„Fáum þá borgað eins og við eigum skilið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 23:01 Vandræðagemsinn Nick Kyrgios er meira en til í að fá peninga frá Sádi Arabíu inn í tennisinn. Vísir/Getty Tennis gæti orðið næsta íþrótt sem þjóðarsjóður Sádi Arabíu tekur yfir. Nú standa yfir viðræður á milli stjórnenda sjóðsins og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu. Golfheimurinn nötraði á dögunum eftir að fréttir bárust af sameiningu LIV- og PGA-mótaraðanna eftir að hafa eldað grátt silfur saman í hálft annað ár. Þjóðarsjóður Sádi Arabíu (PIF) mun dæla peningum inn á nýja mótaröð á næstu árum og er samstarfið nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. Ekki nóg með að hafa tekið yfir golfið heldur hafa stærstu knattspyrnustjörnur heims flykkst til Sádi Arabíu á síðustu vikum og mánuðum. Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N´golo Kanté eru dæmi um leikmenn sem hafa fært sig yfir í olíulandið og spila þar fyrir himinhá laun. Sádar ætla þó ekkert að stíga af bensíngjöfinni. Nú beinast sjónir þeirra að tennisíþróttinni en viðræður standa yfir á milli stjórnenda PIF og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu. Í Financial Times segir stjórnarformaður ATP-mótaraðarinnar, Andrea Gaudenzi að í gangi séu jákvæðar viðræður um fjárfestingu PIF. Líkt og þegar Sádar stofnuðu LIV-mótaröðina eru einhverjir ósáttir með gang mála. Nick Kyrgios, sem einhverjir myndu kalla hálfgerðan ólátabelg hinnar annars frekar formföstu tennisíþróttar, fagnar fréttunum hins vegar á Twittersíðu sinni í dag. FINALLY. THEY SEE THE VALUE. WE ARE GOING TO GET PAID WHAT WE DESERVE TO GET PAID. SIGN ME UP https://t.co/sJpj9lK6Vg— Nicholas Kyrgios (@NickKyrgios) June 26, 2023 „Loksins, þeir sjá virðið. Við fáum borgað eins og við eigum skilið. Ég skrái mig,“ skrifar Kyrgios sem oftar en ekki hefur komist í fréttirnar á tennismótum fyrir slæma hegðun og dónalega framkomu. Carlos Alcaraz, efsti maður heimslistans í tennis, segir að hann búist við að keppnir fari fram í Sádi Arabíu í framtíðinni. „Ég held að þeir séu með völdin til að halda margar keppnir. Ég hef aldrei spilað í opinberri keppni þar, við verðum að sjá hvernig þetta verður í framtíðinni. Ég efast ekki um að ég mun spila þar í framtíðinni.“ Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira
Golfheimurinn nötraði á dögunum eftir að fréttir bárust af sameiningu LIV- og PGA-mótaraðanna eftir að hafa eldað grátt silfur saman í hálft annað ár. Þjóðarsjóður Sádi Arabíu (PIF) mun dæla peningum inn á nýja mótaröð á næstu árum og er samstarfið nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. Ekki nóg með að hafa tekið yfir golfið heldur hafa stærstu knattspyrnustjörnur heims flykkst til Sádi Arabíu á síðustu vikum og mánuðum. Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N´golo Kanté eru dæmi um leikmenn sem hafa fært sig yfir í olíulandið og spila þar fyrir himinhá laun. Sádar ætla þó ekkert að stíga af bensíngjöfinni. Nú beinast sjónir þeirra að tennisíþróttinni en viðræður standa yfir á milli stjórnenda PIF og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu. Í Financial Times segir stjórnarformaður ATP-mótaraðarinnar, Andrea Gaudenzi að í gangi séu jákvæðar viðræður um fjárfestingu PIF. Líkt og þegar Sádar stofnuðu LIV-mótaröðina eru einhverjir ósáttir með gang mála. Nick Kyrgios, sem einhverjir myndu kalla hálfgerðan ólátabelg hinnar annars frekar formföstu tennisíþróttar, fagnar fréttunum hins vegar á Twittersíðu sinni í dag. FINALLY. THEY SEE THE VALUE. WE ARE GOING TO GET PAID WHAT WE DESERVE TO GET PAID. SIGN ME UP https://t.co/sJpj9lK6Vg— Nicholas Kyrgios (@NickKyrgios) June 26, 2023 „Loksins, þeir sjá virðið. Við fáum borgað eins og við eigum skilið. Ég skrái mig,“ skrifar Kyrgios sem oftar en ekki hefur komist í fréttirnar á tennismótum fyrir slæma hegðun og dónalega framkomu. Carlos Alcaraz, efsti maður heimslistans í tennis, segir að hann búist við að keppnir fari fram í Sádi Arabíu í framtíðinni. „Ég held að þeir séu með völdin til að halda margar keppnir. Ég hef aldrei spilað í opinberri keppni þar, við verðum að sjá hvernig þetta verður í framtíðinni. Ég efast ekki um að ég mun spila þar í framtíðinni.“
Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira