Skipverji á strandveiðibát í bráðri hættu Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2024 08:41 Björgunarskip Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar frá þremur stöðum voru send á vettvang. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu. „Það kom leki í bát sem staðsettur var um fimm mílum norðaustur af Gróttu og virðist leka talsvert. Við kölluðum út þyrlu og fáum skip Landsbjargar frá Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði á staðinn líka,“ segir Viggó í samtali við fréttastofu. Hann segir að um 40 mínútum eftir að útkallið kom hafi fyrstu menn verið komnir á staðinn. Það sjáist talsverður leki. Sigmenn úr þyrlu hafi þá farið um borð og skoðað skipverjann og metið það svo að það þurfi að flytja hann á spítala. Þangað var hann kominn um klukkustund eftir að útkallið barst. Eftir það fóru menn úr Landsbjargarskipunum um borð með dælur og dældu mesta vatninu úr bátnum og þéttu svo lekann. „Svo draga þeir hann til hafnar í Hafnarfirði,“ segir Viggó og að þangað hafi þeir verið komnir um fimm tímum eftir að útkallið bara. Hann segir aðgerðina hafa gengið vel fyrir sig og fljótt þó svo að hún hafi tekið nokkra klukkutíma. Hann segir ekki liggja fyrir hvað kom fyrir manninn um borð og að hann viti ekki meira um líðan hans. Viggó segir að hættan hafi verið töluverð. „Þegar það er komið svo mikið af sjó í bátinn að það er komin slagsíða, hann er farinn að halla. Þá er stöðugleikinn skertur og þá veit maður ekki hversu langt er í að það klárist. Að báturinn sökkvi hreinlega. Við kölluðum því alla út á hæsta forgangi. En þetta slapp fyrir horn.“ Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Reykjavík Seltjarnarnes Kópavogur Hafnarfjörður Strandveiðar Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Það kom leki í bát sem staðsettur var um fimm mílum norðaustur af Gróttu og virðist leka talsvert. Við kölluðum út þyrlu og fáum skip Landsbjargar frá Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði á staðinn líka,“ segir Viggó í samtali við fréttastofu. Hann segir að um 40 mínútum eftir að útkallið kom hafi fyrstu menn verið komnir á staðinn. Það sjáist talsverður leki. Sigmenn úr þyrlu hafi þá farið um borð og skoðað skipverjann og metið það svo að það þurfi að flytja hann á spítala. Þangað var hann kominn um klukkustund eftir að útkallið barst. Eftir það fóru menn úr Landsbjargarskipunum um borð með dælur og dældu mesta vatninu úr bátnum og þéttu svo lekann. „Svo draga þeir hann til hafnar í Hafnarfirði,“ segir Viggó og að þangað hafi þeir verið komnir um fimm tímum eftir að útkallið bara. Hann segir aðgerðina hafa gengið vel fyrir sig og fljótt þó svo að hún hafi tekið nokkra klukkutíma. Hann segir ekki liggja fyrir hvað kom fyrir manninn um borð og að hann viti ekki meira um líðan hans. Viggó segir að hættan hafi verið töluverð. „Þegar það er komið svo mikið af sjó í bátinn að það er komin slagsíða, hann er farinn að halla. Þá er stöðugleikinn skertur og þá veit maður ekki hversu langt er í að það klárist. Að báturinn sökkvi hreinlega. Við kölluðum því alla út á hæsta forgangi. En þetta slapp fyrir horn.“
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Reykjavík Seltjarnarnes Kópavogur Hafnarfjörður Strandveiðar Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira