Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 08:55 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir ekkert dulið hafa verið í samskiptum sínum við lyfjarisa í heimsfaraldrinum. AP/Omar Havana Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varði samskipti sín við forstjóra lyfjarisans Pfizer í kórónuveirufaraldrinum þegar hann kom fyrir Evrópuþingið í gær. Það var í fyrsta skipti sem forsetinn varði sig opinberlega eftir að framkvæmdastjórnin var talin hafa brotið stjórnsýslureglur þegar hún neitaði að afhenda textaskilaboðin í vor. Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu í maí að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki samræmst góðum stjórnsýsluháttum þegar hún hafnaði blaðamanni um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og forstjóra lyfjarisans Pfizer. Skilaboðin fóru á milli þeirra rétt áður en framkvæmdastjórnin gerði stærsta samning sögunnar um kaup á bóluefni Pfizer. Framkvæmdastjórnin hélt því fram að hún hefði skilaboðin ekki undir höndum og jafnvel þótt hún gerði það féllu þau ekki undir upplýsingalög. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur von der Leyen vegna málsins á Evrópuþinginu á fimmtudag. Hún tjáði sig um málið í fyrsta skipti frá því að dómurinn féll þegar hún kom fyrir þingið í gær. Sagði von der Leyen það ekki hafa verið neitt leyndarmál að hún hefði verið í sambandi við fulltrúa fyrirtækja sem framleiddu bóluefni á sama hátt og hún talaði við fremstu faralds- og veirufræðinga heims, að því er kemur fram í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Að gefa það í skyn að þessir samningar hafi á einhvern hátt ekki samræmst hagsmunum Evrópu er einfaldlega rangt, sama hvernig á það er litið,“ sagði forsetinn. „Það voru engin leyndarmál, engin falin ákvæði, engar skuldbindingar um að kaupa fyrir aðildarríkin,“ sagði von der Leyen ennfremur. Sakar andstæðinga um að dreifa samsæriskenningum Evrópuþingið greiðir atkvæði um vantrauststillöguna á fimmtudag en tvo þriðju hluta þarf til þess að samþykkja hana. Nær engar líkur eru á að hún nái fram að ganga. AP-fréttastofan segir að í tillögunni sé blandað saman ásökunum sem tengjast skilaboðum von der Leyen við Pfizer-forstjórann, um misbeitingu á fjármunum sambandsins og um afskipti af kosningum í Þýskalandi og Rúmeníu. Sakaði von der Leyen þá sem hefðu gagnrýnt framkvæmdastjórnin fyrir textaskilaboðin um að „spinna hraktar samsæriskenningar“. Fjarhægrimenn á Evrópuþinginu reyndu nú að endurskrifa söguna. Evrópusambandið Stjórnsýsla Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu í maí að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki samræmst góðum stjórnsýsluháttum þegar hún hafnaði blaðamanni um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og forstjóra lyfjarisans Pfizer. Skilaboðin fóru á milli þeirra rétt áður en framkvæmdastjórnin gerði stærsta samning sögunnar um kaup á bóluefni Pfizer. Framkvæmdastjórnin hélt því fram að hún hefði skilaboðin ekki undir höndum og jafnvel þótt hún gerði það féllu þau ekki undir upplýsingalög. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur von der Leyen vegna málsins á Evrópuþinginu á fimmtudag. Hún tjáði sig um málið í fyrsta skipti frá því að dómurinn féll þegar hún kom fyrir þingið í gær. Sagði von der Leyen það ekki hafa verið neitt leyndarmál að hún hefði verið í sambandi við fulltrúa fyrirtækja sem framleiddu bóluefni á sama hátt og hún talaði við fremstu faralds- og veirufræðinga heims, að því er kemur fram í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Að gefa það í skyn að þessir samningar hafi á einhvern hátt ekki samræmst hagsmunum Evrópu er einfaldlega rangt, sama hvernig á það er litið,“ sagði forsetinn. „Það voru engin leyndarmál, engin falin ákvæði, engar skuldbindingar um að kaupa fyrir aðildarríkin,“ sagði von der Leyen ennfremur. Sakar andstæðinga um að dreifa samsæriskenningum Evrópuþingið greiðir atkvæði um vantrauststillöguna á fimmtudag en tvo þriðju hluta þarf til þess að samþykkja hana. Nær engar líkur eru á að hún nái fram að ganga. AP-fréttastofan segir að í tillögunni sé blandað saman ásökunum sem tengjast skilaboðum von der Leyen við Pfizer-forstjórann, um misbeitingu á fjármunum sambandsins og um afskipti af kosningum í Þýskalandi og Rúmeníu. Sakaði von der Leyen þá sem hefðu gagnrýnt framkvæmdastjórnin fyrir textaskilaboðin um að „spinna hraktar samsæriskenningar“. Fjarhægrimenn á Evrópuþinginu reyndu nú að endurskrifa söguna.
Evrópusambandið Stjórnsýsla Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira