Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2026 07:03 Trump fór yfir víðan völl í viðtalinu við New York Times. Getty/Joe Raedle Donald Trump Bandaríkjaforseti segir afar mikilvægt að Bandaríkin „eignist“ Grænland og að leigusamningar og sáttmálar séu ekki nóg. Þetta sagði forsetinn í löngu viðtali við fjóra blaðamenn New York Times á miðvikudaginn, þar sem farið var yfir víðan völl. Trump lét einnig þau orð falla í viðtalinu að það eina sem setti valdi hans mörk væri hans eigin siðferði. „Ég hef enga þörf fyrir alþjóðalög. Ég er ekki að leitast við að meiða fólk,“ sagði forsetinn. Hann játti því að jú, víst þyrftu stjórnvöld að fara eftir alþjóðalögum en það væri hans að ákveða í hvaða tilfellum slíkt ætti við um Bandaríkin. „Það veltur á því hvernig þú skilgreinir alþjóðalög,“ sagði hann. Trump var spurður að því hvort væri mikilvægara, að standa vörð um Atlantshafsbandalagið eða eignast Grænland. Hann svaraði spurningunni ekki beint en viðurkenndi að mögulega stæði valið milli þessa. Þá kom skýrt fram í svörum forsetans að það væri ekki nóg að Bandaríkjamenn gætu samkvæmt sáttmála milli þeirra og Dana opnað fleiri herstöðvar á Grænlandi og stóraukið mannafla sinn þar, heldur þyrftu þeir að eignast landið. „Eignarhald er afar mikilvægt,“ sagði Bandaríkjaforseti. „Það er það sem ég tel nauðsynlegt sálfræðilega, til að tryggja velgengni. Ég tel að eignarhald veiti þér það sem þú getur ekki gert þegar um er að ræða leigusamninga eða sáttmála. Eignarhald veitir þér hluti og þætti sem þú færð ekki bara með því að undirrita plagg.“ Þess ber að geta að margir þingmenn vestanhafs, bæði Demókratar og Repúblikanar, hafa lýst mikilli andstöðu við hugmyndir þarlendra stjórnvalda um Grænland. Þeirra á meðal er Mitch McConnell, sem var leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni í nærri tvo áratugi. McConnell segir í færslu á Facebook að öryggissamvinna Bandaríkjanna, Danmerkur og Grænlands eigi sér sögu sem sé eldri en Atlantshafsbandalagið. Hótanir um yfirráð Bandaríkjanna yfir Grænlandi séu bæði ósmekklegar og ógagnlegar. Þá segir hann það myndu valda Bandaríkjunum ómældum skaða að beita valdi til að taka yfir sjálfráða landsvæði undir stjórn eins dyggasta bandamanns Bandaríkjamanna. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Þetta sagði forsetinn í löngu viðtali við fjóra blaðamenn New York Times á miðvikudaginn, þar sem farið var yfir víðan völl. Trump lét einnig þau orð falla í viðtalinu að það eina sem setti valdi hans mörk væri hans eigin siðferði. „Ég hef enga þörf fyrir alþjóðalög. Ég er ekki að leitast við að meiða fólk,“ sagði forsetinn. Hann játti því að jú, víst þyrftu stjórnvöld að fara eftir alþjóðalögum en það væri hans að ákveða í hvaða tilfellum slíkt ætti við um Bandaríkin. „Það veltur á því hvernig þú skilgreinir alþjóðalög,“ sagði hann. Trump var spurður að því hvort væri mikilvægara, að standa vörð um Atlantshafsbandalagið eða eignast Grænland. Hann svaraði spurningunni ekki beint en viðurkenndi að mögulega stæði valið milli þessa. Þá kom skýrt fram í svörum forsetans að það væri ekki nóg að Bandaríkjamenn gætu samkvæmt sáttmála milli þeirra og Dana opnað fleiri herstöðvar á Grænlandi og stóraukið mannafla sinn þar, heldur þyrftu þeir að eignast landið. „Eignarhald er afar mikilvægt,“ sagði Bandaríkjaforseti. „Það er það sem ég tel nauðsynlegt sálfræðilega, til að tryggja velgengni. Ég tel að eignarhald veiti þér það sem þú getur ekki gert þegar um er að ræða leigusamninga eða sáttmála. Eignarhald veitir þér hluti og þætti sem þú færð ekki bara með því að undirrita plagg.“ Þess ber að geta að margir þingmenn vestanhafs, bæði Demókratar og Repúblikanar, hafa lýst mikilli andstöðu við hugmyndir þarlendra stjórnvalda um Grænland. Þeirra á meðal er Mitch McConnell, sem var leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni í nærri tvo áratugi. McConnell segir í færslu á Facebook að öryggissamvinna Bandaríkjanna, Danmerkur og Grænlands eigi sér sögu sem sé eldri en Atlantshafsbandalagið. Hótanir um yfirráð Bandaríkjanna yfir Grænlandi séu bæði ósmekklegar og ógagnlegar. Þá segir hann það myndu valda Bandaríkjunum ómældum skaða að beita valdi til að taka yfir sjálfráða landsvæði undir stjórn eins dyggasta bandamanns Bandaríkjamanna.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira