Geta ekki sagt hvort Óskari hafi verið boðið starfið eða ekki Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. júlí 2024 15:08 Óskar Steinn er allt annað en sáttur við framvindu mála hjá Hafnarfjarðarbæ, og segir bæinn ekki geta afturkallað ráðningu hans án nokkurra eftirmála. Hafnarfjarðarbær segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, og því ekki geta staðfest eða hafnað því að Óskari Steini Ómarssyni hafi verið boðið starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum. Sjálfur segir Óskar að svo hafi verið, en ráðningin dregið til baka. Hann telur að pólitísk afskipti hafi spilað inn í. Í svari við fyrirspurn fréttastofu, um hvort pólitísk afskipti hafi haft áhrif á ráðningu Óskars, segir Hafnafjarðarbær að áhersla bæjarins sé að fylgja vönduðum stjórnsýsluháttum. „Markmiðið er ávallt að standa faglega að auglýsingum, ráðningum og mannauðsmálum innan sveitarfélagsins og á því er engin undantekning gerð. Áhersla er lögð á að ráða hæfasta fólkið hverju sinni og vönduðum stjórnsýsluháttum fylgt við allar ráðningar.“ „Það var búið að ráða mig“ Óskar sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hafi sótt um stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla. Hann hafi fengið starfið og verið tilkynnt að ráðningarsamningur myndi berast rafrænt innan tíðar. Skömmu síðar hafi Óskar tjáð sig opinberlega um óskylt mál, ákvörðun meirihlutans í Hafnarfirði að loka Hamrinum, ungmennahús fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Hann gagnrýndi ákvörðunina. Daginn eftir að hann lét þessa skoðun sína í ljós var honum tilkynnt af stjórnendum Hraunvallaskóla að í ljós hefði komið að hann stæðist ekki menntunarkröfur til starfsins, og því þyrfti að falla frá ráðningu hans og auglýsa starfið upp á nýtt. „Það var búið að ráða mig. Öll gögn um mig voru komin inn í kerfið hjá bænum, að ég sé að taka við sem deildarstjóri tómstundarmiðstöðvar,“ sagði Óskar, sem benti á meginregluna um að munnlegir samningar séu jafngildir skriflegum. Líkt og áður segir vill hann meina að um pólitíska ákvörðun hafi verið að ræða, vegna skrifa sinna um Hamarinn. Honum var tjáð að ákvörðunin hafi verið tekin vegna þess að hann stæðist ekki menntunarkröfur. „Það blasir við fyrir mér. Ég sé ekki að sú skýring sem þau gefa geti staðist. Það eru starfandi í dag deildarstjórar í tómstundarmiðstöðvum, nákvæmlega sömu stöðu, sem eru með menntun í allt öðru en tómsundar- eða menntunarfræði.“ Fordæmi fyrir undantekningum Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafnarfjarðarbær að það sé rétt hjá Óskari að í skólakerfinu í bænum starfi fólk sem hafi ekki nákvæmlega þá menntun sem krafist er í auglýsingu. „Viðmiðið er alltaf viðeigandi menntun en fordæmi eru fyrir undantekningum þannig að hægt sé að manna lausar stöður. Stífari kröfur ríkja þegar um stjórnendastöður er að ræða og alltaf leitast við að ráða aðila sem uppfyllir hæfniskröfurnar. Stundum þarf að falla frá ráðningu og auglýsa aftur ef ekki sækir um aðili sem uppfylli hæfniskröfur.“ Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Í svari við fyrirspurn fréttastofu, um hvort pólitísk afskipti hafi haft áhrif á ráðningu Óskars, segir Hafnafjarðarbær að áhersla bæjarins sé að fylgja vönduðum stjórnsýsluháttum. „Markmiðið er ávallt að standa faglega að auglýsingum, ráðningum og mannauðsmálum innan sveitarfélagsins og á því er engin undantekning gerð. Áhersla er lögð á að ráða hæfasta fólkið hverju sinni og vönduðum stjórnsýsluháttum fylgt við allar ráðningar.“ „Það var búið að ráða mig“ Óskar sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hafi sótt um stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla. Hann hafi fengið starfið og verið tilkynnt að ráðningarsamningur myndi berast rafrænt innan tíðar. Skömmu síðar hafi Óskar tjáð sig opinberlega um óskylt mál, ákvörðun meirihlutans í Hafnarfirði að loka Hamrinum, ungmennahús fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Hann gagnrýndi ákvörðunina. Daginn eftir að hann lét þessa skoðun sína í ljós var honum tilkynnt af stjórnendum Hraunvallaskóla að í ljós hefði komið að hann stæðist ekki menntunarkröfur til starfsins, og því þyrfti að falla frá ráðningu hans og auglýsa starfið upp á nýtt. „Það var búið að ráða mig. Öll gögn um mig voru komin inn í kerfið hjá bænum, að ég sé að taka við sem deildarstjóri tómstundarmiðstöðvar,“ sagði Óskar, sem benti á meginregluna um að munnlegir samningar séu jafngildir skriflegum. Líkt og áður segir vill hann meina að um pólitíska ákvörðun hafi verið að ræða, vegna skrifa sinna um Hamarinn. Honum var tjáð að ákvörðunin hafi verið tekin vegna þess að hann stæðist ekki menntunarkröfur. „Það blasir við fyrir mér. Ég sé ekki að sú skýring sem þau gefa geti staðist. Það eru starfandi í dag deildarstjórar í tómstundarmiðstöðvum, nákvæmlega sömu stöðu, sem eru með menntun í allt öðru en tómsundar- eða menntunarfræði.“ Fordæmi fyrir undantekningum Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafnarfjarðarbær að það sé rétt hjá Óskari að í skólakerfinu í bænum starfi fólk sem hafi ekki nákvæmlega þá menntun sem krafist er í auglýsingu. „Viðmiðið er alltaf viðeigandi menntun en fordæmi eru fyrir undantekningum þannig að hægt sé að manna lausar stöður. Stífari kröfur ríkja þegar um stjórnendastöður er að ræða og alltaf leitast við að ráða aðila sem uppfyllir hæfniskröfurnar. Stundum þarf að falla frá ráðningu og auglýsa aftur ef ekki sækir um aðili sem uppfylli hæfniskröfur.“
Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira