Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2025 00:22 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Umtalsverður samdráttur er væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu. Verktakar kvarta yfir háum fjármagnskostnaði og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir vítahring hafa myndast. Samtök iðnaðarins lögðu nýlega könnun fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Hár fjármagnskostnaður vegur þungt Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir niðurstöður könnunarinnar valda áhyggjum. „Verktakar nefna það sérstaklega, níutíu prósent verktaka benda á að færri íbúðir séu nú í byggingu vegna hás fjármagnskostnaðar. Þeir eru að halda að sér höndum út af því,“ segir Sigurður. Fjármagnskostnaðurinn er fyrst og fremst háir vextir en Sigurður segir stjórnvöld einnig hafa breytt hlutunum til hins verra. „Stjórnvöld hækkuðu til dæmis virðisaukaskatt á byggingariðnað með því að lækka endurgreiðslu. Það hafði mikil áhrif. Yfir helmingur aðspurða segir að það hafi dregið úr uppbyggingu hjá þeirra fyrirtæki. Sveitarfélögin hafa verið að hækka gjöld. Gatnagerðargjöld, innviðagjöld, byggingaréttargjöld, hvað sem þessi gjöld nú öll heita sem er búið að finna upp. Þau hafa hækkað verulega, sem er mjög undarlegt og er þvert á markmið og vilyrði sem sveitarfélög og stjórnvöld gáfu í tengslum við kjarasamninga,“ segir Sigurður. Slæmur vítahringur Hann segir ákveðinn vítahring hafa skapast. Hátt húsnæðisverð valdi háum vöxtum. Háir vextir dragi úr uppbyggingu. Og þegar minna er byggt hækkar húsnæðisverð og hringurinn heldur þannig áfram. „Ég myndi segja að mestu tækifærin til að auka skilvirkni liggi hjá sveitarfélögunum. Í ferlinu hjá þeim, í áherslu í skipulaginu. Við sjáum til dæmis að stóraukin áhersla á þéttingu byggðar leiðir af sér íbúðir sem markaðurinn eða almenningur hefur kannski minni áhuga á, eða mæta ekki þörfum almennings,“ segir Sigurður. Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Stjórnsýsla Alþingi Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 23. júlí 2025 13:23 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Samtök iðnaðarins lögðu nýlega könnun fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Hár fjármagnskostnaður vegur þungt Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir niðurstöður könnunarinnar valda áhyggjum. „Verktakar nefna það sérstaklega, níutíu prósent verktaka benda á að færri íbúðir séu nú í byggingu vegna hás fjármagnskostnaðar. Þeir eru að halda að sér höndum út af því,“ segir Sigurður. Fjármagnskostnaðurinn er fyrst og fremst háir vextir en Sigurður segir stjórnvöld einnig hafa breytt hlutunum til hins verra. „Stjórnvöld hækkuðu til dæmis virðisaukaskatt á byggingariðnað með því að lækka endurgreiðslu. Það hafði mikil áhrif. Yfir helmingur aðspurða segir að það hafi dregið úr uppbyggingu hjá þeirra fyrirtæki. Sveitarfélögin hafa verið að hækka gjöld. Gatnagerðargjöld, innviðagjöld, byggingaréttargjöld, hvað sem þessi gjöld nú öll heita sem er búið að finna upp. Þau hafa hækkað verulega, sem er mjög undarlegt og er þvert á markmið og vilyrði sem sveitarfélög og stjórnvöld gáfu í tengslum við kjarasamninga,“ segir Sigurður. Slæmur vítahringur Hann segir ákveðinn vítahring hafa skapast. Hátt húsnæðisverð valdi háum vöxtum. Háir vextir dragi úr uppbyggingu. Og þegar minna er byggt hækkar húsnæðisverð og hringurinn heldur þannig áfram. „Ég myndi segja að mestu tækifærin til að auka skilvirkni liggi hjá sveitarfélögunum. Í ferlinu hjá þeim, í áherslu í skipulaginu. Við sjáum til dæmis að stóraukin áhersla á þéttingu byggðar leiðir af sér íbúðir sem markaðurinn eða almenningur hefur kannski minni áhuga á, eða mæta ekki þörfum almennings,“ segir Sigurður.
Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Stjórnsýsla Alþingi Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 23. júlí 2025 13:23 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 23. júlí 2025 13:23