Landsmenn undrandi í morgunsárið, spyrja spurninga og grínast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 10:53 Göturnar á höfuðborgarsvæðinu voru skafnar í morgun. Á sjötta tímanum í morgun var ansi hreint hvasst. Vísir/RAX Hluti þjóðarinnar og kannski sérstaklega íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru búnir að undirbúa sig fyrir svakalegan storm sem virðist hafa valdið einhverjum vonbrigðum, ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Rauð viðvörun var á höfuðborgarsvæðinu klukkan fjögur í nótt og gilti í fjóra tíma. Ákveðið var að blása af skólahald á höfuðborgarsvæðinu en óttast var að færð á vegum borgarinnar yrði afar erfið í morgunsárið. Margir eru undrandi á því hve stormurinn hafi í raun verið lítill en björgunarsveitir sinntu um sextíu útköllum í nótt. Yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir að hærra hitastig og minni snjór hafi gert það að verkum að allt hafi verið skaplegra í morgunsárið en reiknað hefði verið með. Fjölmargir deila skoðunum sínum á samfélagsmiðlum og finnst skjóta skökku við að skólahald hafi verið fellt niður í stað þess að boða að staðan yrði tekin í morgunsárið. Leikskólar og frístundaheimili á höfuðborgarsvæðinu verða opnuð klukkan eitt. Um skammgóðan vermi gæti verið að ræða en gul veðurviðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Norður- og Austurlandi til hádegis. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, er kaldhæðinn í tísti sínu. Mikið er nú gott að öllu skólahaldi var frestað á höfuðborgarsvæðinu...— Aðalsteinn (@adalsteinnk) February 7, 2022 Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum segir að hugur hans sé hjá Ásgeiri Páli, útvarpsmanni á K100, sem gisti í höfuðstöðvum Árvakurs vegna veðurspárinnar. Hugur minn er hjá manninum sem gisti í Hádegismóum til að segja hamfaratíðindi af rigningu og auðum stofnbrautum. pic.twitter.com/wxkmRqSqmD— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) February 7, 2022 Þessi rauða viðvörun fór strax að blikka sig heiðgula eftir að sir Ásgeir Páll háttaði í Hádegismóum. Þetta gat aldrei enst. #prayforÁsgeir pic.twitter.com/kYKoSdPfra— Helgi Seljan (@helgiseljan) February 7, 2022 Jóhann Óli Eiðsson, lögfræðingur hjá Deloitte, veltir því upp hvort yfirvöld séu í gír sem hann kennir við söguna af drengnum sem kallaði Úlfur Úlfur. Jújú, ég er þakklátur fyrir að veðrið var ekki jafn ofsafengið og búist var við. En það breytir því ekki að ég hef áhyggjur af því að yfirvöld séu að enda í einhverjum „úlfur úlfur“ gír hvað pestir og veður varðar. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra til lengdar.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) February 7, 2022 Helgi Seljan blaðamaður á Stundinni er í svipuðum gír. Við erum mögulega að verða full Almannavarinn…— Helgi Seljan (@helgiseljan) February 7, 2022 Elín Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að viðvaranir séu ekki gefnar út byggðar á tilfinningu heldur vísindalegum gögnum. Nú skil ég ekki alveg um hvað þið eruð að tala. Hvað var ekki jafn dramatískt og spáð var? Veðrið (þ.e. mæligarnar á veðrinu) sýna að spáin og viðvaranir gengu eftir. Áhrifin eru ill mælanleg þegar farið er í aktífar aðgerðir til að minnka þau. pic.twitter.com/j8qdGCuY8d— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) February 7, 2022 Hún bendir á að vindhraði í Reykjavík hafi verið afar mikill í nótt á meðan rauða viðvörunin var í gildi. Í nótt fór vindhraði á Reykjavíkurflugvelli í 27,1 m/s og vindhviður í 39,0. Tvisvar hefur mælst meiri vindur á sjálfvirku stöðinni, 14. mars 2015 og 13. des 2007.— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) February 7, 2022 Hún áréttar svo að engar viðvaranir hafi verið í gildi á höfuðborgarsvæðinu eftir klukkan átta. Mögulega nauðsynlegt að árétta að rauðu viðvaranirnar voru í gildi frá 04-08:00 eftir landshlutum. Engar í kjölfarið á SV-horninu. pic.twitter.com/CeYdSe03YL— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) February 7, 2022 Atli Fannar Bjarkason, starfsmaður Ríkisútvarpsins, er einn þeirra sem gerir grín að veðrinu og notar mynd frá mótmælum í Kringlunni á dögum þar sem grímuklætt fólk mótmælti yfirvöldum vegna Covid-19. úff hér í kringlunni eru foreldrar grunnskólabarna að mótmæla lokunum vegna veðurs pic.twitter.com/IR9vkfks1I— Atli Fannar (@atlifannar) February 7, 2022 Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem ljósmyndarinn Golli, er með sitt sjónarhorn. Er rauð viðvörun svona eins og rauð jól?Snjólaust og vorlegt veður?— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) February 7, 2022 Björt Ólafsdóttir fyrrverandi þingmaður spyr sömu spurninga og margir. Jæja veðrið gengið yfir, á ekki að opna skólana?— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) February 7, 2022 Brynhildur Bolladóttir hjá Rauða krossinum er með svipaðar pælingar. Heeeeefði kannski mátt opna leikskólana bara kl. 10…— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) February 7, 2022 Útvarpsmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason virðist hafa litlar áhyggjur af rúntinum í vinnuna á FM957 í morgunsárið. Ég á leið í vinnuna í morgun í rauðri viðvörun. pic.twitter.com/gQJUjQmzmP— Rikki G (@RikkiGje) February 7, 2022 Daníel Rúnarsson hjá Arena Íslands fylgdist með fólki á göngu í morgun. Gamalt fólk í morgungöngu með hundinn sinn og það er fært fyrir jafnvel reiðhjól innan hverfisins. En auðvitað lokum við leikskólunum.— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) February 7, 2022 Grínið er af ýmsum toga og gagnrýnin sömuleiðis. Hafið ekki áhyggur, við munum berjast í gegnum þennan dag og opna skóla á morgun pic.twitter.com/gtdRwfVd8c— gunnare (@gunnare) February 7, 2022 Covid er búið að lækka þröskuldinn fyrir raski á daglegu lífi svo mikið að menn hika ekki við að loka skólum og leikskólum þó engin ástæða sé til. Til öryggis. allir vanir að vinna heima og svona hvort eð er...— Hjörtur Atli (@HjorturAtli) February 7, 2022 Það er logn úti og minni snjór en þegar ég fór að sofa. Eins gott að þeir lokuðu skólunum.— Heimir Hannesson (@HeimirH) February 7, 2022 Örvar Smárson tónlistarmaður er meðal þeirra sem grínast. Ég sé eftir að hafa teipað bílinn niður. Lakkið er allt klístrað.— Örvar Smárason (@OrvarSmarason) February 7, 2022 Tómas Þór Þórðarson sjónvarpsmaður virðist þurfa að leita sér að nýju grilli. Vaknaði - út af veðrinu.Grillið ónýtt - út af veðrinu.Þurfti að fara út og bjarga restinni af því - út af veðrinu.Sit nú og horfi á útvarpsmenn í sjónvarpinu fjalla um ofangreint veður.Ég er Íslendingur. pic.twitter.com/JJtYd9U4PE— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 7, 2022 Sunna Kristín Hilmarsdóttir fjölmiðlakona og unnusta Tómasar Þórs spyr út í stöðuna á Landspítalanum. Gleðilegt að leikskólar og frístund opni eftir hádegi en hvað með Landspítalann? Ég átti tíma í lyfjagjöf kl. 12:30 en ALLIR tímar voru felldir niður í ALLAN dag. Af hverju ekki bara til hádegis-ish?— Sunna Kristín (@sunnakh) February 7, 2022 Haukur Heiðar gerir grín að viðbrögðum Íslendinga við betri útkomu en reiknað hafði verið með. Eðlileg viðbrögð þegar ástand verður ekki eins vont og spáð var: “hjúkk, sem betur fer fór ekki verr”íslendingar: “ÞETTA VAR NÚ BARA EKKERT VEÐUR, HVAÐA RUGL VAR ÞESSI VIÐBÚNAÐUR”— Haukur Heiðar (@haukurh) February 7, 2022 Hann er ekki einn um það. Við verðum líka reið þegar allt fer á besta veg. Hvað er að okkur?— Svalafel (@svalalala) February 7, 2022 Nýkjörinn formaður Kennarasambandsins telur þjóðina vera búna að læra að bregðast við viðvörunum. Svei mér þá, Íslendingar eru að verða atvinnumenn í veðurviðbrögðum. Frábært að sjá fagmennsku í umhverfinu og að þessu sinni er almenningur að fylgja leiðbeiningum. Það var alls ekki alltaf þannig. Albrjálað í Breiðholti í nótt, án vafa mesta veður síðan ég kom þangað aftur 2015— Magnús Þór Jónsson (@maggimark) February 7, 2022 Veður Samfélagsmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Rauð viðvörun var á höfuðborgarsvæðinu klukkan fjögur í nótt og gilti í fjóra tíma. Ákveðið var að blása af skólahald á höfuðborgarsvæðinu en óttast var að færð á vegum borgarinnar yrði afar erfið í morgunsárið. Margir eru undrandi á því hve stormurinn hafi í raun verið lítill en björgunarsveitir sinntu um sextíu útköllum í nótt. Yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir að hærra hitastig og minni snjór hafi gert það að verkum að allt hafi verið skaplegra í morgunsárið en reiknað hefði verið með. Fjölmargir deila skoðunum sínum á samfélagsmiðlum og finnst skjóta skökku við að skólahald hafi verið fellt niður í stað þess að boða að staðan yrði tekin í morgunsárið. Leikskólar og frístundaheimili á höfuðborgarsvæðinu verða opnuð klukkan eitt. Um skammgóðan vermi gæti verið að ræða en gul veðurviðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Norður- og Austurlandi til hádegis. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, er kaldhæðinn í tísti sínu. Mikið er nú gott að öllu skólahaldi var frestað á höfuðborgarsvæðinu...— Aðalsteinn (@adalsteinnk) February 7, 2022 Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum segir að hugur hans sé hjá Ásgeiri Páli, útvarpsmanni á K100, sem gisti í höfuðstöðvum Árvakurs vegna veðurspárinnar. Hugur minn er hjá manninum sem gisti í Hádegismóum til að segja hamfaratíðindi af rigningu og auðum stofnbrautum. pic.twitter.com/wxkmRqSqmD— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) February 7, 2022 Þessi rauða viðvörun fór strax að blikka sig heiðgula eftir að sir Ásgeir Páll háttaði í Hádegismóum. Þetta gat aldrei enst. #prayforÁsgeir pic.twitter.com/kYKoSdPfra— Helgi Seljan (@helgiseljan) February 7, 2022 Jóhann Óli Eiðsson, lögfræðingur hjá Deloitte, veltir því upp hvort yfirvöld séu í gír sem hann kennir við söguna af drengnum sem kallaði Úlfur Úlfur. Jújú, ég er þakklátur fyrir að veðrið var ekki jafn ofsafengið og búist var við. En það breytir því ekki að ég hef áhyggjur af því að yfirvöld séu að enda í einhverjum „úlfur úlfur“ gír hvað pestir og veður varðar. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra til lengdar.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) February 7, 2022 Helgi Seljan blaðamaður á Stundinni er í svipuðum gír. Við erum mögulega að verða full Almannavarinn…— Helgi Seljan (@helgiseljan) February 7, 2022 Elín Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að viðvaranir séu ekki gefnar út byggðar á tilfinningu heldur vísindalegum gögnum. Nú skil ég ekki alveg um hvað þið eruð að tala. Hvað var ekki jafn dramatískt og spáð var? Veðrið (þ.e. mæligarnar á veðrinu) sýna að spáin og viðvaranir gengu eftir. Áhrifin eru ill mælanleg þegar farið er í aktífar aðgerðir til að minnka þau. pic.twitter.com/j8qdGCuY8d— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) February 7, 2022 Hún bendir á að vindhraði í Reykjavík hafi verið afar mikill í nótt á meðan rauða viðvörunin var í gildi. Í nótt fór vindhraði á Reykjavíkurflugvelli í 27,1 m/s og vindhviður í 39,0. Tvisvar hefur mælst meiri vindur á sjálfvirku stöðinni, 14. mars 2015 og 13. des 2007.— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) February 7, 2022 Hún áréttar svo að engar viðvaranir hafi verið í gildi á höfuðborgarsvæðinu eftir klukkan átta. Mögulega nauðsynlegt að árétta að rauðu viðvaranirnar voru í gildi frá 04-08:00 eftir landshlutum. Engar í kjölfarið á SV-horninu. pic.twitter.com/CeYdSe03YL— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) February 7, 2022 Atli Fannar Bjarkason, starfsmaður Ríkisútvarpsins, er einn þeirra sem gerir grín að veðrinu og notar mynd frá mótmælum í Kringlunni á dögum þar sem grímuklætt fólk mótmælti yfirvöldum vegna Covid-19. úff hér í kringlunni eru foreldrar grunnskólabarna að mótmæla lokunum vegna veðurs pic.twitter.com/IR9vkfks1I— Atli Fannar (@atlifannar) February 7, 2022 Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem ljósmyndarinn Golli, er með sitt sjónarhorn. Er rauð viðvörun svona eins og rauð jól?Snjólaust og vorlegt veður?— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) February 7, 2022 Björt Ólafsdóttir fyrrverandi þingmaður spyr sömu spurninga og margir. Jæja veðrið gengið yfir, á ekki að opna skólana?— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) February 7, 2022 Brynhildur Bolladóttir hjá Rauða krossinum er með svipaðar pælingar. Heeeeefði kannski mátt opna leikskólana bara kl. 10…— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) February 7, 2022 Útvarpsmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason virðist hafa litlar áhyggjur af rúntinum í vinnuna á FM957 í morgunsárið. Ég á leið í vinnuna í morgun í rauðri viðvörun. pic.twitter.com/gQJUjQmzmP— Rikki G (@RikkiGje) February 7, 2022 Daníel Rúnarsson hjá Arena Íslands fylgdist með fólki á göngu í morgun. Gamalt fólk í morgungöngu með hundinn sinn og það er fært fyrir jafnvel reiðhjól innan hverfisins. En auðvitað lokum við leikskólunum.— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) February 7, 2022 Grínið er af ýmsum toga og gagnrýnin sömuleiðis. Hafið ekki áhyggur, við munum berjast í gegnum þennan dag og opna skóla á morgun pic.twitter.com/gtdRwfVd8c— gunnare (@gunnare) February 7, 2022 Covid er búið að lækka þröskuldinn fyrir raski á daglegu lífi svo mikið að menn hika ekki við að loka skólum og leikskólum þó engin ástæða sé til. Til öryggis. allir vanir að vinna heima og svona hvort eð er...— Hjörtur Atli (@HjorturAtli) February 7, 2022 Það er logn úti og minni snjór en þegar ég fór að sofa. Eins gott að þeir lokuðu skólunum.— Heimir Hannesson (@HeimirH) February 7, 2022 Örvar Smárson tónlistarmaður er meðal þeirra sem grínast. Ég sé eftir að hafa teipað bílinn niður. Lakkið er allt klístrað.— Örvar Smárason (@OrvarSmarason) February 7, 2022 Tómas Þór Þórðarson sjónvarpsmaður virðist þurfa að leita sér að nýju grilli. Vaknaði - út af veðrinu.Grillið ónýtt - út af veðrinu.Þurfti að fara út og bjarga restinni af því - út af veðrinu.Sit nú og horfi á útvarpsmenn í sjónvarpinu fjalla um ofangreint veður.Ég er Íslendingur. pic.twitter.com/JJtYd9U4PE— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 7, 2022 Sunna Kristín Hilmarsdóttir fjölmiðlakona og unnusta Tómasar Þórs spyr út í stöðuna á Landspítalanum. Gleðilegt að leikskólar og frístund opni eftir hádegi en hvað með Landspítalann? Ég átti tíma í lyfjagjöf kl. 12:30 en ALLIR tímar voru felldir niður í ALLAN dag. Af hverju ekki bara til hádegis-ish?— Sunna Kristín (@sunnakh) February 7, 2022 Haukur Heiðar gerir grín að viðbrögðum Íslendinga við betri útkomu en reiknað hafði verið með. Eðlileg viðbrögð þegar ástand verður ekki eins vont og spáð var: “hjúkk, sem betur fer fór ekki verr”íslendingar: “ÞETTA VAR NÚ BARA EKKERT VEÐUR, HVAÐA RUGL VAR ÞESSI VIÐBÚNAÐUR”— Haukur Heiðar (@haukurh) February 7, 2022 Hann er ekki einn um það. Við verðum líka reið þegar allt fer á besta veg. Hvað er að okkur?— Svalafel (@svalalala) February 7, 2022 Nýkjörinn formaður Kennarasambandsins telur þjóðina vera búna að læra að bregðast við viðvörunum. Svei mér þá, Íslendingar eru að verða atvinnumenn í veðurviðbrögðum. Frábært að sjá fagmennsku í umhverfinu og að þessu sinni er almenningur að fylgja leiðbeiningum. Það var alls ekki alltaf þannig. Albrjálað í Breiðholti í nótt, án vafa mesta veður síðan ég kom þangað aftur 2015— Magnús Þór Jónsson (@maggimark) February 7, 2022
Veður Samfélagsmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira