Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2025 11:16 Kjartan Már snýr aftur til starfa 1. september næstkomandi en hann hefur verið bæjarstjóri Reykjanesbæjar frá 1. september 2014. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, snýr aftur til starfa 1. september næstkomandi eftir tæplega árs veikindaleyfi vegna baráttu við krabbamein. Hann reyndi að snúa aftur í febrúar en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi. Kjartan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í morgun. „Í lífshlaupi hvers manns skiptast á skin og skúrir. Stundum gengur allt upp og stundum er mótbyr en það sem skiptir mestu máli er að taka á móti hverju verkefni af æðruleysi og styrk,“ skrifar hann í færslunni. Sjá einnig: Bæjarstjóri Reykjanesbæjar í veikindaleyfi „Undanfarið ár hefur blásið á móti en eins og sum ykkar vita greindist ég með krabbamein í júlí 2024. Strax við greiningu hófst lyfjameðferð í töflu-, stera- og sprautuformi og 4 mánuðum síðar fór ég í veikindaleyfi frá vinnu vegna geislameðferðar á Landspítalanum. Allt gekk þetta vel og í lok janúar sl. taldi ég mig tilbúinn að hefja störf á nýjan leik. Það reyndist hins vegar ekki rétt,“ skrifar hann. Kjartan sneri aftur til starfa í febrúar á þessu ári, eftir fimm mánaða fjarveru, en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi samkvæmt læknisvottorði. „Ég var einfaldlega of bráður á mér og hef unnið að því að byggja mig upp andlega og líkamlega síðan þá með það að markmiði að geta tekist á við daglega lífið og verða fyllilega vinnufær að nýju,“ skrifar Kjartan. „Á síðastliðnum mánuðum hef ég notið dyggrar aðstoðar sálfræðinga HSS og Ljóssins við Langholtsveg en einnig leiðsagnar við líkamlega uppbyggingu hjá Einari Inga Kristjánssyni, einkaþjálfara og eiganda AlphaGym. Þá hef ég sótt fræðslu hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Krabbameinsfélaginu Framför í Grafarvogi,“ skrifar hann, Endurhæfingin hafi gengið vel og hann sé nú kominn á þann stað að geta snúið aftur til fyrra starfs. Þá segist hann þakklátur bæjaryfirvöldum og samstarfsfólki sínu fyrir stuðninginn síðustu þrettán mánuði og bæjarbúum sem hafa sent honum hlýjar kveðjur. „Síðast en ekki síst hef ég notið ómetanlegs stuðnings Jónu minnar, fjölskyldu og nánustu vina. Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum,“ skrifar Kjartan í færslunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Kjartan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í morgun. „Í lífshlaupi hvers manns skiptast á skin og skúrir. Stundum gengur allt upp og stundum er mótbyr en það sem skiptir mestu máli er að taka á móti hverju verkefni af æðruleysi og styrk,“ skrifar hann í færslunni. Sjá einnig: Bæjarstjóri Reykjanesbæjar í veikindaleyfi „Undanfarið ár hefur blásið á móti en eins og sum ykkar vita greindist ég með krabbamein í júlí 2024. Strax við greiningu hófst lyfjameðferð í töflu-, stera- og sprautuformi og 4 mánuðum síðar fór ég í veikindaleyfi frá vinnu vegna geislameðferðar á Landspítalanum. Allt gekk þetta vel og í lok janúar sl. taldi ég mig tilbúinn að hefja störf á nýjan leik. Það reyndist hins vegar ekki rétt,“ skrifar hann. Kjartan sneri aftur til starfa í febrúar á þessu ári, eftir fimm mánaða fjarveru, en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi samkvæmt læknisvottorði. „Ég var einfaldlega of bráður á mér og hef unnið að því að byggja mig upp andlega og líkamlega síðan þá með það að markmiði að geta tekist á við daglega lífið og verða fyllilega vinnufær að nýju,“ skrifar Kjartan. „Á síðastliðnum mánuðum hef ég notið dyggrar aðstoðar sálfræðinga HSS og Ljóssins við Langholtsveg en einnig leiðsagnar við líkamlega uppbyggingu hjá Einari Inga Kristjánssyni, einkaþjálfara og eiganda AlphaGym. Þá hef ég sótt fræðslu hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Krabbameinsfélaginu Framför í Grafarvogi,“ skrifar hann, Endurhæfingin hafi gengið vel og hann sé nú kominn á þann stað að geta snúið aftur til fyrra starfs. Þá segist hann þakklátur bæjaryfirvöldum og samstarfsfólki sínu fyrir stuðninginn síðustu þrettán mánuði og bæjarbúum sem hafa sent honum hlýjar kveðjur. „Síðast en ekki síst hef ég notið ómetanlegs stuðnings Jónu minnar, fjölskyldu og nánustu vina. Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum,“ skrifar Kjartan í færslunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.
Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira