Formaður FKA neitar að stíga frá borði Smári Jökull Jónsson skrifar 16. janúar 2022 13:40 Sigríður Hrund Pétursdóttir er formaður FKA. FKA Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. Í frétt DV um málið er vitnað í tilkynningu sem send var á félagskonur FKA frá þeim sex konum sem skipa stjórn félagsins. Þar segir að þær hafi óskað eftir því á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund „sýndi ábyrgð og stigi til hliðar“. Sú ósk sé byggð á atriðum í framkomu formanns síðustu mánuði þó læk við færslu Loga Bergmanns og viðbrögð í kjölfarið vegi þar þyngst. Í frétt Vísis um læk Sigríðar á sínum tíma viðurkenndi hún að hafa gert mistök þegar hún lækaði færslu Loga Bergmann Eiðssonar á Facebook þar sem Logi neitaði að hafa brotið á Vítalíu Lazarevu. Hún sagði þá að fyrir henni merki þumallinn umtalaði ekki alltaf samþykki heldur sendi skilaboðin „ég heyri hvað þú segir“ til færsluhöfundar. Hún hafi þó ákveðið að fjarlægja endurgjöfina þegar henni var bent á það hversu merkingarbært slíkt læk getur verið. Mun halda sig til hlés í fjölmiðlum Ljóst er að þessi viðbrögð Sigríðar hafa ekki dugað fyrir stjórn FKA. Í tilkynningu stjórnarinnar segir að niðurstaða formannsins hafi verið að stíga ekki til hliðar á þeim forsendum að ekki væri stoð fyrir því í lögum félagsins og vegna þess stuðnings sem hún telur sig hafa. Hún samþykkti hins vegar að halda sig til hlés frá fjölmiðlum fram að næsta aðalfundi. Í frétt DV segir að eftir að tilkynning stjórnarkvennanna var send á félagskonur hafi Sigríður Hrund sent frá sér yfirlýsingu í lokuðum hópi FKA á Facebook. Þar kemur hún inn á þá ákvörðun sína að hætta ekki sem formaður félagsins. Heitar umræður hafa skapast í hópnum um málið þar sem því er meðal annars velt upp hver heimild stjórnar sé að setja formann til hliðar. Þá velta félagskonur því einnig fyrir sér hvað annað en lækið umtalaða hafi orðið til þess að stjórnin hafi farið fram á afsögn Sigríðar en ekkert kemur nánar fram í tilkynningu stjórnarinnar hvaða önnur atriði í framkomu hennar hafi orðið til þess að krafist var afsagnar. Félagsmál Kynferðisofbeldi MeToo Samfélagsmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Í frétt DV um málið er vitnað í tilkynningu sem send var á félagskonur FKA frá þeim sex konum sem skipa stjórn félagsins. Þar segir að þær hafi óskað eftir því á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund „sýndi ábyrgð og stigi til hliðar“. Sú ósk sé byggð á atriðum í framkomu formanns síðustu mánuði þó læk við færslu Loga Bergmanns og viðbrögð í kjölfarið vegi þar þyngst. Í frétt Vísis um læk Sigríðar á sínum tíma viðurkenndi hún að hafa gert mistök þegar hún lækaði færslu Loga Bergmann Eiðssonar á Facebook þar sem Logi neitaði að hafa brotið á Vítalíu Lazarevu. Hún sagði þá að fyrir henni merki þumallinn umtalaði ekki alltaf samþykki heldur sendi skilaboðin „ég heyri hvað þú segir“ til færsluhöfundar. Hún hafi þó ákveðið að fjarlægja endurgjöfina þegar henni var bent á það hversu merkingarbært slíkt læk getur verið. Mun halda sig til hlés í fjölmiðlum Ljóst er að þessi viðbrögð Sigríðar hafa ekki dugað fyrir stjórn FKA. Í tilkynningu stjórnarinnar segir að niðurstaða formannsins hafi verið að stíga ekki til hliðar á þeim forsendum að ekki væri stoð fyrir því í lögum félagsins og vegna þess stuðnings sem hún telur sig hafa. Hún samþykkti hins vegar að halda sig til hlés frá fjölmiðlum fram að næsta aðalfundi. Í frétt DV segir að eftir að tilkynning stjórnarkvennanna var send á félagskonur hafi Sigríður Hrund sent frá sér yfirlýsingu í lokuðum hópi FKA á Facebook. Þar kemur hún inn á þá ákvörðun sína að hætta ekki sem formaður félagsins. Heitar umræður hafa skapast í hópnum um málið þar sem því er meðal annars velt upp hver heimild stjórnar sé að setja formann til hliðar. Þá velta félagskonur því einnig fyrir sér hvað annað en lækið umtalaða hafi orðið til þess að stjórnin hafi farið fram á afsögn Sigríðar en ekkert kemur nánar fram í tilkynningu stjórnarinnar hvaða önnur atriði í framkomu hennar hafi orðið til þess að krafist var afsagnar.
Félagsmál Kynferðisofbeldi MeToo Samfélagsmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59