Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2025 11:01 Unnur Berglind segir heilbrigðisráðherra ekki hafa fundið tíma til að funda með formönnum. Það hafi verið sumarleyfi en það liggi þó á að leysa vandann. Formenn hafa gefið ráðherra til 15. september til að skila aðgerðaáætlun. Viska Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir heilbrigðisráðherra ekki enn hafa fundið tíma til að funda með formönnum félags ljósmæðra, lækna, sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga um niðurstöður stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Félögin fóru fram á það fyrr í sumar að heilbrigðisráðherra myndi bregðast við og skila tímasettri aðgerðaáætlun fyrir þann 15. september næstkomandi og að mönnunarvandi verði settur í forgang. Unnur Berglind segir formenn félaganna hafa frá því að yfirlýsingin var send út kallað eftir því að fá fund með ráðherra en hún hafi ekki fundið tíma fyrir fund. „Þetta er alvarlegt mál og við erum búin að vera að benda á þetta í mörg, mörg ár, að staðan sé svona. Og nú kemur opinber skýrsla og við bara ætlumst til þess að það sé tekið mark á þessu,“ segir Unnur Berglind sem fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnur segir skýrsluna að mestu fjalla um stöðuna á Landspítalanum en krafa félaganna sé víðtækari en það, og eigi um heilbrigðiskerfið allt. Úttektin kom út í júlí. Þar kom til dæmis fram að viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hafi einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. Unnur segir margt alvarlegt í skýrslunni en svo sé einnig margt sem þau ekki skilji. Sem dæmi komi fram í henni að það vanti alls fjórtán ljósmæður en hún viti ekki hvaðan þessar tölur komi. Þau viti ekki til þess að það sé eitthvað ákveðið mönnunarmódel notað á spítalanum og að komi fram á spítalanum að mönnun sé háð fjármagni sem Landspítalinn fær. Það séu ekki til nein viðmið um mönnun á spítalanum. Fjórðungur ljósmæðra vilji hætta Unnur Berglind segir Ljósmæðrafélagið hafa miðað við verkfallslista og þau störf sem eru undanþegin verkfallsheimild ef til verkfalls komi. Það sé lágmarksmönnun. „Á hverju ári förum við yfir þennan lista og metum hversu raunhæfur hann er. Ég hef verið að biðja um að mönnun fari aldrei undir þennan lista, en mönnunin fer undir þennan lista. Þannig á vorin þá langar mann svolítið að fara í verkfall svo að mönnunin á sumrin sé góð,“ segir Unnur og að sem dæmi hafi ljósmæður upplifað að þegar þær fóru í verkfall 2018 hafi þær almennt upplifað að mönnunin á spítalanum hafi verið góð. Hún segir mönnunarvandann bitna á starfsfólki. Það sé ekki möguleiki á spítalanum að draga úr þjónustu, það verði alltaf að sinna þeim verkefnum sem þangað koma. Ljósmæðrafélagið hafi lagt fyrir könnun síðustu tvö ár meðal ljósmæðra og að þar komi fram að fjórðungi þeirra langi að hætta og að helmingi þeirra sem langi að hætta langi að gera það vegna starfsálags. Ljósmæður hafi með betri vinnutíma, það er styttingu vinnuvikunnar, verið hvattar til að auka við vinnuprósentu sína en eru aftur núna búnar að minnka prósentuna. Þannig geti þær stýrt vinnutímanum betur því það vanti nær alltaf á aukavaktir. „Það getur engin unnið hundrað prósent vinnu. Það er engin í vaktavinnu í hundrað prósent vinnu því það er allt of mikil vinna. Ég held ég geti fullyrt það þvert á öll félögin,“ segir Unnur Berglind. Reglugerðarbreytingar taki ekki mið af nýrri skýrslu Unnur Berglind segir síðasta heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hafa farið af stað með vinnu til að kanna hvernig sé betur hægt að nýta fagþekkingu ljósmæðra betur. Ljósmæðrafélagið hafi svo hitt nýjan ráðherra, Ölmu Möller, í febrúar, til að ræða skýrslu starfshópsins en eftir það hafi ekkert gerst. Þær hafi til dæmis fengið til umsagnar reglugerðarbreytingar þar sem ekki hafi verið tekið tillit til niðurstaðna þessarar skýrslu. Hún tekur dæmi um það þegar þunguð kona kemur í fyrstu mæðraskoðun. Þá þurfi að panta blóðprufur en þær geti ekki gert það nema með því að setja númer læknis á blóðprufubeiðnina. Hann fái niðurstöðurnar til sín, en ekki ljósmæðurnar, heldur þurfi þær að leitast eftir því að fá niðurstöðurnar hjá honum svo þær geti fylgt því eftir. „Við erum að biðja um að við fáum þetta. Það er allt í lagi að læknirinn fái þetta líka, við hnippum alltaf í þá ef það er eitthvað, en það er svo mikil vitleysa að við séum að eyða tíma í að leita eftir þessum niðurstöðum og þurfa að passa uppá, og svo er stressið að missa af einhverju.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Bítið Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Félögin fóru fram á það fyrr í sumar að heilbrigðisráðherra myndi bregðast við og skila tímasettri aðgerðaáætlun fyrir þann 15. september næstkomandi og að mönnunarvandi verði settur í forgang. Unnur Berglind segir formenn félaganna hafa frá því að yfirlýsingin var send út kallað eftir því að fá fund með ráðherra en hún hafi ekki fundið tíma fyrir fund. „Þetta er alvarlegt mál og við erum búin að vera að benda á þetta í mörg, mörg ár, að staðan sé svona. Og nú kemur opinber skýrsla og við bara ætlumst til þess að það sé tekið mark á þessu,“ segir Unnur Berglind sem fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnur segir skýrsluna að mestu fjalla um stöðuna á Landspítalanum en krafa félaganna sé víðtækari en það, og eigi um heilbrigðiskerfið allt. Úttektin kom út í júlí. Þar kom til dæmis fram að viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hafi einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. Unnur segir margt alvarlegt í skýrslunni en svo sé einnig margt sem þau ekki skilji. Sem dæmi komi fram í henni að það vanti alls fjórtán ljósmæður en hún viti ekki hvaðan þessar tölur komi. Þau viti ekki til þess að það sé eitthvað ákveðið mönnunarmódel notað á spítalanum og að komi fram á spítalanum að mönnun sé háð fjármagni sem Landspítalinn fær. Það séu ekki til nein viðmið um mönnun á spítalanum. Fjórðungur ljósmæðra vilji hætta Unnur Berglind segir Ljósmæðrafélagið hafa miðað við verkfallslista og þau störf sem eru undanþegin verkfallsheimild ef til verkfalls komi. Það sé lágmarksmönnun. „Á hverju ári förum við yfir þennan lista og metum hversu raunhæfur hann er. Ég hef verið að biðja um að mönnun fari aldrei undir þennan lista, en mönnunin fer undir þennan lista. Þannig á vorin þá langar mann svolítið að fara í verkfall svo að mönnunin á sumrin sé góð,“ segir Unnur og að sem dæmi hafi ljósmæður upplifað að þegar þær fóru í verkfall 2018 hafi þær almennt upplifað að mönnunin á spítalanum hafi verið góð. Hún segir mönnunarvandann bitna á starfsfólki. Það sé ekki möguleiki á spítalanum að draga úr þjónustu, það verði alltaf að sinna þeim verkefnum sem þangað koma. Ljósmæðrafélagið hafi lagt fyrir könnun síðustu tvö ár meðal ljósmæðra og að þar komi fram að fjórðungi þeirra langi að hætta og að helmingi þeirra sem langi að hætta langi að gera það vegna starfsálags. Ljósmæður hafi með betri vinnutíma, það er styttingu vinnuvikunnar, verið hvattar til að auka við vinnuprósentu sína en eru aftur núna búnar að minnka prósentuna. Þannig geti þær stýrt vinnutímanum betur því það vanti nær alltaf á aukavaktir. „Það getur engin unnið hundrað prósent vinnu. Það er engin í vaktavinnu í hundrað prósent vinnu því það er allt of mikil vinna. Ég held ég geti fullyrt það þvert á öll félögin,“ segir Unnur Berglind. Reglugerðarbreytingar taki ekki mið af nýrri skýrslu Unnur Berglind segir síðasta heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hafa farið af stað með vinnu til að kanna hvernig sé betur hægt að nýta fagþekkingu ljósmæðra betur. Ljósmæðrafélagið hafi svo hitt nýjan ráðherra, Ölmu Möller, í febrúar, til að ræða skýrslu starfshópsins en eftir það hafi ekkert gerst. Þær hafi til dæmis fengið til umsagnar reglugerðarbreytingar þar sem ekki hafi verið tekið tillit til niðurstaðna þessarar skýrslu. Hún tekur dæmi um það þegar þunguð kona kemur í fyrstu mæðraskoðun. Þá þurfi að panta blóðprufur en þær geti ekki gert það nema með því að setja númer læknis á blóðprufubeiðnina. Hann fái niðurstöðurnar til sín, en ekki ljósmæðurnar, heldur þurfi þær að leitast eftir því að fá niðurstöðurnar hjá honum svo þær geti fylgt því eftir. „Við erum að biðja um að við fáum þetta. Það er allt í lagi að læknirinn fái þetta líka, við hnippum alltaf í þá ef það er eitthvað, en það er svo mikil vitleysa að við séum að eyða tíma í að leita eftir þessum niðurstöðum og þurfa að passa uppá, og svo er stressið að missa af einhverju.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Bítið Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira