Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2023 11:09 Xi Jinping, er talinn einn valdamesti leiðtogi Kína um árabil. AP/Andy Wong Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. Þetta sagði Xi á fundi hjá æðstu mönnum Kommúnistaflokks Kína í morgun. Xi er valdamesti leiðtogi Kína um árabil en hann veitti sjálfum sér nýverið þriðja fimm ára kjörtímabilið sem framkvæmdastjóri Kommúnistaflokks Kína. Hingað til hafa leiðtogar ekki fengið fleiri en tvö kjörtímabil en Xi þykir líklegur til að stjórna Kína eins lengi og honum sýnist. Kínverskir erindrekar miðluðu mála milli yfirvalda í Sádi-Arabíu og Íran en eftir viðræður var tilkynnt í síðustu viku að ríkin ætluðu að taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik. Xi mun hafa tekið virkan þátt í þeim viðræðum en hann tók á móti forseta Írans í Peking í síðasta mánuði og ferðaðist til Sádi-Arabíu í desember. Samkomulagið þykir pólitískur sigur fyrir Kína en ráðamenn í Mið-Austurlöndum telja Bandaríkjamenn vera að draga úr aðkomu þeirra að málefnum svæðisins. Íranar og Sádar hafa um árabil eldað grátt silfur saman. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Kína sé orðinn langstærsti kaupandi olíu og jarðgass frá Mið-Austurlöndum, samhliða því að Bandaríkin hafa aukið eigin framleiðslu og hefur ríkið verið gert mun minna háð Mið-Austurlöndum. Mikil spenna milli stórvelda Mikil spenna ríkir milli Kína og Bandaríkjanna um þessar mundir. Þær má að miklu leyti rekja til þess að Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, upp að ströndum ríkja eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Þar hafa Kínverjar gert eyjur úr rifum og byggt herstöðvar á þessum eyjum og komið þar fyrir vopnum og hermönnum. Sjá einnig: Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Spennuna má einnig rekja til málefna Taívans, sem Kínverjar gera tilkall til. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína hafa sakað Bandaríkin um að „halda aftur af“ framþróun Kína. Bandaríkjamenn og aðrir á Vesturlöndum hafa miklar áhyggjur af því að Xi ætli að aðstoða Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu. Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa rætt sín á milli um að senda Rússum vopn og skotfæri, sem þá skortir. Sjá einnig: Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína Kínverjar hafa hingað til ekki viljað fordæma innrás Rússa í Úkraínu en Kínverjar sátu til að mynda hjá þegar innrásin var nýverið fordæmd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fregnir bárust svo af því fyrr á árinu að Xi ætlaði í heimsókn til Moskvu og var talið að af henni yrði í apríl eða í maí. Nú segir Reuters að Xi muni mögulega fara til Rússlands í næstu viku. Þar muni Xi funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en þeir hafa áður hist 39 sinnum. Suður-Kínahaf Kína Sádi-Arabía Íran Bandaríkin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Þetta sagði Xi á fundi hjá æðstu mönnum Kommúnistaflokks Kína í morgun. Xi er valdamesti leiðtogi Kína um árabil en hann veitti sjálfum sér nýverið þriðja fimm ára kjörtímabilið sem framkvæmdastjóri Kommúnistaflokks Kína. Hingað til hafa leiðtogar ekki fengið fleiri en tvö kjörtímabil en Xi þykir líklegur til að stjórna Kína eins lengi og honum sýnist. Kínverskir erindrekar miðluðu mála milli yfirvalda í Sádi-Arabíu og Íran en eftir viðræður var tilkynnt í síðustu viku að ríkin ætluðu að taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik. Xi mun hafa tekið virkan þátt í þeim viðræðum en hann tók á móti forseta Írans í Peking í síðasta mánuði og ferðaðist til Sádi-Arabíu í desember. Samkomulagið þykir pólitískur sigur fyrir Kína en ráðamenn í Mið-Austurlöndum telja Bandaríkjamenn vera að draga úr aðkomu þeirra að málefnum svæðisins. Íranar og Sádar hafa um árabil eldað grátt silfur saman. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Kína sé orðinn langstærsti kaupandi olíu og jarðgass frá Mið-Austurlöndum, samhliða því að Bandaríkin hafa aukið eigin framleiðslu og hefur ríkið verið gert mun minna háð Mið-Austurlöndum. Mikil spenna milli stórvelda Mikil spenna ríkir milli Kína og Bandaríkjanna um þessar mundir. Þær má að miklu leyti rekja til þess að Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, upp að ströndum ríkja eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Þar hafa Kínverjar gert eyjur úr rifum og byggt herstöðvar á þessum eyjum og komið þar fyrir vopnum og hermönnum. Sjá einnig: Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Spennuna má einnig rekja til málefna Taívans, sem Kínverjar gera tilkall til. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína hafa sakað Bandaríkin um að „halda aftur af“ framþróun Kína. Bandaríkjamenn og aðrir á Vesturlöndum hafa miklar áhyggjur af því að Xi ætli að aðstoða Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu. Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa rætt sín á milli um að senda Rússum vopn og skotfæri, sem þá skortir. Sjá einnig: Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína Kínverjar hafa hingað til ekki viljað fordæma innrás Rússa í Úkraínu en Kínverjar sátu til að mynda hjá þegar innrásin var nýverið fordæmd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fregnir bárust svo af því fyrr á árinu að Xi ætlaði í heimsókn til Moskvu og var talið að af henni yrði í apríl eða í maí. Nú segir Reuters að Xi muni mögulega fara til Rússlands í næstu viku. Þar muni Xi funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en þeir hafa áður hist 39 sinnum.
Suður-Kínahaf Kína Sádi-Arabía Íran Bandaríkin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent