LRH hættir ekki á Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2022 20:04 Lögreglustöðin Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að hætta á Facebook. Þessi í stað hefur verið ákveðið að óska ekki eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Persónuvernd gerði í fyrra athugasemd við notkun lögregluembætta á Facebook. Sú athugasemd byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlends stórfyrirtækisins. Um er að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti í dag að Facebooksíðu embættisins yrði lokað vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Rætt var við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sagði hún að allar upplýsingar og gögn sem lögreglan fær í gegnum Facebook endi í höndum META, fyrirtækisins sem á samfélagsmiðilinn. Þaðan séu þær svo jafnvel seldar til þriðju aðila. „Þannig að þær eru komnar dálítið langt, upplýsingar um einhvern sem mögulega tengist glæp á Íslandi og sem er mögulega blásaklaus af þeim glæpi. Þannig að þetta er í raun útgangsatriðið og það sem ákvörðunin snerist að,“ sagði Helga. Hún sagði að ákvörðunin hefði einungis tekið til þeirra upplýsinga þegar einhver er bendlaður við glæp. „Ef ætlunin er að nota samskiptamiðla einungis til þess að greina frá viðburðum og tilkynningum um almannavarnir og hættu eða eitthvað slíkt, þá er það ekki bannað og ekki tekið á því.“ Helga sagði þetta vandmeðfarið. „Þetta er eins og ef Covid-göngudeildin færi allt í einu að biðla upplýsingum til sinna sjúklinga og biðja um samskipti á Facebook. Það væri glórulaust. Lögreglan á að geta varið sín kerfi ef hún er að kalla eftir viðkvæmum upplýsingum sem þarf að passa.“ Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem einnig var birt á Facebook, segir að síðan sé fyrst og fremst til þess að „koma mikilvægum skilaboðum til almennings, auðvelda samskipti, bæta og auka þjónustu við notendur og einnig að svara kalli nútímans um breyttar og fjölbreyttari samskiptaleiðir með því að fjölga þeim leiðum sem eru í boði.“ Þar segir einnig að í kjölfar ákvörðunar Persónuverndar í fyrra hafi verið farið yfir verklag og ákveðið að hætta að biðja um upplýsingar frá almenningi í gegnum miðilinn. Í stað þess verði aðrar leiðir nýttar. „Tekið skal fram að embættið veitir ekki persónugreinanlegar upplýsingar til aðila í gegnum samskiptamiðilinn heldur leiðbeinir fólki um að beina erindum í réttan farveg sé þess þörf. Því telur embættið að ekki sé tilefni til þess að hætta notkun þess á samfélagsmiðlinum í ljósi þess að um er að ræða mikilvægan vettvang fyrir lögreglu til að ná til almennings og auka sýnileika lögreglu í samfélaginu.“ Lögreglan Facebook Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Sú athugasemd byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlends stórfyrirtækisins. Um er að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti í dag að Facebooksíðu embættisins yrði lokað vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Rætt var við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sagði hún að allar upplýsingar og gögn sem lögreglan fær í gegnum Facebook endi í höndum META, fyrirtækisins sem á samfélagsmiðilinn. Þaðan séu þær svo jafnvel seldar til þriðju aðila. „Þannig að þær eru komnar dálítið langt, upplýsingar um einhvern sem mögulega tengist glæp á Íslandi og sem er mögulega blásaklaus af þeim glæpi. Þannig að þetta er í raun útgangsatriðið og það sem ákvörðunin snerist að,“ sagði Helga. Hún sagði að ákvörðunin hefði einungis tekið til þeirra upplýsinga þegar einhver er bendlaður við glæp. „Ef ætlunin er að nota samskiptamiðla einungis til þess að greina frá viðburðum og tilkynningum um almannavarnir og hættu eða eitthvað slíkt, þá er það ekki bannað og ekki tekið á því.“ Helga sagði þetta vandmeðfarið. „Þetta er eins og ef Covid-göngudeildin færi allt í einu að biðla upplýsingum til sinna sjúklinga og biðja um samskipti á Facebook. Það væri glórulaust. Lögreglan á að geta varið sín kerfi ef hún er að kalla eftir viðkvæmum upplýsingum sem þarf að passa.“ Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem einnig var birt á Facebook, segir að síðan sé fyrst og fremst til þess að „koma mikilvægum skilaboðum til almennings, auðvelda samskipti, bæta og auka þjónustu við notendur og einnig að svara kalli nútímans um breyttar og fjölbreyttari samskiptaleiðir með því að fjölga þeim leiðum sem eru í boði.“ Þar segir einnig að í kjölfar ákvörðunar Persónuverndar í fyrra hafi verið farið yfir verklag og ákveðið að hætta að biðja um upplýsingar frá almenningi í gegnum miðilinn. Í stað þess verði aðrar leiðir nýttar. „Tekið skal fram að embættið veitir ekki persónugreinanlegar upplýsingar til aðila í gegnum samskiptamiðilinn heldur leiðbeinir fólki um að beina erindum í réttan farveg sé þess þörf. Því telur embættið að ekki sé tilefni til þess að hætta notkun þess á samfélagsmiðlinum í ljósi þess að um er að ræða mikilvægan vettvang fyrir lögreglu til að ná til almennings og auka sýnileika lögreglu í samfélaginu.“
Lögreglan Facebook Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira