Stjórnsýsla

Fréttamynd

Cool­bet á­berandi í úti­legu Verzlinga

Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Efast um við­brögð frá ráð­herrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG

Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar

Innlent
Fréttamynd

Vetur að vori - stuðningur eftir ó­veður

Á dögunum gekk yfir mikill veðurofsi á Norðurlandi með miklum snjó sem víða hefur valdið margskonar tjóni. Nú þegar veðrinu hefur slotað og snjórinn er farinn að bráðna blasir við gríðarlegt tjón af völdum þessa „auka veturs“ sem dundi á strax eftir sauðburð.

Skoðun
Fréttamynd

Fara í saumana á sendiherraskipunum

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur óskað eftir svörum frá utanríkisráðuneyti um verklag þáverandi utanríkisráðherra Bjarna Benediktssonar við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir nefndarmaður segir að taka verði til skoðunar hvort skipanirnar standist lög. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja skoða að gera RÚV aftur að hefðbundinni ríkisstofnun

Meirihluti fjárlaganefndar telur skynsamlegt að kannaðir verði kostir og gallar þess að Ríkisútvarpið verði gert að hefðibundinni ríkisstofnun að nýju. Þetta kemur fram í meirihlutaáliti um fjármálaáætlun fyrir árin 2025 til 2029 sem lagt var fram á þingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Krefur úr­skurðar­nefnd upp­lýsinga­mála um upp­lýsingar

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá úrskurðarnefnd upplýsingamála um stöðu og fjölda mála hjá henni. Þá gagnrýnir umboðsmaður að málsmeðferðartími nefndarinnar hafi ekki verið lengri í átta ár en úrskurðum hefur einnig fækkað töluvert undanfarin ár. 

Innlent
Fréttamynd

Á­hyggjurnar enn til staðar og engin trygging

Vestmannaeyjabær gerir alvarlegar athugasemdir við áform þýsks fyrirtækis um efnisvinnslu úti fyrir Landeyjahöfn. Bæjarstjóri segir alla innviði bæjarfélagsins undir; neysluvatn, rafmagn og samgöngur.

Innlent
Fréttamynd

„Hver sofnaði á verðinum?“

Stúkan í Laugardalslaug er að hruni komin, samkvæmt nýrri skýrslu, og algjör óvissa ríkir um framtíð hennar. Íbúi í hverfinu til áratuga segir sárt að horfa upp á þetta merka kennileiti Laugardalsins grotna niður og vill draga stjórnvöld til ábyrgðar.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki lokið af­greiðslu á kæru í þrjú ár

Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir vinnubrögð menningar- og viðskiptaráðuneytisins en kvartað hefur verið yfir miklum töfum á afgreiðslu mála hjá ráðuneytinu. Ráðuneytið braut gegn málshraðareglu stjórnsýslulaga að mati umboðsmanns.

Innlent
Fréttamynd

Skúli skipaður hæsta­réttar­dómari

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Frá­farandi bæjar­stjóri Ár­borgar sóttist eftir að halda á­fram

Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri Árborgar sem sagði skyndilega skilið við meirihlutann í síðustu viku, sóttist eftir því að sitja áfram í embætti. Hún segist ætla að sitja áfram í bæjarstjórn og veita meirihlutanum aðhald. Verðandi bæjarstjóri segir áformin ekki hafa átt að koma neinum á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Vegið að æru em­bættis­manna

Hávært ákall um gerð skýrs lagaramma í kringum sjókvíaeldi hefur verið viðvarandi lengi. Það verður að koma böndum á þessa atvinnustarfsemi, enda engri slíkri hollt að vaxa án skýrra laga og stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er þessa getið. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýndi síðan svart á hvítu að aðgerða var þörf.

Skoðun
Fréttamynd

„Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn“

„Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn. Við erum með rosalega sterka einingu. Við skuldum lítið miðað við eignirnar, en við munum ekki lifa til desember,“ segir Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse.

Innlent
Fréttamynd

„Ömur­leg staða að vera settur í“

Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrar hafi verið í­trekað varaðir við gjöf Haraldar

Stjórn Lögreglustjórafélags Íslands varaði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, við því að starfslokasamningar Haraldar Jóhannessen ríkislögreglustjóra við nokkra undirmenn væru líklega ólögmætir. Sömu sögu er að segja um ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis og sérfræðinga innan fjármálaráðuneytis.

Innlent
Fréttamynd

Nauðugur sá kostur að fresta at­kvæða­greiðslunni

Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í Ölfusi, finnst leiðinlegt að fresta fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu íbúa um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast í dag. Hins vegar sé ekkert annað í stöðunni.

Innlent