Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Sáttafundur Össurar og Eiðs eftir misskilning í strætó

Össur Pétur Valdimarsson vagnstjóri hjá Strætó og Eiður Welding, varaformaður CP-félagsins, áttu sáttafund í Mjódd í gærkvöldi eftir misskilning þeirra á milli í strætó um helgina. Málið rataði í fjölmiðla en hefur nú fengið farsæla lausn, að sögn upplýsingafulltrúa Strætó.

Innlent
Fréttamynd

Þóra segist ekki bera ábyrgð á fölskum TikTok-aðgangi

„Jæja, nú les ég á hinum ýmsu miðlum að ég sé komin með reikning á Tik Tok. Ég geri ráð fyrir að þeir sem mig þekkja viti að það er ekki rétt,“ skrifar Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benedikssonar fjármála- og efnahagsráðherra í færslu á Facebook í dag.

Innlent
Fréttamynd

Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu

Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Svala stendur þétt við bak kærastans

Svala Björgvinsdóttir söngkona segir kærasta sinn eina yndislegustu manneskju sem hún þekki. Þetta segir Svala á Instagram-síðu sinni þar sem hún bregst við fréttaflutningi af ákæru á hendur kærastanum Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni.

Lífið
Fréttamynd

Tómas biðst afsökunar og fjarlægir myndböndin

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum hefur fjarlægt myndbönd sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær. Í myndböndunum sagðist Tómas að hann og ritari á spítalanum hefðu unnið að því að para saman læknanema í skurðlæknisfræðikúrsi á fjórða ári.

Innlent
Fréttamynd

Tæknimenning í mótun

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að samfélagsmiðlar séu almennt ógeðslegir, en af mjög misjöfnum ástæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Tók saman lista yfir fjölmennustu íslensku Facebook-hópana

„Ég veit náttúrlega að þetta er ekki endilega tæmandi listi en ég er orðinn nokkuð vongóður um að maður sé búinn að taka saman megnið af fjölmennustu íslenskum hópum með þessu,“ segir tölvunarfræðingurinn Daníel Brandur Sigurgeirsson í samtali við Vísi. Daníel tók á dögunum saman lista yfir fjölmennustu Facebook-hópana á Íslandi og birti í færslu á sinni Facebook-síðu. Yfir hundrað hópar eru á listanum sem enn fer vaxandi.

Lífið
Fréttamynd

Fagnar sigri og biður þolendur ofbeldis að gefast ekki upp

Rúmlega fimm ára baráttu Rúnu Guðmundsdóttur við kerfið lauk í gær þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi sambýlismann hennar til þess að greiða henni 1,3 milljónir í skaðabætur vegna heimilisofbeldis. Rúna segir þungu fargi af sér létt, það sé ómetanlegt að kerfið viðurkenni að hún hafi verið beitt ranglæti.

Innlent
Fréttamynd

Fimm úr nær­um­hverfi Víðis og eigin­konu hans smituð

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera“

Bergsveinn Ólafsson var knattspyrnumaður og sálfræðinemi þegar hann tók meðvitaða ákvörðun að breyta venjum og taka upp nýjar. Í dag er hann hættur í fótbolta og hefur hann helgað lífi sínu að hjálpa öðrum.

Lífið