Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2025 11:01 Unnur Berglind segir heilbrigðisráðherra ekki hafa fundið tíma til að funda með formönnum. Það hafi verið sumarleyfi en það liggi þó á að leysa vandann. Formenn hafa gefið ráðherra til 15. september til að skila aðgerðaáætlun. Viska Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir heilbrigðisráðherra ekki enn hafa fundið tíma til að funda með formönnum félags ljósmæðra, lækna, sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga um niðurstöður stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Félögin fóru fram á það fyrr í sumar að heilbrigðisráðherra myndi bregðast við og skila tímasettri aðgerðaáætlun fyrir þann 15. september næstkomandi og að mönnunarvandi verði settur í forgang. Unnur Berglind segir formenn félaganna hafa frá því að yfirlýsingin var send út kallað eftir því að fá fund með ráðherra en hún hafi ekki fundið tíma fyrir fund. „Þetta er alvarlegt mál og við erum búin að vera að benda á þetta í mörg, mörg ár, að staðan sé svona. Og nú kemur opinber skýrsla og við bara ætlumst til þess að það sé tekið mark á þessu,“ segir Unnur Berglind sem fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnur segir skýrsluna að mestu fjalla um stöðuna á Landspítalanum en krafa félaganna sé víðtækari en það, og eigi um heilbrigðiskerfið allt. Úttektin kom út í júlí. Þar kom til dæmis fram að viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hafi einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. Unnur segir margt alvarlegt í skýrslunni en svo sé einnig margt sem þau ekki skilji. Sem dæmi komi fram í henni að það vanti alls fjórtán ljósmæður en hún viti ekki hvaðan þessar tölur komi. Þau viti ekki til þess að það sé eitthvað ákveðið mönnunarmódel notað á spítalanum og að komi fram á spítalanum að mönnun sé háð fjármagni sem Landspítalinn fær. Það séu ekki til nein viðmið um mönnun á spítalanum. Fjórðungur ljósmæðra vilji hætta Unnur Berglind segir Ljósmæðrafélagið hafa miðað við verkfallslista og þau störf sem eru undanþegin verkfallsheimild ef til verkfalls komi. Það sé lágmarksmönnun. „Á hverju ári förum við yfir þennan lista og metum hversu raunhæfur hann er. Ég hef verið að biðja um að mönnun fari aldrei undir þennan lista, en mönnunin fer undir þennan lista. Þannig á vorin þá langar mann svolítið að fara í verkfall svo að mönnunin á sumrin sé góð,“ segir Unnur og að sem dæmi hafi ljósmæður upplifað að þegar þær fóru í verkfall 2018 hafi þær almennt upplifað að mönnunin á spítalanum hafi verið góð. Hún segir mönnunarvandann bitna á starfsfólki. Það sé ekki möguleiki á spítalanum að draga úr þjónustu, það verði alltaf að sinna þeim verkefnum sem þangað koma. Ljósmæðrafélagið hafi lagt fyrir könnun síðustu tvö ár meðal ljósmæðra og að þar komi fram að fjórðungi þeirra langi að hætta og að helmingi þeirra sem langi að hætta langi að gera það vegna starfsálags. Ljósmæður hafi með betri vinnutíma, það er styttingu vinnuvikunnar, verið hvattar til að auka við vinnuprósentu sína en eru aftur núna búnar að minnka prósentuna. Þannig geti þær stýrt vinnutímanum betur því það vanti nær alltaf á aukavaktir. „Það getur engin unnið hundrað prósent vinnu. Það er engin í vaktavinnu í hundrað prósent vinnu því það er allt of mikil vinna. Ég held ég geti fullyrt það þvert á öll félögin,“ segir Unnur Berglind. Reglugerðarbreytingar taki ekki mið af nýrri skýrslu Unnur Berglind segir síðasta heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hafa farið af stað með vinnu til að kanna hvernig sé betur hægt að nýta fagþekkingu ljósmæðra betur. Ljósmæðrafélagið hafi svo hitt nýjan ráðherra, Ölmu Möller, í febrúar, til að ræða skýrslu starfshópsins en eftir það hafi ekkert gerst. Þær hafi til dæmis fengið til umsagnar reglugerðarbreytingar þar sem ekki hafi verið tekið tillit til niðurstaðna þessarar skýrslu. Hún tekur dæmi um það þegar þunguð kona kemur í fyrstu mæðraskoðun. Þá þurfi að panta blóðprufur en þær geti ekki gert það nema með því að setja númer læknis á blóðprufubeiðnina. Hann fái niðurstöðurnar til sín, en ekki ljósmæðurnar, heldur þurfi þær að leitast eftir því að fá niðurstöðurnar hjá honum svo þær geti fylgt því eftir. „Við erum að biðja um að við fáum þetta. Það er allt í lagi að læknirinn fái þetta líka, við hnippum alltaf í þá ef það er eitthvað, en það er svo mikil vitleysa að við séum að eyða tíma í að leita eftir þessum niðurstöðum og þurfa að passa uppá, og svo er stressið að missa af einhverju.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Bítið Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Félögin fóru fram á það fyrr í sumar að heilbrigðisráðherra myndi bregðast við og skila tímasettri aðgerðaáætlun fyrir þann 15. september næstkomandi og að mönnunarvandi verði settur í forgang. Unnur Berglind segir formenn félaganna hafa frá því að yfirlýsingin var send út kallað eftir því að fá fund með ráðherra en hún hafi ekki fundið tíma fyrir fund. „Þetta er alvarlegt mál og við erum búin að vera að benda á þetta í mörg, mörg ár, að staðan sé svona. Og nú kemur opinber skýrsla og við bara ætlumst til þess að það sé tekið mark á þessu,“ segir Unnur Berglind sem fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnur segir skýrsluna að mestu fjalla um stöðuna á Landspítalanum en krafa félaganna sé víðtækari en það, og eigi um heilbrigðiskerfið allt. Úttektin kom út í júlí. Þar kom til dæmis fram að viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hafi einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. Unnur segir margt alvarlegt í skýrslunni en svo sé einnig margt sem þau ekki skilji. Sem dæmi komi fram í henni að það vanti alls fjórtán ljósmæður en hún viti ekki hvaðan þessar tölur komi. Þau viti ekki til þess að það sé eitthvað ákveðið mönnunarmódel notað á spítalanum og að komi fram á spítalanum að mönnun sé háð fjármagni sem Landspítalinn fær. Það séu ekki til nein viðmið um mönnun á spítalanum. Fjórðungur ljósmæðra vilji hætta Unnur Berglind segir Ljósmæðrafélagið hafa miðað við verkfallslista og þau störf sem eru undanþegin verkfallsheimild ef til verkfalls komi. Það sé lágmarksmönnun. „Á hverju ári förum við yfir þennan lista og metum hversu raunhæfur hann er. Ég hef verið að biðja um að mönnun fari aldrei undir þennan lista, en mönnunin fer undir þennan lista. Þannig á vorin þá langar mann svolítið að fara í verkfall svo að mönnunin á sumrin sé góð,“ segir Unnur og að sem dæmi hafi ljósmæður upplifað að þegar þær fóru í verkfall 2018 hafi þær almennt upplifað að mönnunin á spítalanum hafi verið góð. Hún segir mönnunarvandann bitna á starfsfólki. Það sé ekki möguleiki á spítalanum að draga úr þjónustu, það verði alltaf að sinna þeim verkefnum sem þangað koma. Ljósmæðrafélagið hafi lagt fyrir könnun síðustu tvö ár meðal ljósmæðra og að þar komi fram að fjórðungi þeirra langi að hætta og að helmingi þeirra sem langi að hætta langi að gera það vegna starfsálags. Ljósmæður hafi með betri vinnutíma, það er styttingu vinnuvikunnar, verið hvattar til að auka við vinnuprósentu sína en eru aftur núna búnar að minnka prósentuna. Þannig geti þær stýrt vinnutímanum betur því það vanti nær alltaf á aukavaktir. „Það getur engin unnið hundrað prósent vinnu. Það er engin í vaktavinnu í hundrað prósent vinnu því það er allt of mikil vinna. Ég held ég geti fullyrt það þvert á öll félögin,“ segir Unnur Berglind. Reglugerðarbreytingar taki ekki mið af nýrri skýrslu Unnur Berglind segir síðasta heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hafa farið af stað með vinnu til að kanna hvernig sé betur hægt að nýta fagþekkingu ljósmæðra betur. Ljósmæðrafélagið hafi svo hitt nýjan ráðherra, Ölmu Möller, í febrúar, til að ræða skýrslu starfshópsins en eftir það hafi ekkert gerst. Þær hafi til dæmis fengið til umsagnar reglugerðarbreytingar þar sem ekki hafi verið tekið tillit til niðurstaðna þessarar skýrslu. Hún tekur dæmi um það þegar þunguð kona kemur í fyrstu mæðraskoðun. Þá þurfi að panta blóðprufur en þær geti ekki gert það nema með því að setja númer læknis á blóðprufubeiðnina. Hann fái niðurstöðurnar til sín, en ekki ljósmæðurnar, heldur þurfi þær að leitast eftir því að fá niðurstöðurnar hjá honum svo þær geti fylgt því eftir. „Við erum að biðja um að við fáum þetta. Það er allt í lagi að læknirinn fái þetta líka, við hnippum alltaf í þá ef það er eitthvað, en það er svo mikil vitleysa að við séum að eyða tíma í að leita eftir þessum niðurstöðum og þurfa að passa uppá, og svo er stressið að missa af einhverju.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Bítið Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira