„Fáum þá borgað eins og við eigum skilið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 23:01 Vandræðagemsinn Nick Kyrgios er meira en til í að fá peninga frá Sádi Arabíu inn í tennisinn. Vísir/Getty Tennis gæti orðið næsta íþrótt sem þjóðarsjóður Sádi Arabíu tekur yfir. Nú standa yfir viðræður á milli stjórnenda sjóðsins og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu. Golfheimurinn nötraði á dögunum eftir að fréttir bárust af sameiningu LIV- og PGA-mótaraðanna eftir að hafa eldað grátt silfur saman í hálft annað ár. Þjóðarsjóður Sádi Arabíu (PIF) mun dæla peningum inn á nýja mótaröð á næstu árum og er samstarfið nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. Ekki nóg með að hafa tekið yfir golfið heldur hafa stærstu knattspyrnustjörnur heims flykkst til Sádi Arabíu á síðustu vikum og mánuðum. Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N´golo Kanté eru dæmi um leikmenn sem hafa fært sig yfir í olíulandið og spila þar fyrir himinhá laun. Sádar ætla þó ekkert að stíga af bensíngjöfinni. Nú beinast sjónir þeirra að tennisíþróttinni en viðræður standa yfir á milli stjórnenda PIF og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu. Í Financial Times segir stjórnarformaður ATP-mótaraðarinnar, Andrea Gaudenzi að í gangi séu jákvæðar viðræður um fjárfestingu PIF. Líkt og þegar Sádar stofnuðu LIV-mótaröðina eru einhverjir ósáttir með gang mála. Nick Kyrgios, sem einhverjir myndu kalla hálfgerðan ólátabelg hinnar annars frekar formföstu tennisíþróttar, fagnar fréttunum hins vegar á Twittersíðu sinni í dag. FINALLY. THEY SEE THE VALUE. WE ARE GOING TO GET PAID WHAT WE DESERVE TO GET PAID. SIGN ME UP https://t.co/sJpj9lK6Vg— Nicholas Kyrgios (@NickKyrgios) June 26, 2023 „Loksins, þeir sjá virðið. Við fáum borgað eins og við eigum skilið. Ég skrái mig,“ skrifar Kyrgios sem oftar en ekki hefur komist í fréttirnar á tennismótum fyrir slæma hegðun og dónalega framkomu. Carlos Alcaraz, efsti maður heimslistans í tennis, segir að hann búist við að keppnir fari fram í Sádi Arabíu í framtíðinni. „Ég held að þeir séu með völdin til að halda margar keppnir. Ég hef aldrei spilað í opinberri keppni þar, við verðum að sjá hvernig þetta verður í framtíðinni. Ég efast ekki um að ég mun spila þar í framtíðinni.“ Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Golfheimurinn nötraði á dögunum eftir að fréttir bárust af sameiningu LIV- og PGA-mótaraðanna eftir að hafa eldað grátt silfur saman í hálft annað ár. Þjóðarsjóður Sádi Arabíu (PIF) mun dæla peningum inn á nýja mótaröð á næstu árum og er samstarfið nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. Ekki nóg með að hafa tekið yfir golfið heldur hafa stærstu knattspyrnustjörnur heims flykkst til Sádi Arabíu á síðustu vikum og mánuðum. Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N´golo Kanté eru dæmi um leikmenn sem hafa fært sig yfir í olíulandið og spila þar fyrir himinhá laun. Sádar ætla þó ekkert að stíga af bensíngjöfinni. Nú beinast sjónir þeirra að tennisíþróttinni en viðræður standa yfir á milli stjórnenda PIF og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu. Í Financial Times segir stjórnarformaður ATP-mótaraðarinnar, Andrea Gaudenzi að í gangi séu jákvæðar viðræður um fjárfestingu PIF. Líkt og þegar Sádar stofnuðu LIV-mótaröðina eru einhverjir ósáttir með gang mála. Nick Kyrgios, sem einhverjir myndu kalla hálfgerðan ólátabelg hinnar annars frekar formföstu tennisíþróttar, fagnar fréttunum hins vegar á Twittersíðu sinni í dag. FINALLY. THEY SEE THE VALUE. WE ARE GOING TO GET PAID WHAT WE DESERVE TO GET PAID. SIGN ME UP https://t.co/sJpj9lK6Vg— Nicholas Kyrgios (@NickKyrgios) June 26, 2023 „Loksins, þeir sjá virðið. Við fáum borgað eins og við eigum skilið. Ég skrái mig,“ skrifar Kyrgios sem oftar en ekki hefur komist í fréttirnar á tennismótum fyrir slæma hegðun og dónalega framkomu. Carlos Alcaraz, efsti maður heimslistans í tennis, segir að hann búist við að keppnir fari fram í Sádi Arabíu í framtíðinni. „Ég held að þeir séu með völdin til að halda margar keppnir. Ég hef aldrei spilað í opinberri keppni þar, við verðum að sjá hvernig þetta verður í framtíðinni. Ég efast ekki um að ég mun spila þar í framtíðinni.“
Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira