Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2025 00:22 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Umtalsverður samdráttur er væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu. Verktakar kvarta yfir háum fjármagnskostnaði og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir vítahring hafa myndast. Samtök iðnaðarins lögðu nýlega könnun fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Hár fjármagnskostnaður vegur þungt Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir niðurstöður könnunarinnar valda áhyggjum. „Verktakar nefna það sérstaklega, níutíu prósent verktaka benda á að færri íbúðir séu nú í byggingu vegna hás fjármagnskostnaðar. Þeir eru að halda að sér höndum út af því,“ segir Sigurður. Fjármagnskostnaðurinn er fyrst og fremst háir vextir en Sigurður segir stjórnvöld einnig hafa breytt hlutunum til hins verra. „Stjórnvöld hækkuðu til dæmis virðisaukaskatt á byggingariðnað með því að lækka endurgreiðslu. Það hafði mikil áhrif. Yfir helmingur aðspurða segir að það hafi dregið úr uppbyggingu hjá þeirra fyrirtæki. Sveitarfélögin hafa verið að hækka gjöld. Gatnagerðargjöld, innviðagjöld, byggingaréttargjöld, hvað sem þessi gjöld nú öll heita sem er búið að finna upp. Þau hafa hækkað verulega, sem er mjög undarlegt og er þvert á markmið og vilyrði sem sveitarfélög og stjórnvöld gáfu í tengslum við kjarasamninga,“ segir Sigurður. Slæmur vítahringur Hann segir ákveðinn vítahring hafa skapast. Hátt húsnæðisverð valdi háum vöxtum. Háir vextir dragi úr uppbyggingu. Og þegar minna er byggt hækkar húsnæðisverð og hringurinn heldur þannig áfram. „Ég myndi segja að mestu tækifærin til að auka skilvirkni liggi hjá sveitarfélögunum. Í ferlinu hjá þeim, í áherslu í skipulaginu. Við sjáum til dæmis að stóraukin áhersla á þéttingu byggðar leiðir af sér íbúðir sem markaðurinn eða almenningur hefur kannski minni áhuga á, eða mæta ekki þörfum almennings,“ segir Sigurður. Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Stjórnsýsla Alþingi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 23. júlí 2025 13:23 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Samtök iðnaðarins lögðu nýlega könnun fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Hár fjármagnskostnaður vegur þungt Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir niðurstöður könnunarinnar valda áhyggjum. „Verktakar nefna það sérstaklega, níutíu prósent verktaka benda á að færri íbúðir séu nú í byggingu vegna hás fjármagnskostnaðar. Þeir eru að halda að sér höndum út af því,“ segir Sigurður. Fjármagnskostnaðurinn er fyrst og fremst háir vextir en Sigurður segir stjórnvöld einnig hafa breytt hlutunum til hins verra. „Stjórnvöld hækkuðu til dæmis virðisaukaskatt á byggingariðnað með því að lækka endurgreiðslu. Það hafði mikil áhrif. Yfir helmingur aðspurða segir að það hafi dregið úr uppbyggingu hjá þeirra fyrirtæki. Sveitarfélögin hafa verið að hækka gjöld. Gatnagerðargjöld, innviðagjöld, byggingaréttargjöld, hvað sem þessi gjöld nú öll heita sem er búið að finna upp. Þau hafa hækkað verulega, sem er mjög undarlegt og er þvert á markmið og vilyrði sem sveitarfélög og stjórnvöld gáfu í tengslum við kjarasamninga,“ segir Sigurður. Slæmur vítahringur Hann segir ákveðinn vítahring hafa skapast. Hátt húsnæðisverð valdi háum vöxtum. Háir vextir dragi úr uppbyggingu. Og þegar minna er byggt hækkar húsnæðisverð og hringurinn heldur þannig áfram. „Ég myndi segja að mestu tækifærin til að auka skilvirkni liggi hjá sveitarfélögunum. Í ferlinu hjá þeim, í áherslu í skipulaginu. Við sjáum til dæmis að stóraukin áhersla á þéttingu byggðar leiðir af sér íbúðir sem markaðurinn eða almenningur hefur kannski minni áhuga á, eða mæta ekki þörfum almennings,“ segir Sigurður.
Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Stjórnsýsla Alþingi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 23. júlí 2025 13:23 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 23. júlí 2025 13:23