100 ára ártíð Ólafíu Jóhannsdóttur: Aðgát skal höfð í nærveru sálar Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar 21. júní 2024 07:01 Ofangreind lína úr ljóði Einars Benediktssonar (1864-1940) Einræður Starkaðar á jafn vel við í dag og þegar ljóðið kom út árið 1921. Einar og Ólafía Jóhannsdóttir (1863-1924) voru systkinabörn og Ólafía hjúkraði Einari heima hjá sér um tíma er hann glímdi við erfið veikindi. Talið er að Einar hafi haft Ólafíu Jóhannsdóttur í huga þegar hann samdi eftirfarandi erindi: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Í dag, 21. júní 2004, eru 100 ár frá andláti Ólafíu. Hún er þekktust fyrir að vera mannvinur sem getur dimmu í dagsljós breytt en mannúðarstörf hennar í þágu þeirra sem minnst máttu sín í samfélaginu urðu til þess að hún var kölluð Móðir Teresa Norðursins. Frumkvöðull á mörgum sviðum Ólafía var fyrst kvenna til að ljúka prófi úr fjórða bekk Lærða skólans árið 1890. Þá tók hún þátt í að stofna Hið íslenska kvenfélag árið 1894, auk þess sem hún beitti sér fyrir stofnun Hvítabandsins á Íslandi og var kosin formaður þess 1895. Fyrst kvenna var hún kosin í æðstu stjórn Góðtemplarareglunnar á Íslandi og tímabundið sinnti hún störfum Æðsta templarans innan reglunnar. Að auki lét hún til sín taka á Íslandi í baráttunni við áfengisvandann. Síðast en ekki síst var hún hvatamaður að stofnun Háskóla Íslands. Stórhuga frumkvöðlastarf Ólafíu einskorðaðist ekki við Ísland, þótt ættjarðarástin hafi verið mikil. Hún var annáluð fyrir mælsku og góð tungumálamanneskja og með þessa eiginleika að vopni söðlaði hún meðal annars um á sviði alþjóðaviðskipta, er hún gerðist umboðsaðili fyrir breska líftryggingafélagið Star á Íslandi og í Færeyjum, löngu fyrir daga lífeyrissjóða og almannatrygginga. Hún leigði húsnæði fyrir starfsemina að Kirkjustræti 10 í Reykjavík og hafði yfirleitt opið í hádeginu og síðdegis. Árslaun Ólafíu hjá Star voru 300 kr. en á þessum tíma, um aldamótin 1900, voru árslaun vinnukvenna um 40 kr. eða rétt rúm 13% af árslaunum Ólafíu. Óhætt er því að segja að hún hafi verið hátekjukona í sjálfstæðum rekstri með sveigjanlegan vinnutíma. Ólafía ferðaðist víða um Ísland og hélt fyrirlestra á vegum Hvítabandsins. Síðar fór hún til Bandaríkjanna, Kanada, Englands, Skotlands og Noregs til að halda fyrirlestra um jafnréttismál, menntamál, trúmál, lífeyrisréttindi og heilbrigðismál. Árið 1912 stofnaði hún heimili fyrir utangarðskonur í Kristjaníu (sem nú er Ósló) og skrifaði á norsku bókina Aumastar allra: Myndir frá skuggahliðum Kristjaníu. Bókin vakti mikla athygli bæði á Íslandi og erlendis, var oft endurútgefin í Noregi og einnig þýdd yfir á íslensku og ensku og gefin út í Kanada. Ólafía ritaði síðar endurminningar sínar Frá myrkri til ljóss. Bókin, sem gefin var út árið 1925, var tímamótaverk í íslenskri bókmenntasögu en þetta var í fyrsta sinn sem sjálfsævisaga konu kom út á prenti. Ólafía var búsett í Noregi í um 20 ár og var þekkt fyrir þjónustu við utangarðskonur. Þar hélt hún ætterni sínu ætíð til haga og klæddist ávallt íslenskum þjóðbúningi. Því var hún kölluð Hin íslenska. Á sviði starfsendurhæfingar var Ólafía einnig frumkvöðull. Hún áttaði sig fljótt á því að fólk þurfti stuðning við að finna sér viðeigandi störf til að geta séð fyrir sér og sínum. Nýtti Ólafía tengslanet sitt óspart og vann að því að finna vinnustaði og húsnæði fyrir sína skjólstæðinga. Hún var heillega hugsandi kona sem lýsti samhjálp sem borgaralegri skyldu allra manna, með skilning og innsæi að leiðarljósi. Ekki væri fyllilega hægt að hjálpa fólki án þess að læra að skilja það á heildrænan hátt. Þannig var Ólafíu umhugað um fagleg vinnubrögð. Skrifaði hún um hvernig hugsunin um eigin hjálparstör feli í sér gagnrýna sjálfskoðun ásamt því að vera meðvitaður um eigin tilfinningar, viðbrögð og mörk. Hún lýsir vel hvernig fagmaðurinn getur verið milli steins og sleggju, bæði tilfinningalega og siðferðislega, þegar gildi þess að gefa af sér togast á við það sem í dag telst vera meðvirkni, þegar góðmennskan geti jafnvel gert illt verra og beinlínis verið skaðleg: Maður finnur til innilegrar, óttablandinnar gleði. Maður er svo hræddur um að verða til að skemma eitthvað, ýta of fast á eða halda of fast í. Hér má sjá beina tengingu við handleiðslufræði nútímans en handleiðsla er aðferð sem ætlað er að efla fagmennsku, vernda fagmanninn, ásamt því að tryggja gæði þjónustu. Þessi jafnvægislist samhjálpar og sjálfameðvitundar stenst afar vel tímans tönn og fellur undir ígrundun um eigin störf í formi sjálfshandleiðslu. Handleiðsla er liður í persónulegri starfsþróun en gildir einnig sem forvörn gegn streitu og kulnun á vinnumarkaði. Vöndum okkur í samskiptum Góðmennska á erindi við samtímann og gildi þau sem bæði Ólafía og Einar héldu á lofti eiga enn við. Þegar okkur líður illa og sjáum ekkert jákvætt handan hornsins getur eitt bros haft afgerandi áhrif. Bros smitar útfrá sér og getur auðveldað til muna að horfa fram á veginn. Þrátt fyrir erfiðleika getum við haldið áfram og fundið það sem jákvætt er og hjálplegt. Það er vel þekkt að þegar langvarandi álag og erfiðleikar hafa verið til staðar þarf oft sáralítið til að mælirinn stútfyllist. Á göngu okkar gengum lífið mætum við fullt af fólki og þótt allt virðist vera í lagi á yfirborðinu þá vitum aldrei hvað hver og einn er að glíma við. Eitt orð eða svar getur haft þau áhrif að líðan annarrar manneskju breytist, bæði til hins betra en eins til hins verra. Við erum víða minnt á að vanda okkur í samskiptum hvert við annað, öll höfum við áhrif. Hver man ekki eftir hinni brosmildu og lífsglöðu Franciscu sem vann í Bónus? Hún varð landsfræg því framkoma hennar og viðmót lét fólki líða vel. Í ljóði Einars er fjallað um að við berum ábyrgð á orðum okkar og hegðun. Ef við segjum eða gerum eitthvað sem særir aðra þá getum við ekki tekið það til baka. Við getum að sjálfsögðu beðist fyrirgefningar og reynt að bæta fyrir orðin hlut en betri er forsjá en eftirsjá. Minningarathöfn 21. júní – Gengið frá Hallveigarstöðum að Hólavallagarði Til að heiðra minningu Ólafíu í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá andláti hennar mun Handleiðslufélag Íslands í samstarfi við Bandalag kvenna í Reykjavík, Djáknafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, Hvítabandið, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og Mosfellsprestakall vera með minningarathöfn sem hefst kl. 11:00 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík. Klukkan 12:00 verður gengið saman í fylkingu að leiði Ólafíu í Hólavallagarði og blómsveigur lagður að legstað hennar. Að því loknu verður boðið upp á kaffi og hádegishressingu á Hallveigarstöðum. Í anda Ólafíu munu vonandi margir klæðast íslenskum þjóðbúningi og brosa breitt. Höfundur er félagsráðgjafi, formaður Handleiðslufélags Íslands og framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ofangreind lína úr ljóði Einars Benediktssonar (1864-1940) Einræður Starkaðar á jafn vel við í dag og þegar ljóðið kom út árið 1921. Einar og Ólafía Jóhannsdóttir (1863-1924) voru systkinabörn og Ólafía hjúkraði Einari heima hjá sér um tíma er hann glímdi við erfið veikindi. Talið er að Einar hafi haft Ólafíu Jóhannsdóttur í huga þegar hann samdi eftirfarandi erindi: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Í dag, 21. júní 2004, eru 100 ár frá andláti Ólafíu. Hún er þekktust fyrir að vera mannvinur sem getur dimmu í dagsljós breytt en mannúðarstörf hennar í þágu þeirra sem minnst máttu sín í samfélaginu urðu til þess að hún var kölluð Móðir Teresa Norðursins. Frumkvöðull á mörgum sviðum Ólafía var fyrst kvenna til að ljúka prófi úr fjórða bekk Lærða skólans árið 1890. Þá tók hún þátt í að stofna Hið íslenska kvenfélag árið 1894, auk þess sem hún beitti sér fyrir stofnun Hvítabandsins á Íslandi og var kosin formaður þess 1895. Fyrst kvenna var hún kosin í æðstu stjórn Góðtemplarareglunnar á Íslandi og tímabundið sinnti hún störfum Æðsta templarans innan reglunnar. Að auki lét hún til sín taka á Íslandi í baráttunni við áfengisvandann. Síðast en ekki síst var hún hvatamaður að stofnun Háskóla Íslands. Stórhuga frumkvöðlastarf Ólafíu einskorðaðist ekki við Ísland, þótt ættjarðarástin hafi verið mikil. Hún var annáluð fyrir mælsku og góð tungumálamanneskja og með þessa eiginleika að vopni söðlaði hún meðal annars um á sviði alþjóðaviðskipta, er hún gerðist umboðsaðili fyrir breska líftryggingafélagið Star á Íslandi og í Færeyjum, löngu fyrir daga lífeyrissjóða og almannatrygginga. Hún leigði húsnæði fyrir starfsemina að Kirkjustræti 10 í Reykjavík og hafði yfirleitt opið í hádeginu og síðdegis. Árslaun Ólafíu hjá Star voru 300 kr. en á þessum tíma, um aldamótin 1900, voru árslaun vinnukvenna um 40 kr. eða rétt rúm 13% af árslaunum Ólafíu. Óhætt er því að segja að hún hafi verið hátekjukona í sjálfstæðum rekstri með sveigjanlegan vinnutíma. Ólafía ferðaðist víða um Ísland og hélt fyrirlestra á vegum Hvítabandsins. Síðar fór hún til Bandaríkjanna, Kanada, Englands, Skotlands og Noregs til að halda fyrirlestra um jafnréttismál, menntamál, trúmál, lífeyrisréttindi og heilbrigðismál. Árið 1912 stofnaði hún heimili fyrir utangarðskonur í Kristjaníu (sem nú er Ósló) og skrifaði á norsku bókina Aumastar allra: Myndir frá skuggahliðum Kristjaníu. Bókin vakti mikla athygli bæði á Íslandi og erlendis, var oft endurútgefin í Noregi og einnig þýdd yfir á íslensku og ensku og gefin út í Kanada. Ólafía ritaði síðar endurminningar sínar Frá myrkri til ljóss. Bókin, sem gefin var út árið 1925, var tímamótaverk í íslenskri bókmenntasögu en þetta var í fyrsta sinn sem sjálfsævisaga konu kom út á prenti. Ólafía var búsett í Noregi í um 20 ár og var þekkt fyrir þjónustu við utangarðskonur. Þar hélt hún ætterni sínu ætíð til haga og klæddist ávallt íslenskum þjóðbúningi. Því var hún kölluð Hin íslenska. Á sviði starfsendurhæfingar var Ólafía einnig frumkvöðull. Hún áttaði sig fljótt á því að fólk þurfti stuðning við að finna sér viðeigandi störf til að geta séð fyrir sér og sínum. Nýtti Ólafía tengslanet sitt óspart og vann að því að finna vinnustaði og húsnæði fyrir sína skjólstæðinga. Hún var heillega hugsandi kona sem lýsti samhjálp sem borgaralegri skyldu allra manna, með skilning og innsæi að leiðarljósi. Ekki væri fyllilega hægt að hjálpa fólki án þess að læra að skilja það á heildrænan hátt. Þannig var Ólafíu umhugað um fagleg vinnubrögð. Skrifaði hún um hvernig hugsunin um eigin hjálparstör feli í sér gagnrýna sjálfskoðun ásamt því að vera meðvitaður um eigin tilfinningar, viðbrögð og mörk. Hún lýsir vel hvernig fagmaðurinn getur verið milli steins og sleggju, bæði tilfinningalega og siðferðislega, þegar gildi þess að gefa af sér togast á við það sem í dag telst vera meðvirkni, þegar góðmennskan geti jafnvel gert illt verra og beinlínis verið skaðleg: Maður finnur til innilegrar, óttablandinnar gleði. Maður er svo hræddur um að verða til að skemma eitthvað, ýta of fast á eða halda of fast í. Hér má sjá beina tengingu við handleiðslufræði nútímans en handleiðsla er aðferð sem ætlað er að efla fagmennsku, vernda fagmanninn, ásamt því að tryggja gæði þjónustu. Þessi jafnvægislist samhjálpar og sjálfameðvitundar stenst afar vel tímans tönn og fellur undir ígrundun um eigin störf í formi sjálfshandleiðslu. Handleiðsla er liður í persónulegri starfsþróun en gildir einnig sem forvörn gegn streitu og kulnun á vinnumarkaði. Vöndum okkur í samskiptum Góðmennska á erindi við samtímann og gildi þau sem bæði Ólafía og Einar héldu á lofti eiga enn við. Þegar okkur líður illa og sjáum ekkert jákvætt handan hornsins getur eitt bros haft afgerandi áhrif. Bros smitar útfrá sér og getur auðveldað til muna að horfa fram á veginn. Þrátt fyrir erfiðleika getum við haldið áfram og fundið það sem jákvætt er og hjálplegt. Það er vel þekkt að þegar langvarandi álag og erfiðleikar hafa verið til staðar þarf oft sáralítið til að mælirinn stútfyllist. Á göngu okkar gengum lífið mætum við fullt af fólki og þótt allt virðist vera í lagi á yfirborðinu þá vitum aldrei hvað hver og einn er að glíma við. Eitt orð eða svar getur haft þau áhrif að líðan annarrar manneskju breytist, bæði til hins betra en eins til hins verra. Við erum víða minnt á að vanda okkur í samskiptum hvert við annað, öll höfum við áhrif. Hver man ekki eftir hinni brosmildu og lífsglöðu Franciscu sem vann í Bónus? Hún varð landsfræg því framkoma hennar og viðmót lét fólki líða vel. Í ljóði Einars er fjallað um að við berum ábyrgð á orðum okkar og hegðun. Ef við segjum eða gerum eitthvað sem særir aðra þá getum við ekki tekið það til baka. Við getum að sjálfsögðu beðist fyrirgefningar og reynt að bæta fyrir orðin hlut en betri er forsjá en eftirsjá. Minningarathöfn 21. júní – Gengið frá Hallveigarstöðum að Hólavallagarði Til að heiðra minningu Ólafíu í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá andláti hennar mun Handleiðslufélag Íslands í samstarfi við Bandalag kvenna í Reykjavík, Djáknafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, Hvítabandið, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og Mosfellsprestakall vera með minningarathöfn sem hefst kl. 11:00 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík. Klukkan 12:00 verður gengið saman í fylkingu að leiði Ólafíu í Hólavallagarði og blómsveigur lagður að legstað hennar. Að því loknu verður boðið upp á kaffi og hádegishressingu á Hallveigarstöðum. Í anda Ólafíu munu vonandi margir klæðast íslenskum þjóðbúningi og brosa breitt. Höfundur er félagsráðgjafi, formaður Handleiðslufélags Íslands og framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar