Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. júlí 2025 18:43 Einari Bárðarsyni rann kalt vants milli skinns og hörunds þegar hann las fréttir um áframhaldandi stapp Hygge og heilbrigðiseftirlitsins. Vísir/Anton Brink/Vilhelm Eigendur bakarísins Hygge við Barónsstíg hafa enn ekki fengið rekstrarleyfi afhent en 231 dagur er síðan þeir lögðu fram umsókn. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði veltir því fyrir sér hvort ákvörðun þeirra um að ræða mál sitt opinberlega hafi orðið þeim að falli. Mbl.is greindi frá því í dag að bakaríið Hygge hefði enn ekki fengið leyfið afhent. Í samtali við Vísi í síðasta mánuði sá Axel Þorsteinsson eigandi Hygge fyrir sér að geta opnað bakaríið þann 24. júní, en þá hafði hann beðið í rúma tvö hundruð daga eftir leyfinu. Fyrirtækið hafi orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi meðan á biðinni hefur staðið og keypt Brauðhúsið í Grímsbæ til að geta haldið framleiðslu á matvælunum áfram til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Heilbrigðiseftirlit, ekki heilbrigðisforvarnir Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra Sveit rann kalt vatn milli skinns og hörunds í morgun þegar hann las tíðindin. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis. „Ef rekstraraðili er í rekstrarstöðvun í 230 daga útaf leyfismálum, og gerði kannski ráð fyrir að vera í sex vikur, þá er allur rekstrargrundvöllur farinn undir þessa starfsemi. Hann er eiginlega gjaldþrota áður en hann fer í loftið,“ segir Einar. Það er varla ásetningur? „Nei en það er eitthvað að. Maður leyfir sér að efast um að fólk fari í vinnuna með það hugarfar að koma í veg fyrir að aðrir geti farið í vinnuna. Það gengur ekki upp. Í nafninu er það heilbrigðiseftirlit, en ekki heilbrigðisforvarnir.“ Fókusinn áður á öðru Í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði sagði Einar að veitingamenn óttist sumir að styggja viðkomandi stofnanir eða stjórnsýslu sem hafa umsókn þeirra til meðferðar. „Svo fannst manni það, er ástæða fyrir því að óttast þetta svona? Er þetta ekki full dramatískt? Svo sér maður fyrirtæki sem fer í opinbera umræðu til að opna á umræðuna, og fjórum vikum seinna er búið að útiloka það frá því að opna veitingastað á þessum stað. Nota bene þar sem það var veitingastaður, í húsi sem var teiknað með veitingastað í kjallaranum í huga. En strandar núna á því, ef maður skilur fréttaflutning rétt, að það þurfi að vera sorp frá veitingastað fyrir aftan húsið,“ segir Einar. Það megi líta svo á að ákvörðun eigenda Hygge um að ræða opinberlega um mál þeirra hafi fellt það. „Það leit þannig út, þú getur sett það fram þannig, nema ef einhver getur sagt okkur að það sé einhvern veginn öðruvísi.“ Einar segir málið ekki hafa snúist um sorp fyrr en eigendur Hygge fóru að heyra í sér. Axel, eigandi Hygge, sagði í samtali við fréttastofu á sínum tíma að leyfisveitingin strandaði einna helst á tveimur gifsveggjum sem ákveðið var að reisa inni í bakaríinu. „Fókusinn á málinu var allt annars staðar í húsinu þar til þetta varð. Þetta er búið að fara í gegnum ýmis stig þangað til,“ segir Einar. Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Rekstur hins opinbera Reykjavík síðdegis Bakarí Stjórnsýsla Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Mbl.is greindi frá því í dag að bakaríið Hygge hefði enn ekki fengið leyfið afhent. Í samtali við Vísi í síðasta mánuði sá Axel Þorsteinsson eigandi Hygge fyrir sér að geta opnað bakaríið þann 24. júní, en þá hafði hann beðið í rúma tvö hundruð daga eftir leyfinu. Fyrirtækið hafi orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi meðan á biðinni hefur staðið og keypt Brauðhúsið í Grímsbæ til að geta haldið framleiðslu á matvælunum áfram til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Heilbrigðiseftirlit, ekki heilbrigðisforvarnir Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra Sveit rann kalt vatn milli skinns og hörunds í morgun þegar hann las tíðindin. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis. „Ef rekstraraðili er í rekstrarstöðvun í 230 daga útaf leyfismálum, og gerði kannski ráð fyrir að vera í sex vikur, þá er allur rekstrargrundvöllur farinn undir þessa starfsemi. Hann er eiginlega gjaldþrota áður en hann fer í loftið,“ segir Einar. Það er varla ásetningur? „Nei en það er eitthvað að. Maður leyfir sér að efast um að fólk fari í vinnuna með það hugarfar að koma í veg fyrir að aðrir geti farið í vinnuna. Það gengur ekki upp. Í nafninu er það heilbrigðiseftirlit, en ekki heilbrigðisforvarnir.“ Fókusinn áður á öðru Í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði sagði Einar að veitingamenn óttist sumir að styggja viðkomandi stofnanir eða stjórnsýslu sem hafa umsókn þeirra til meðferðar. „Svo fannst manni það, er ástæða fyrir því að óttast þetta svona? Er þetta ekki full dramatískt? Svo sér maður fyrirtæki sem fer í opinbera umræðu til að opna á umræðuna, og fjórum vikum seinna er búið að útiloka það frá því að opna veitingastað á þessum stað. Nota bene þar sem það var veitingastaður, í húsi sem var teiknað með veitingastað í kjallaranum í huga. En strandar núna á því, ef maður skilur fréttaflutning rétt, að það þurfi að vera sorp frá veitingastað fyrir aftan húsið,“ segir Einar. Það megi líta svo á að ákvörðun eigenda Hygge um að ræða opinberlega um mál þeirra hafi fellt það. „Það leit þannig út, þú getur sett það fram þannig, nema ef einhver getur sagt okkur að það sé einhvern veginn öðruvísi.“ Einar segir málið ekki hafa snúist um sorp fyrr en eigendur Hygge fóru að heyra í sér. Axel, eigandi Hygge, sagði í samtali við fréttastofu á sínum tíma að leyfisveitingin strandaði einna helst á tveimur gifsveggjum sem ákveðið var að reisa inni í bakaríinu. „Fókusinn á málinu var allt annars staðar í húsinu þar til þetta varð. Þetta er búið að fara í gegnum ýmis stig þangað til,“ segir Einar.
Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Rekstur hins opinbera Reykjavík síðdegis Bakarí Stjórnsýsla Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira