Erlingur var ekki sóttur með Boeing einkaflugvél eins og Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 10:01 Erlingur Birgir Richardsson gerði mjög flotta hluti með ÍBV liðið og gerði það að Íslandsmeisturum í vor. Vísir/Anton Íslandsmeistaraþjálfarinn Erlingur Birgir Richardsson var ekki lengi atvinnulaus en hann er orðinn aftur landsliðsþjálfari og það í Sádí Arabíu. Það verður nóg að gera hjá Erlingi og nýju lærisveinum hans í vetur. Erlingur gerði karlalið ÍBV að Íslandsmeisturum í vor en hafði þá áður gefið það út að hann myndi hætta með liðið. Þá var að heyra að Erlingur stefndi ekkert endilega á þjálfun strax en var tilboðið frá Sádí Arabíu svo gott að erfitt var að hafna því. Eins og að vera sjómaður „Þetta er smá ævintýramennska líka og svo er líka að vera með landslið er skemmtilegt. Þetta er kannski bara eins og að vera sjómaður. Það er farið á túr en svo er komið í land og smá pása á milli. Það hentar ágætlega þó að við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu mörg verkefni væru fram undan,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson. Vísir/Hulda Margrét „Nú eru Asíuleikar fram undan sem blandast svolítið saman við aðrar keppnir sem þeir eru í. Það er nóg af verkefnum núna fram að áramótum,“ sagði Erlingur sem talar um við. „Ég segi kannski alltaf við en við erum hérna tveir saman, ég og Edwin Kippers. Hann er Hollendingur og var að vinna með mér með Hollendinga. Ég fékk hann með mér í þetta verkefni,“ sagði Erlingur. Hefði alveg hugsað sér að taka Eyjamenn með „Ég óskaði eftir því og vissi líka að hann var klár. Ég vildi kannski ekki vera að hrófla við öðrum. Maður vill ekki taka alla frá félaginu ÍBV. Ef maður hefði getað fengið að velja líka þá hefði maður kannski viljað taka fleiri með,“ sagði Erlingur. Erlingur fór út til Sádí Arabíu í síðustu viku og hann segir samfélagið hafa tekið vel á móti sér. Vísir/Hulda Margrét „Ég hafði heyrt að þetta væri allt voðalega strangt hérna og væri kannski lokaðra samfélag. Það er eiginlega akkúrat öfugt. Hér er fólk virkilega opið og tilbúið að spjalla. Það tekur vel á móti fólki,“ sagði Erlingur. Það hefur verið umdeilt þegar íþróttamenn semja við Sádí Arabíu. Frægt var þegar kylfingar skráðu sig á LIV mótaröðina í óþökk PGA og fyrir háar peningaupphæðir. Knattspyrnumenn flykkjast líka til landsins þar sem þeir fá samninga sem sjást ekki annars staðar í heiminum. En hvernig er þetta í handboltanum? Hefði ekki þurft Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð „Ég hefði ekkert þurft að fara til Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð. Með góðri vinnu og dugnaði þá getur þú alveg náð í sömu aura. Þetta er bara ævintýramennska að fara hingað út,“ sagði Erlingur. Vísir/Hulda Margrét „Handbolti er bara það lítil íþrótt hérna ennþá og þetta er allt annar heimur. Það er ekkert hægt að líkja þessu saman. Við fengum ekki Boeign flugvél eins og Neymar. Það eru bara minni peningar í handbolta heldur en fótbolta til dæmi,“ sagði Erlingur. „Það er mikil uppbygging hér en Ólympíusambandið er að reyna að styrkja minni sérsambönd. Markmiðið er að reyna að byggja upp handboltann og þess vegna hefur Ólympíusambandið komið sterkt inn,“ sagði Erlingur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur um starfið og lífið í Sádí Arabíu Handbolti Sádi-Arabía Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Erlingur gerði karlalið ÍBV að Íslandsmeisturum í vor en hafði þá áður gefið það út að hann myndi hætta með liðið. Þá var að heyra að Erlingur stefndi ekkert endilega á þjálfun strax en var tilboðið frá Sádí Arabíu svo gott að erfitt var að hafna því. Eins og að vera sjómaður „Þetta er smá ævintýramennska líka og svo er líka að vera með landslið er skemmtilegt. Þetta er kannski bara eins og að vera sjómaður. Það er farið á túr en svo er komið í land og smá pása á milli. Það hentar ágætlega þó að við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu mörg verkefni væru fram undan,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson. Vísir/Hulda Margrét „Nú eru Asíuleikar fram undan sem blandast svolítið saman við aðrar keppnir sem þeir eru í. Það er nóg af verkefnum núna fram að áramótum,“ sagði Erlingur sem talar um við. „Ég segi kannski alltaf við en við erum hérna tveir saman, ég og Edwin Kippers. Hann er Hollendingur og var að vinna með mér með Hollendinga. Ég fékk hann með mér í þetta verkefni,“ sagði Erlingur. Hefði alveg hugsað sér að taka Eyjamenn með „Ég óskaði eftir því og vissi líka að hann var klár. Ég vildi kannski ekki vera að hrófla við öðrum. Maður vill ekki taka alla frá félaginu ÍBV. Ef maður hefði getað fengið að velja líka þá hefði maður kannski viljað taka fleiri með,“ sagði Erlingur. Erlingur fór út til Sádí Arabíu í síðustu viku og hann segir samfélagið hafa tekið vel á móti sér. Vísir/Hulda Margrét „Ég hafði heyrt að þetta væri allt voðalega strangt hérna og væri kannski lokaðra samfélag. Það er eiginlega akkúrat öfugt. Hér er fólk virkilega opið og tilbúið að spjalla. Það tekur vel á móti fólki,“ sagði Erlingur. Það hefur verið umdeilt þegar íþróttamenn semja við Sádí Arabíu. Frægt var þegar kylfingar skráðu sig á LIV mótaröðina í óþökk PGA og fyrir háar peningaupphæðir. Knattspyrnumenn flykkjast líka til landsins þar sem þeir fá samninga sem sjást ekki annars staðar í heiminum. En hvernig er þetta í handboltanum? Hefði ekki þurft Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð „Ég hefði ekkert þurft að fara til Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð. Með góðri vinnu og dugnaði þá getur þú alveg náð í sömu aura. Þetta er bara ævintýramennska að fara hingað út,“ sagði Erlingur. Vísir/Hulda Margrét „Handbolti er bara það lítil íþrótt hérna ennþá og þetta er allt annar heimur. Það er ekkert hægt að líkja þessu saman. Við fengum ekki Boeign flugvél eins og Neymar. Það eru bara minni peningar í handbolta heldur en fótbolta til dæmi,“ sagði Erlingur. „Það er mikil uppbygging hér en Ólympíusambandið er að reyna að styrkja minni sérsambönd. Markmiðið er að reyna að byggja upp handboltann og þess vegna hefur Ólympíusambandið komið sterkt inn,“ sagði Erlingur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur um starfið og lífið í Sádí Arabíu
Handbolti Sádi-Arabía Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn