörður Fuglar Skordýr Dýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira