Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2025 12:02 Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir/Vilhelm Niðurstöður nýrrar könnunar meðal félagsmanna í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sýna að veruleg óánægja ríkir með störf heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík. Í fréttatilkynningu þess efnis frá SVEIT segir að könnunin hafi verið framkvæmd í júní 2025 og 73 fyrirsvarsmenn fyrirtækja innan samtakanna hafi svarað henni, en alls séu 105 rekstrarfélög skráð í samtökin. Flestir þátttakendur starfi á eftirlitssvæði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eða rúmlega 74 prósent, „Könnunin varpar þannig skýru ljósi á upplifun þeirra sem starfa á stærsta veitingamarkaði landsins.“ Óánægja með mikilvægt eftirlit Meirihluti svarenda, 87 prósent, sé sammála því að heilbrigðiseftirlitið sinni mikilvægu hlutverki.Hins vegar komi fram að einungis um fimmtán prósent séu ánægð með þá þjónustu sem þau fá, en tæplega 64 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með samskipti og viðmót fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins gagnvart fyrirtækjum í veitingarekstri. Svipuð niðurstaða komi fram þegar spurt er um traust, aðeins fimmtán prósent beri mikið eða mjög mikið traust til eftirlitsins á sínu svæði. Svarendur lýsi mikilli óánægju með viðmót eftirlitsaðila, bæði við heimsóknir úttektaraðila og í afgreiðslu erinda. Tæplega 60 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með svartíma við afgreiðslu mála, og um 54 prósent telji að starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins vinni illa saman innan svæðanna. Hvetja til samtals Þegar spurt hafi verið hvað svarendur teldu brýnast að bæta í þjónustu heilbrigðiseftirlitsins, hafi eftirfarandi atriði oftast komið fram: Aðstoð við úrlausn athugasemda (59%) Styttri bið eftir úttektum og leyfum (58%) Samvinna og viðmót (51–53%) Betri samskipti (45%) „Könnunin gefur til kynna að þótt almennt ríki skilningur á mikilvægi starfs heilbrigðiseftirlitsins, þá sé sambandið við veitingageirann víða í ólestri. Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hvetja til opins samtals og umbótaferlis þar sem hlustað verður á þá gagnrýni sem fram hefur komið – í þeirri von að endurheimta traust og bæta þjónustu við þessa mikilvægu atvinnugrein.“ Loks segir að könnunin hafi verið send borgar- og varaborgarfulltrúum í gær. Veitingastaðir Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. 24. júní 2025 15:48 „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf. 18. júní 2025 15:30 „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. 17. júní 2025 15:01 Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til. 17. júní 2025 12:31 Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá SVEIT segir að könnunin hafi verið framkvæmd í júní 2025 og 73 fyrirsvarsmenn fyrirtækja innan samtakanna hafi svarað henni, en alls séu 105 rekstrarfélög skráð í samtökin. Flestir þátttakendur starfi á eftirlitssvæði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eða rúmlega 74 prósent, „Könnunin varpar þannig skýru ljósi á upplifun þeirra sem starfa á stærsta veitingamarkaði landsins.“ Óánægja með mikilvægt eftirlit Meirihluti svarenda, 87 prósent, sé sammála því að heilbrigðiseftirlitið sinni mikilvægu hlutverki.Hins vegar komi fram að einungis um fimmtán prósent séu ánægð með þá þjónustu sem þau fá, en tæplega 64 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með samskipti og viðmót fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins gagnvart fyrirtækjum í veitingarekstri. Svipuð niðurstaða komi fram þegar spurt er um traust, aðeins fimmtán prósent beri mikið eða mjög mikið traust til eftirlitsins á sínu svæði. Svarendur lýsi mikilli óánægju með viðmót eftirlitsaðila, bæði við heimsóknir úttektaraðila og í afgreiðslu erinda. Tæplega 60 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með svartíma við afgreiðslu mála, og um 54 prósent telji að starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins vinni illa saman innan svæðanna. Hvetja til samtals Þegar spurt hafi verið hvað svarendur teldu brýnast að bæta í þjónustu heilbrigðiseftirlitsins, hafi eftirfarandi atriði oftast komið fram: Aðstoð við úrlausn athugasemda (59%) Styttri bið eftir úttektum og leyfum (58%) Samvinna og viðmót (51–53%) Betri samskipti (45%) „Könnunin gefur til kynna að þótt almennt ríki skilningur á mikilvægi starfs heilbrigðiseftirlitsins, þá sé sambandið við veitingageirann víða í ólestri. Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hvetja til opins samtals og umbótaferlis þar sem hlustað verður á þá gagnrýni sem fram hefur komið – í þeirri von að endurheimta traust og bæta þjónustu við þessa mikilvægu atvinnugrein.“ Loks segir að könnunin hafi verið send borgar- og varaborgarfulltrúum í gær.
Veitingastaðir Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. 24. júní 2025 15:48 „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf. 18. júní 2025 15:30 „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. 17. júní 2025 15:01 Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til. 17. júní 2025 12:31 Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. 24. júní 2025 15:48
„Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf. 18. júní 2025 15:30
„Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. 17. júní 2025 15:01
Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til. 17. júní 2025 12:31
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent