Heilbrigðismál

Fréttamynd

Fjölgun at­vika gæti verið já­kvætt merki

Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann.

Innlent
Fréttamynd

Að eiga val um dánaraðstoð

Faðir minn greindist með MND, ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm, í lok árs 2019 og féll fyrir eigin hendi um jólin 2020 eftir að hafa hrakað gífurlega á skömmum tíma. Ég var að ferðast frá Bandaríkjunum til að koma heim í jólafrí þegar ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að pabbi hefði fallið frá. 

Skoðun
Fréttamynd

„Það er svo margt sem breyttist í lífi Grind­víkingsins“

Félagsráðgjafi í Grindavík segir áríðandi að tekið sé vel utan um Grindvíkinga. Það sé ekki nóg að byggja varnargarða um bæinn, heldur þurfi að verja fólkið líka. Hún segir marga í slæmri stöðu og að húsnæðisöryggi sé grunnurinn að því að tryggja fólki stöðugleika svo unnt sé að vinna betur að öðrum þáttum. Tryggja þurfi öllum nauðsynlegan stuðning.

Innlent
Fréttamynd

Fékk lifur úr pabba sínum sex mánaða gömul

„Ég hef svo margt jákvætt að segja um reynsluna og hef hingað til reynt að einblína á það en það fylgja alltaf neikvæðar tilfinningar sem þarf líka að fá að vinna úr,” segir Sigríður Björk Bragadóttir en dóttir hennar, Úlfey Minevera fæddist með sjaldgæfan lifrarsjúkdóm. Misheppnuð ígræðsla í Svíþjóð átti eftir að enda með því að faðir hennar, Finnbogi Hans Sævarsson, lagðist undir hnífinn og gaf dóttur sinni hluta af sinni lifur. Úlfey var á þessum tíma einungis sex mánaða og leiða má líkur að því að hún sé einn af yngstu lifrarþegunum hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Færri en fimm dauðs­föll á ári vegna mis­taka

Landlæknir segir að þó að yfir níutíu dauðsföll hafi verið tilkynnt sem alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu síðustu ár hafi greining embættisins leitt í ljós að þau séu miklu færri. Kvörtunum og athugasemdum til embættisins hefur fjölgað mikið síðustu ár og getur tekið allt að fjögur ár að vinna úr þeim.

Innlent
Fréttamynd

„Það er eins og þú þurfir að skera barnið þitt úr reipinu til að fá að­stoð“

„Fyrir okkur er þetta einfaldlega spurning um líf eða dauða. Við erum vanmáttug, við erum týnd og við erum alltaf í lausu lofti,” segja Adam Snær Atlason og Thelma Rut Hafliðadóttir, foreldrar þrettán ára stúlku sem glímir við flókinn og fjölþættan vanda. Þau hafa staðið í stappi undanfarin tíu ár við að fá viðeigandi úrræði fyrir dóttur sína hjá Akureyrarbæ en segjast koma allstaðar að lokuðum dyrum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert Covid í fyrsta sinn frá upp­hafi far­aldurs

Í fyrsta sinn frá því að Sýkla- og veirufræðideild tók við SARS-CoV 2 greiningum leið vika sem ekkert tilfelli kórónuveirunnar greindust, eða 28. febrúar 2020 þegar faraldurinn hófst á Íslandi. Í vikunni 25. til 31. mars greindust engin tilfelli.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta lands­á­ætlun Ís­lands um sjald­gæfa sjúk­dóma

Skömmu fyrir páska skilaði vinnuhópur á vegum Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, drögum að landsáætlun um sjaldgæfa sjúkdóma. Landsáætlun er ætlað að vera leiðbeinandi um þjónustu við einstaklinga og aðstandendur þeirra sem falla undir skilmerki um sjaldgæfa sjúkdóma.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn í heil­brigðis­kerfinu

Fyrir síðustu kosningar var heilbrigðiskerfið mikið til umfjöllunar enda stærsta sameiginlega verkefni þjóðarinnar. Verkefni heilbrigðiskerfisins eru ærin og þurfa stöðugrar skoðunar við og þar má aldrei slá slöku við hvorki í umbótum, þróun eða nýsköpun.

Skoðun
Fréttamynd

Hver vill vera í því hlut­verki að verð­leggja manns­líf?

Mikið hefur verið rætt um áfengis og vímuefnavandann og sitt sýnist hverjum og meðan málæðið á sér stað hrynur fólk niður úr sjúkdómnum og ekkert gerist. Nú er nóg komið að handabendingum, ekki benda á mig, við þurfum ekki meira af því það er tímaeyðsla, það er kominn timí framkvæmda, snúum bökum saman ráðamenn sem og aðrir landsmenn.

Skoðun
Fréttamynd

Heim­spekingurinn

Ef ég ætti að greina bróður minn, myndi ég segja að hann væri heimspekingur. En þegar hann var fjögurra ára gamall merkti barnasálfræðingur hann með einhverfu. Tilvera okkar breyttist samstundis. Sama ár og ég leit alheiminn augum í fyrsta sinn var hann skráður sem frávik.

Skoðun
Fréttamynd

Peningarnir hans Willums í bar­áttunni við eitrið

Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ein­falda fólki að komast til sjúkra­þjálfara

Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Formaður Félags sjúkraþjálfara vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið: Eiga læknar að að­stoða fólk við að deyja?

Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Minnast þeirra sem hafa látist úr fíkni­sjúk­dómi

Samtök aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF) standa fyrir minningarathöfn í Dómkirkjunni síðdegis í dag til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir fíknisjúkdómi. Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, ein stofnenda samtakanna, segir viðburðinn opinn og hefjast klukkan 17.

Innlent
Fréttamynd

Heil­brigðis­ráðu­neytið er með for­ystu

Nýverið kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar „Ópíóíðavandi - staða, stefna og úrræði“. Farið varið í hraðúttekt til þess að greina misnotkun á ópíóðum í ljósi þess að fréttaflutningur um aukinn vanda hafði aukist á síðustu árum.

Skoðun