Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2025 12:02 Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir/Vilhelm Niðurstöður nýrrar könnunar meðal félagsmanna í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sýna að veruleg óánægja ríkir með störf heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík. Í fréttatilkynningu þess efnis frá SVEIT segir að könnunin hafi verið framkvæmd í júní 2025 og 73 fyrirsvarsmenn fyrirtækja innan samtakanna hafi svarað henni, en alls séu 105 rekstrarfélög skráð í samtökin. Flestir þátttakendur starfi á eftirlitssvæði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eða rúmlega 74 prósent, „Könnunin varpar þannig skýru ljósi á upplifun þeirra sem starfa á stærsta veitingamarkaði landsins.“ Óánægja með mikilvægt eftirlit Meirihluti svarenda, 87 prósent, sé sammála því að heilbrigðiseftirlitið sinni mikilvægu hlutverki.Hins vegar komi fram að einungis um fimmtán prósent séu ánægð með þá þjónustu sem þau fá, en tæplega 64 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með samskipti og viðmót fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins gagnvart fyrirtækjum í veitingarekstri. Svipuð niðurstaða komi fram þegar spurt er um traust, aðeins fimmtán prósent beri mikið eða mjög mikið traust til eftirlitsins á sínu svæði. Svarendur lýsi mikilli óánægju með viðmót eftirlitsaðila, bæði við heimsóknir úttektaraðila og í afgreiðslu erinda. Tæplega 60 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með svartíma við afgreiðslu mála, og um 54 prósent telji að starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins vinni illa saman innan svæðanna. Hvetja til samtals Þegar spurt hafi verið hvað svarendur teldu brýnast að bæta í þjónustu heilbrigðiseftirlitsins, hafi eftirfarandi atriði oftast komið fram: Aðstoð við úrlausn athugasemda (59%) Styttri bið eftir úttektum og leyfum (58%) Samvinna og viðmót (51–53%) Betri samskipti (45%) „Könnunin gefur til kynna að þótt almennt ríki skilningur á mikilvægi starfs heilbrigðiseftirlitsins, þá sé sambandið við veitingageirann víða í ólestri. Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hvetja til opins samtals og umbótaferlis þar sem hlustað verður á þá gagnrýni sem fram hefur komið – í þeirri von að endurheimta traust og bæta þjónustu við þessa mikilvægu atvinnugrein.“ Loks segir að könnunin hafi verið send borgar- og varaborgarfulltrúum í gær. Veitingastaðir Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. 24. júní 2025 15:48 „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf. 18. júní 2025 15:30 „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. 17. júní 2025 15:01 Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til. 17. júní 2025 12:31 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá SVEIT segir að könnunin hafi verið framkvæmd í júní 2025 og 73 fyrirsvarsmenn fyrirtækja innan samtakanna hafi svarað henni, en alls séu 105 rekstrarfélög skráð í samtökin. Flestir þátttakendur starfi á eftirlitssvæði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eða rúmlega 74 prósent, „Könnunin varpar þannig skýru ljósi á upplifun þeirra sem starfa á stærsta veitingamarkaði landsins.“ Óánægja með mikilvægt eftirlit Meirihluti svarenda, 87 prósent, sé sammála því að heilbrigðiseftirlitið sinni mikilvægu hlutverki.Hins vegar komi fram að einungis um fimmtán prósent séu ánægð með þá þjónustu sem þau fá, en tæplega 64 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með samskipti og viðmót fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins gagnvart fyrirtækjum í veitingarekstri. Svipuð niðurstaða komi fram þegar spurt er um traust, aðeins fimmtán prósent beri mikið eða mjög mikið traust til eftirlitsins á sínu svæði. Svarendur lýsi mikilli óánægju með viðmót eftirlitsaðila, bæði við heimsóknir úttektaraðila og í afgreiðslu erinda. Tæplega 60 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með svartíma við afgreiðslu mála, og um 54 prósent telji að starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins vinni illa saman innan svæðanna. Hvetja til samtals Þegar spurt hafi verið hvað svarendur teldu brýnast að bæta í þjónustu heilbrigðiseftirlitsins, hafi eftirfarandi atriði oftast komið fram: Aðstoð við úrlausn athugasemda (59%) Styttri bið eftir úttektum og leyfum (58%) Samvinna og viðmót (51–53%) Betri samskipti (45%) „Könnunin gefur til kynna að þótt almennt ríki skilningur á mikilvægi starfs heilbrigðiseftirlitsins, þá sé sambandið við veitingageirann víða í ólestri. Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hvetja til opins samtals og umbótaferlis þar sem hlustað verður á þá gagnrýni sem fram hefur komið – í þeirri von að endurheimta traust og bæta þjónustu við þessa mikilvægu atvinnugrein.“ Loks segir að könnunin hafi verið send borgar- og varaborgarfulltrúum í gær.
Veitingastaðir Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. 24. júní 2025 15:48 „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf. 18. júní 2025 15:30 „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. 17. júní 2025 15:01 Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til. 17. júní 2025 12:31 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. 24. júní 2025 15:48
„Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf. 18. júní 2025 15:30
„Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. 17. júní 2025 15:01
Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til. 17. júní 2025 12:31