
Sádi-Arabía

Erlingur var ekki sóttur með Boeing einkaflugvél eins og Neymar
Íslandsmeistaraþjálfarinn Erlingur Birgir Richardsson var ekki lengi atvinnulaus en hann er orðinn aftur landsliðsþjálfari og það í Sádí Arabíu. Það verður nóg að gera hjá Erlingi og nýju lærisveinum hans í vetur.

Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landamærunum
Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum.

Amalía Ósk keppir í Sádi-Arabíu á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum
Þrjár konur frá Íslandi eru nú að undirbúa sig að fara til Saudi Arabíu þar sem þær munu keppa á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum fyrir íslenska landsliðið.

Erlingur tekur við Sádi-Arabíu
Handbolta þjálfarinn Erlingur Richardsson er nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu. Hann skrifaði undir eins árs samning.

Hafnaði stóru tilboði frá Al Nassr og gekk í raðir Aston Villa
Moussa Diaby er genginn til liðs við Aston Villa frá Bayer Leverkusen. Diaby gerir fimm ára samning við Aston Villa en talið er að kaupverðið sé 50 milljónir evra.

Ætlar að verða fyrsta sádi-arabíska konan sem hjólar hringveginn um Ísland
„Ef það væri ekkert sem stoppaði mig, hvað myndi ég þá gera? Það er það sem kom upp í hugann á mér. Ég vildi upplifa alvöru ævintýri – krefjandi ævintýri. Eitthvað sem myndi ögra mér og þvinga mig til að þroskast,“ segir Yasmine Adriss sem hyggst hjóla hringveginn um Ísland á næstu vikum. Hjólaferð hennar hófst þann 4. júlí síðastliðinn en ef hún kemst á leiðarenda mun hún verða fyrsta sádi-arabíska konan sem afrekar það.

Að minnsta kosti 230 létust í pílagrímsförinni til Mekka
Yfir 2.000 manns eru sögð hafa þjáðst af hitatengdum kvillum á meðan Hajj-pílagrímaförinni stóð. Um 1,8 milljón múslíma er sögð hafa farið pílagrímsförina en hitinn fór upp í allt að 48 stig.

„Fáum þá borgað eins og við eigum skilið“
Tennis gæti orðið næsta íþrótt sem þjóðarsjóður Sádi Arabíu tekur yfir. Nú standa yfir viðræður á milli stjórnenda sjóðsins og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu.

Íþróttaþvottavél Sáda á fullum snúningi
Sprengju var varpað inn í golfheiminn í vikunni þegar tilkynnt var um samstarf tveggja stærstu golfmótaraða heims við þjóðarsjóð Sádi-Arabíu sem höfðu eldað grátt silfur saman í á annað ár. Samstarfið er nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir.

Lítil pilla gefur Assad mikil völd
Ein helsta ástæða þess að nágrannar Sýrlands eru tilbúnir til að hleypa Bashar al-Assad, forseta landsins, inn úr kuldanum snýr að flæði fíkniefna frá Sýrlandi. Ríkið framleiðir og leyfir framleiðslu gífurlegs magns af Captagon-amfetamínpillum en hundruð milljóna slíkra pilla hefur verið smyglað til Jórdaníu, Írak, Sádi-Arabíu og annara ríkja Mið-Austurlanda.

Ríkissjóðurinn sem á Newcastle kaupir liðið hans Ronaldo og þrjú önnur
PIF, opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, hefur fest kaup á fjórum stærstu liðum landsins. Á þetta að stuðla að því að fá stærstu nöfn knattspyrnunnar til Sádi-Arabíu.

Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur
Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir.

Selenski óvænt í Sádi-Arabíu
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Sádi-Arabíu en þangað virðist hann hafa farið á leiðinni til Japan, þar sem hann mun sækja G-7 fundinn. Í Sádi-Arabíu mun Selenskí funda með krónprinsinum Mohammed bin Salman og öðrum á leiðtogafundi Arababandalagsins.

Messi rýfur þögnina og biðst afsökunar
Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi, leikmaður Paris Saint-Germain í Frakklandi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem að hann biður liðsfélaga sína sem og stuðningsmenn félagsins afsökunar.

Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið
Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi.

Þáði tugi milljóna frá Sádum eftir morðið á Khashoggi
Fyrrverandi forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna gerði samning um ráðgjafarstörf upp á hátt í hundrað milljónir króna við stjórnvöld í Sádi-Arabíu eftir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Hann hefur þegið hunduð milljóna króna frá erlendum ríkjum frá því að hann lét af embætti.

Salman sagður hafa boðið Raisi í opinbera heimsókn
Mohammad Jamshidi, háttsettur embættismaður í Íran, segir Salman bin Abdul Aziz al-Sád, konung Sádi Arabíu, hafa boðið Ebrahim Raisi, forseta Íran, í opinbera heimsókn.

Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu
Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“.

Íranar og Sádar taka aftur upp stjórnmálasamband
Fulltrúar Írans og Sádi-Arabíu tilkynntu að ríkin tvö ætluðu að taka aftur upp stjórnmálasamband og opna sendiráð sem var lokað í áralöngum illdeilum þeirra í dag. Kínverjar höfðu milligöngu um samningaviðræður ríkjanna.

Reiði á meðal enskra úrvalsdeildarliða vegna nýrra gagna
Ensk úrvalsdeildarlið hafa brugðist ókvæða við og krefjast skýringa eftir að Yasir al-Rumayyan, stjórnarformanni Newcastle United, var lýst sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórn Sádi-Arabíu í skjali fyrir bandarískum dómstólum. Mannréttindasamtökin Amnesty International kalla eftir endurskoðun á mati ensku úrvalsdeildar á eignarhaldi Newcastle.

Tommy Fury fyrstur til að sigra Jake Paul
Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul tapaði í gær sínum fyrsta hnefaleikabardaga. Hann hafði keppt sex sinnum áður og alltaf unnið en það var litli bróðir heimsmeistarans Tyson Fury, Tommy Fury, sem varð fyrstur til að sigra Paul.

Vika gaslýsingar hjá FIFA
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er sakað um allsherjar gaslýsingartilburði með sköpun nýrrar stöðu mannréttindafulltrúa hjá sambandinu. Ráðningin kemur upp samhliða nýjum samningum við ríki þar sem mannréttindi eru fótum troðin.

Sádarnir halda áfram að koma á óvart í fótboltanum: Veglegur bónus á leiðinni
Al-Hilal er komið í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í fótbolta fyrst félaga frá Sádí Arabíu.

Al-Nassr þarf að fórna öðrum leikmanni til að Ronaldo megi spila
Cristiano Ronaldo getur ekki spilað fyrsta leikinn með Al-Nassr alveg strax. Koma hans mun kosta annan leikmann starfið.

Staðfesta að Ronaldo hafi skrifað undir í Sádi-Arabíu
Það er klappað og klárt að Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, muni enda ferilinn í Sádi-Arabíu. Þessi 37 ára gamli Portúgali hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við Al Nassr þar í landi.

Ronaldo á leið í læknisskoðun í Sádi-Arabíu
Portúgalinn Cristiano Ronaldo er á leið í læknisskoðun hjá sádíska félaginu Al-Nassr í aðdraganda skipta sinn til liðsins. Sádar gera sér vonir um að ganga frá samningum fyrir áramót.

Ronaldo skrifi undir sjö ára samning við Sáda
Cristiano Ronaldo er við það að ganga frá stærsta samningi fótboltamanns í sögunni við Sádi-Araba. Sjö ára samningur muni skila honum yfir 560 milljónum króna á viku.

„Sigur valdhafa og peningaaflanna á kostnað mikilvægari þátta“
Í dag ræðst hvort Frakkland eða Argentína verður heimsmeistari í fótbolta. Dregið hefur úr umræðu um ýmis hneyksli tengd heimsmeistaramótinu sem fram fer í Katar eftir því sem liðið hefur á mótið. Fólk hefur gleymt sér í hita leiksins, segir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Fjarlægði hurðina á heimilinu í fagnaðarlátunum
Sádí Arabar unnu einn óvæntasta sigurinn í sögu heimsmeistaramótsins þegar þeir komu til baka á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Katar.

Yfirvöld gefa Sádum frí til að fagna sigrinum óvænta
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa gefið öllum landsmönnum frí frá vinnu á morgun til að fagna óvæntum sigri liðsins gegn Argentínu á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag.