Lítil pilla gefur Assad mikil völd Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2023 22:31 Mest allt Captagon í heiminum er framleitt í Sýrlandi og Assad og bandamenn hans hafa verið sakaðir um að hafa beina aðkomu að framleiðslunni. AP/SANA Ein helsta ástæða þess að nágrannar Sýrlands eru tilbúnir til að hleypa Bashar al-Assad, forseta landsins, inn úr kuldanum snýr að flæði fíkniefna frá Sýrlandi. Ríkið framleiðir og leyfir framleiðslu gífurlegs magns af Captagon-amfetamínpillum en hundruð milljóna slíkra pilla hefur verið smyglað til Jórdaníu, Írak, Sádi-Arabíu og annara ríkja Mið-Austurlanda. Þessum fíkniefnum hafa fylgt mikil vandræði og yfirvöld þessara ríkja vilja takmarka flæði þeirra og það hefur gefið Assad mikið vogarafl gegn þeim. Stór meirihluti þessara lyfja er framleiddur í Sýrlandi og áætla sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við að þessi framleiðsla sé gífurlega arðbær fyrir ríkisstjórn Assad. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópusambandinu hafa sakað Assad og bandamenn hans, auk Hezbollah-hryðjuverkasamtökin, um að bera ábyrgð á framleiðslunni. Tekjurnar af fíkniefnaframleiðslunni eru sagðar hafa haldið lífi í ríkisstjórn Assad, á sama tíma og hagkerfi Sýrlands hafi beðið verulega hnekki vegna langvarandi borgarastyrjaldar þar sem reynt var að velta honum úr sessi. Síðar meir sáu Assad og hans bandamenn Captagon pillurnar í nýju ljósi, sem pólitísk tól. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, og Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hittust í síðasta mánuði.AP/Yfirvöld Sádi-Arabíu Greinendur telja að með því að lofa að draga úr framleiðslunni vonist Assad til þess að fá frekari fjármuni til endurbyggingar í Sýrlandi, opna á opinber samskipti við önnur ríki og mögulega losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Í viðræðum Assad-liða við aðrar ríkisstjórnir í Mið-Austurlöndum hefur helsta krafa þeirra alltaf verið að draga úr framleiðslu fíkniefnanna í staðinn fyrir frekari opinber samskipti. Gerðu árás á þekktan framleiðanda Sýrlandi var hleypt aftur inn í Arababandalagið í síðasta mánuði, eftir að því var vísað út árið 2011 vegna grimmilegra viðbragða Assad við mótmælum í Sýrlandi. Skömmu eftir það var gerð loftárás á heimili vel þekkts fíkniefnaframleiðenda í suðurhluta Sýrlands. Hann hét Merhi al-Ramthan en hann, eiginkona hans og sex börn þeirra dóu í árásinni. Árás var einnig gerð í borginni Daraa, nærri landamærum Jórdaníu, og er talið að hún hafi verið gerð á Captagon-verksmiðju. Jórdanar eru taldir hafa gert árásina og það með leyfi ríkisstjórnar Assad. Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Jórdaníu sagði í samtali við AP að Assad hefði lofað því að hann myndi láta af stuðningi sínum við og þátttöku í framleiðslu Captagon-pilla. Þá hafi hann veitt Jórdönum upplýsingar um al-Ramthan og gefið leyfi fyrir árásinni á hann. Þá segir AP frá því að í aðdraganda þess að Sýrlandi var hleypt inn í Arababandalagið hafi erindrekar aðildarríkjanna komið saman í Jórdaínu. Þar átti að tala um mögulegar friðarviðræður í Sýrlandi og hvernig sýrlenskir flóttamenn gætu snúið aftur til síns heima. Umræðan mun þó að mestu hafa snúist um Captagon. Sýrland Jórdanía Sádi-Arabía Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Þessum fíkniefnum hafa fylgt mikil vandræði og yfirvöld þessara ríkja vilja takmarka flæði þeirra og það hefur gefið Assad mikið vogarafl gegn þeim. Stór meirihluti þessara lyfja er framleiddur í Sýrlandi og áætla sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við að þessi framleiðsla sé gífurlega arðbær fyrir ríkisstjórn Assad. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópusambandinu hafa sakað Assad og bandamenn hans, auk Hezbollah-hryðjuverkasamtökin, um að bera ábyrgð á framleiðslunni. Tekjurnar af fíkniefnaframleiðslunni eru sagðar hafa haldið lífi í ríkisstjórn Assad, á sama tíma og hagkerfi Sýrlands hafi beðið verulega hnekki vegna langvarandi borgarastyrjaldar þar sem reynt var að velta honum úr sessi. Síðar meir sáu Assad og hans bandamenn Captagon pillurnar í nýju ljósi, sem pólitísk tól. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, og Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hittust í síðasta mánuði.AP/Yfirvöld Sádi-Arabíu Greinendur telja að með því að lofa að draga úr framleiðslunni vonist Assad til þess að fá frekari fjármuni til endurbyggingar í Sýrlandi, opna á opinber samskipti við önnur ríki og mögulega losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Í viðræðum Assad-liða við aðrar ríkisstjórnir í Mið-Austurlöndum hefur helsta krafa þeirra alltaf verið að draga úr framleiðslu fíkniefnanna í staðinn fyrir frekari opinber samskipti. Gerðu árás á þekktan framleiðanda Sýrlandi var hleypt aftur inn í Arababandalagið í síðasta mánuði, eftir að því var vísað út árið 2011 vegna grimmilegra viðbragða Assad við mótmælum í Sýrlandi. Skömmu eftir það var gerð loftárás á heimili vel þekkts fíkniefnaframleiðenda í suðurhluta Sýrlands. Hann hét Merhi al-Ramthan en hann, eiginkona hans og sex börn þeirra dóu í árásinni. Árás var einnig gerð í borginni Daraa, nærri landamærum Jórdaníu, og er talið að hún hafi verið gerð á Captagon-verksmiðju. Jórdanar eru taldir hafa gert árásina og það með leyfi ríkisstjórnar Assad. Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Jórdaníu sagði í samtali við AP að Assad hefði lofað því að hann myndi láta af stuðningi sínum við og þátttöku í framleiðslu Captagon-pilla. Þá hafi hann veitt Jórdönum upplýsingar um al-Ramthan og gefið leyfi fyrir árásinni á hann. Þá segir AP frá því að í aðdraganda þess að Sýrlandi var hleypt inn í Arababandalagið hafi erindrekar aðildarríkjanna komið saman í Jórdaínu. Þar átti að tala um mögulegar friðarviðræður í Sýrlandi og hvernig sýrlenskir flóttamenn gætu snúið aftur til síns heima. Umræðan mun þó að mestu hafa snúist um Captagon.
Sýrland Jórdanía Sádi-Arabía Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira